„Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Hinrik Wöhler skrifar 12. janúar 2025 19:40 Sonja Lind Sigsteinsdóttir (t.v.) og Rut Jónsdóttir (t.h) fögnuðu sigri í dag. Vísir/Anton Brink Rut Jónsdóttir var alsæl með tveggja marka sigur Hauka á úkraínska liðinu Galychanka Lviv í 16-liða úrslitum Evrópubikar kvenna í handbolta í dag. Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum og sigruðu Haukar einvígið samanlagt með fjórum mörkum, 50-46. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum um helgina og með sigrinum tryggðu Hafnfirðingar sér sæti í 8-liða úrslitum. „Þetta var heldur kaflaskipt. Við skiptum mikið inn á en samt sem áður vorum við að koma okkur í ágætis færi á þeim kafla en klikkuðum mikið og þær komust inn í leikinn. Þær voru dottnar úr takt en allt í einu duttu í gír og þetta var heldur tæpt en við vorum nú með þetta,“ sagði Rut eftir leikinn. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var ekki margt sem benti til þess að sigurinn væri í hættu. Haukar leiddu með níu mörkum, 21-12, og voru með leikinn í öruggum höndum. Gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn smátt saman. „Ég hugsaði það þegar þær voru búnar að minnka muninn í tvö mörk og það voru þrjár mínútur eftir. Það hefði alveg getað gerst en ég er mjög fegin að við kláruðum þetta,“ sagði Rut þegar hún var spurð út í síðasta korter leiksins. Rut jónsdóttir skoraði fimm mörk úr hægri skyttunni í dag.Vísir/Anton Brink Haukar lögðu grunninn að sigrinum í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur skoruðu fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleik. Rut segir að góður varnarleikur hafi skilað sigrinum í dag. „Um leið og við náðum að loka og keyra hraðaupphlaupin. Ég er mjög ánægð með byrjunina á seinni hálfleik og við fengum ekki á okkur mark í góðan tíma. Forskotið jókst hægt og rólega útaf vörninni, fengum nokkur hraðaupphlaup í byrjun seinni hálfleiks en við hefðum getað verið þéttari eins og í leiknum í gær. Margt mjög gott og eitthvað sem við getum lært af, ég er mjög sátt.“ Skemmtileg tilbreyting að taka þátt í Evrópukeppnum Haukar eru komnir í 8-liða úrslit EHF-bikarsins og halda vegferð sinni áfram í Evrópu. Rut segir að þátttaka í Evrópukeppnum sé ávallt skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu deildarkeppni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að mæta þessu liði og þetta er mjög sterkt lið. Frábærir leikmenn sem við erum að mæta og gaman að mæta einhverjum öðrum. Hér heima er þreföld umferð og við erum alltaf að spila á móti sömu liðum. Sérstaklega fyrir ungu stelpurnar, ég held að þetta gefi þeim mikið að prufa þetta.“ Það var stuð og stemning á Ásvöllum í dag.Vísir/Anton Brink Það var frábær stemning á Ásvöllum í dag og það heyrðist mikið í stuðningsmönnum liðsins allt frá fyrstu mínútu. „Mjög vel heppnað og vel mætt. Ég væri svo til í það fá svona mikið af fólki á deildarleiki líka og gerir bara handboltann skemmtilegri,“ sagði Rut að lokum. Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum og sigruðu Haukar einvígið samanlagt með fjórum mörkum, 50-46. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum um helgina og með sigrinum tryggðu Hafnfirðingar sér sæti í 8-liða úrslitum. „Þetta var heldur kaflaskipt. Við skiptum mikið inn á en samt sem áður vorum við að koma okkur í ágætis færi á þeim kafla en klikkuðum mikið og þær komust inn í leikinn. Þær voru dottnar úr takt en allt í einu duttu í gír og þetta var heldur tæpt en við vorum nú með þetta,“ sagði Rut eftir leikinn. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var ekki margt sem benti til þess að sigurinn væri í hættu. Haukar leiddu með níu mörkum, 21-12, og voru með leikinn í öruggum höndum. Gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn smátt saman. „Ég hugsaði það þegar þær voru búnar að minnka muninn í tvö mörk og það voru þrjár mínútur eftir. Það hefði alveg getað gerst en ég er mjög fegin að við kláruðum þetta,“ sagði Rut þegar hún var spurð út í síðasta korter leiksins. Rut jónsdóttir skoraði fimm mörk úr hægri skyttunni í dag.Vísir/Anton Brink Haukar lögðu grunninn að sigrinum í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur skoruðu fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleik. Rut segir að góður varnarleikur hafi skilað sigrinum í dag. „Um leið og við náðum að loka og keyra hraðaupphlaupin. Ég er mjög ánægð með byrjunina á seinni hálfleik og við fengum ekki á okkur mark í góðan tíma. Forskotið jókst hægt og rólega útaf vörninni, fengum nokkur hraðaupphlaup í byrjun seinni hálfleiks en við hefðum getað verið þéttari eins og í leiknum í gær. Margt mjög gott og eitthvað sem við getum lært af, ég er mjög sátt.“ Skemmtileg tilbreyting að taka þátt í Evrópukeppnum Haukar eru komnir í 8-liða úrslit EHF-bikarsins og halda vegferð sinni áfram í Evrópu. Rut segir að þátttaka í Evrópukeppnum sé ávallt skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu deildarkeppni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að mæta þessu liði og þetta er mjög sterkt lið. Frábærir leikmenn sem við erum að mæta og gaman að mæta einhverjum öðrum. Hér heima er þreföld umferð og við erum alltaf að spila á móti sömu liðum. Sérstaklega fyrir ungu stelpurnar, ég held að þetta gefi þeim mikið að prufa þetta.“ Það var stuð og stemning á Ásvöllum í dag.Vísir/Anton Brink Það var frábær stemning á Ásvöllum í dag og það heyrðist mikið í stuðningsmönnum liðsins allt frá fyrstu mínútu. „Mjög vel heppnað og vel mætt. Ég væri svo til í það fá svona mikið af fólki á deildarleiki líka og gerir bara handboltann skemmtilegri,“ sagði Rut að lokum.
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða