Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 10:28 Leikmenn Vipers þurfa að finna sér nýtt félag til að spila fyrir. EPA-EFE/Tor Erik Schroder Norska handboltafélagið Vipers frá Kristiansand er endanlega orðið gjaldþrota. Tilraunir til að bjarga félaginu í haust báru á endanum ekki árangur. Vipers hefur orðið norskur meistari undanfarin sjö ár og vann Meistaradeildina þrjú ár í röð (2021-23). Meðal þekktra leikmanna liðsins má nefna norsku landsliðsmarkverðina Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel, sænsku landsliðskonuna Jaminu Roberts og Lois Abbingh frá Hollandi. Tilkynning stjórnenda Vipers í dag, um að starfsemi félagsins yrði hætt og það tekið til gjaldþrotaskipta, er óvænt þrátt fyrir fjárhagsvandræði því svo virtist í haust sem að tekist hefði að bjarga félaginu. Stjórnendur höfðu þá sagt að félagið þyrfti 25 milljónir norskra króna til að forðast gjaldþrot, en enduðu á að lýsa yfir gjaldþroti áður en nýr fjárfestahópur kom svo inn og hélt félaginu á floti. Lifðu um efni fram og fóru of seint í að rétta af reksturinn Það reyndist hins vegar skammgóður vermir eins og fyrr segir. Ekki tókst að tryggja rekstur félagsins út yfirstandandi leiktíð auk þess sem félagið glímir við lausafjárskort, segir í tilkynningu frá Vipers um gjaldþrotið í dag. Íþróttafréttamaður norska ríkismiðilsins NRK, Jan Petter Saltvedt, segir tíðindin ergileg: „Fyrst og fremst fyrir hönd þeirra leikmanna sem fengu nýja von nú síðast í haust. En einnig fyrir hönd allra þeirra sem töldu að varanleg lausn væri í raun möguleg. Það eru margir sem telja sig svikna í dag.“ Fyrrverandi stjórnarformaður Vipers, Peter Gitmark, segir við NRK: „Þetta er óendanlega sorglegt. Aðalvandamálið er að félagið hefur um nokkurt skeið eytt meiri peningum en félagið átti og grundvöllur var fyrir. Menn lifðu um efni fram og það var farið í það of seint að snúa rekstrinum við,“ sagði Gitmark. Norski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Vipers hefur orðið norskur meistari undanfarin sjö ár og vann Meistaradeildina þrjú ár í röð (2021-23). Meðal þekktra leikmanna liðsins má nefna norsku landsliðsmarkverðina Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel, sænsku landsliðskonuna Jaminu Roberts og Lois Abbingh frá Hollandi. Tilkynning stjórnenda Vipers í dag, um að starfsemi félagsins yrði hætt og það tekið til gjaldþrotaskipta, er óvænt þrátt fyrir fjárhagsvandræði því svo virtist í haust sem að tekist hefði að bjarga félaginu. Stjórnendur höfðu þá sagt að félagið þyrfti 25 milljónir norskra króna til að forðast gjaldþrot, en enduðu á að lýsa yfir gjaldþroti áður en nýr fjárfestahópur kom svo inn og hélt félaginu á floti. Lifðu um efni fram og fóru of seint í að rétta af reksturinn Það reyndist hins vegar skammgóður vermir eins og fyrr segir. Ekki tókst að tryggja rekstur félagsins út yfirstandandi leiktíð auk þess sem félagið glímir við lausafjárskort, segir í tilkynningu frá Vipers um gjaldþrotið í dag. Íþróttafréttamaður norska ríkismiðilsins NRK, Jan Petter Saltvedt, segir tíðindin ergileg: „Fyrst og fremst fyrir hönd þeirra leikmanna sem fengu nýja von nú síðast í haust. En einnig fyrir hönd allra þeirra sem töldu að varanleg lausn væri í raun möguleg. Það eru margir sem telja sig svikna í dag.“ Fyrrverandi stjórnarformaður Vipers, Peter Gitmark, segir við NRK: „Þetta er óendanlega sorglegt. Aðalvandamálið er að félagið hefur um nokkurt skeið eytt meiri peningum en félagið átti og grundvöllur var fyrir. Menn lifðu um efni fram og það var farið í það of seint að snúa rekstrinum við,“ sagði Gitmark.
Norski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni