„Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 19:55 Freyr Alexandersson er mættur til Bergen og mun skrifa undir samning við Brann innan skamms. Vísir/Getty Freyr Alexandersson lenti í Bergen í Noregi nú undir kvöld og verður innan skamms staðfestur sem nýr þjálfari Brann. Greint var frá því fyrir helgi að Freyr hefði fengið samningstilboð frá norska félaginu og í gær var svo gott sem klappað og klárt að hann myndi taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Freyr lenti síðan nú undir kvöld í Bergen og var töluvert fjölmiðlafár á flugvellinum þegar hann mætti á svæðið. „Þetta er aðeins of mikið,“ sagði Freyr hinn hressasti á flugvellinum, hundeltur af blaðamönnum. Freyr svaraði norsku blaðamönnunum á dönsku enda var hann stjóri Lyngby í Danmörku í nokkur tímabil. „Nú er ég með fimm hljóðnema í andlitinu og ég hef aldrei lent í slíku áður, vonandi verður þetta ekki svona á hverjum degi,“ sagði Freyr í samtali við Bergen Avisen. Norskir fjölmiðlamenn höfðu haft mikið fyrir því að leita að Frey fyrir helgi en gripu í tómt þar til í kvöld. „Það er gott að vera loksins kominn hingað og að þurfa ekki að fela sig lengur. Ég lofa að við munum ræða saman á morgun.“ Ennfremur sagði Freyr að viðræður hans og Brann hefðu staðið yfir síðan um miðjan desember. Ekki er búið að skrifa undir samninginn en í frétt Bergens Avisen er haft eftir íþróttastjóra Brann að búið sé að ganga frá flestum atriðum en samningurinn sé ekki í höfn fyrr en búið sé að skrifa undir. Norskir blaðamenn spurðu Frey fjölmargra spurninga á flugvellinum og svaraði Freyr nokkrum þeirra en sagði jafnframt að hann myndi segja meira á væntanlegaum blaðamannafundi. „Ég ætla að sýna stuðningsmönnunum að ég er rétti maðurinn,“ sagði Freyr að endingu við norska blaðamenn áður en hann þaut á braut. Brann hefur lent í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár og hefur unnið norska meistaratitilinn þrívegis, síðast árið 2007. Stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir mikla ástríðu og ekki ólíklegt að pressan á Frey verði ansi mikil þegar tímabilið hefst síðar í vor. Norski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgi að Freyr hefði fengið samningstilboð frá norska félaginu og í gær var svo gott sem klappað og klárt að hann myndi taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Freyr lenti síðan nú undir kvöld í Bergen og var töluvert fjölmiðlafár á flugvellinum þegar hann mætti á svæðið. „Þetta er aðeins of mikið,“ sagði Freyr hinn hressasti á flugvellinum, hundeltur af blaðamönnum. Freyr svaraði norsku blaðamönnunum á dönsku enda var hann stjóri Lyngby í Danmörku í nokkur tímabil. „Nú er ég með fimm hljóðnema í andlitinu og ég hef aldrei lent í slíku áður, vonandi verður þetta ekki svona á hverjum degi,“ sagði Freyr í samtali við Bergen Avisen. Norskir fjölmiðlamenn höfðu haft mikið fyrir því að leita að Frey fyrir helgi en gripu í tómt þar til í kvöld. „Það er gott að vera loksins kominn hingað og að þurfa ekki að fela sig lengur. Ég lofa að við munum ræða saman á morgun.“ Ennfremur sagði Freyr að viðræður hans og Brann hefðu staðið yfir síðan um miðjan desember. Ekki er búið að skrifa undir samninginn en í frétt Bergens Avisen er haft eftir íþróttastjóra Brann að búið sé að ganga frá flestum atriðum en samningurinn sé ekki í höfn fyrr en búið sé að skrifa undir. Norskir blaðamenn spurðu Frey fjölmargra spurninga á flugvellinum og svaraði Freyr nokkrum þeirra en sagði jafnframt að hann myndi segja meira á væntanlegaum blaðamannafundi. „Ég ætla að sýna stuðningsmönnunum að ég er rétti maðurinn,“ sagði Freyr að endingu við norska blaðamenn áður en hann þaut á braut. Brann hefur lent í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár og hefur unnið norska meistaratitilinn þrívegis, síðast árið 2007. Stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir mikla ástríðu og ekki ólíklegt að pressan á Frey verði ansi mikil þegar tímabilið hefst síðar í vor.
Norski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira