Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 23:16 Gunnlaugur Árni einbeittur að svip á mótinu sem lauk á föstudag. Vísir/Getty Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í vikunni þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Mótið fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Á föstudag vann hann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi mótsins. Evrópa tapaði hins vegar keppninni gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu með aðeins eins vinnings mun. „Frábært að fá að spila á þessu móti og vera hér í Dubai. Þetta var frábær upplifun, allt frá því að undirbúa okkur með liðinu og kynnast öllum og í það að berjast fyrir hverjum einasta punkt og stigi í leikjunum. Allir leikirnir voru rosalega jafnir og maður þurfti virkilega að spila vel og sækja hvern einasta fugl og stig. Heilt yfir var þetta rosalega skemmtileg upplifun,“ sagði Gunnlaugur Árni í viðtali sem sýnt var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Gunnlaugur Árni sagði að hann fengi mikla reynslu í svona móti. Hann var aðeins einn tólf liðsmanna Evrópu í Bonallack-bikarnum en á mótinu mæta tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu þeim tólf bestu frá Asíu og Eyjaálfu. Gunnlaugur Árni stóð sig vel á mótinu en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur er valinn í úrvalslið Evrópu á þessu móti. „Frábær upplifun að vera í þessu umhverfi með bestu kylfingum í heimi. Læra smá hluti af þeim og það verður gaman að byggja ofan á þetta.“ Allt innslagið og viðtalið við Gunnlaug Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Golf Tengdar fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun. 10. janúar 2025 11:55 Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. 8. janúar 2025 13:33 Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu „Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG og einn aðeins tólf liðsmanna úrvalsliðs Evrópu í Bonallack-bikarnum í golfi. Það gekk ekki áfallalaust hjá honum að komast á mótið. 8. janúar 2025 16:01 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mótið fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Á föstudag vann hann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi mótsins. Evrópa tapaði hins vegar keppninni gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu með aðeins eins vinnings mun. „Frábært að fá að spila á þessu móti og vera hér í Dubai. Þetta var frábær upplifun, allt frá því að undirbúa okkur með liðinu og kynnast öllum og í það að berjast fyrir hverjum einasta punkt og stigi í leikjunum. Allir leikirnir voru rosalega jafnir og maður þurfti virkilega að spila vel og sækja hvern einasta fugl og stig. Heilt yfir var þetta rosalega skemmtileg upplifun,“ sagði Gunnlaugur Árni í viðtali sem sýnt var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Gunnlaugur Árni sagði að hann fengi mikla reynslu í svona móti. Hann var aðeins einn tólf liðsmanna Evrópu í Bonallack-bikarnum en á mótinu mæta tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu þeim tólf bestu frá Asíu og Eyjaálfu. Gunnlaugur Árni stóð sig vel á mótinu en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur er valinn í úrvalslið Evrópu á þessu móti. „Frábær upplifun að vera í þessu umhverfi með bestu kylfingum í heimi. Læra smá hluti af þeim og það verður gaman að byggja ofan á þetta.“ Allt innslagið og viðtalið við Gunnlaug Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Golf Tengdar fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun. 10. janúar 2025 11:55 Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. 8. janúar 2025 13:33 Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu „Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG og einn aðeins tólf liðsmanna úrvalsliðs Evrópu í Bonallack-bikarnum í golfi. Það gekk ekki áfallalaust hjá honum að komast á mótið. 8. janúar 2025 16:01 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun. 10. janúar 2025 11:55
Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. 8. janúar 2025 13:33
Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu „Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG og einn aðeins tólf liðsmanna úrvalsliðs Evrópu í Bonallack-bikarnum í golfi. Það gekk ekki áfallalaust hjá honum að komast á mótið. 8. janúar 2025 16:01