„Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2025 21:03 Djokovic og nýi þjálfari hans. Vísir/Getty Images Novak Djokovic er mættur í aðra umferð Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Serbinn gæti ekki verið ánægðari með að hinn skoski Andy Murray sé þjálfari hans sem stendur. Það vakti mikla athygli þegar hinn nýhætti Murray gerðist þjálfari Djokovic. Það byrjaði þó ekki vel í Ástralíu þar sem Djokovic tapaði fyrsta settinu gegn hinum 19 ára gamla Nishesh Basavareddy. Hinn 37 ára gamli Djokovic sneri taflinu við og vann á endanum nokkuð sannfærandi sigur. Hann er á höttunum á eftir sínum 11. sigri á Opna ástralska og það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að hann réð Murray. Með sigri í Ástralíu myndi Djokovic vinna sinn 25. risatitil og þar með færi hann upp fyrir Margaret Court þegar kemur að flestum risamótssigrum í sögunni. Novak Djokovic gets his first win with Andy Murray in the stands as his coach. Iconic. pic.twitter.com/F06dGad83P— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 13, 2025 „Ég er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Verð að segja að það er heldur skrítið að hafa hann mín megin á vellinum. Við kepptum við hvorn annan á hæsta getustigi í tuttugu ár svo það er fínt að hafa hann mín megin við netið,“ sagði Djokovic um nýja þjálfarann sinn. „Hann gaf mér frábær ráð á meðan leiknum stóð. Það er virkilega gott að geta fengið ráð og rætt við hann. Þetta var ánægjuleg reynsla og vonandi erum við ekki hættir.“ Telur Djokovic geta orðið mesta íþróttamann allra tíma Murray, sem er aðeins sjö dögum eldri en Djokovi, lagði spaðann á hilluna eftir Ólympíuleikana í París síðasta sumar. Eftir nokkra mánuði á golfvellinum hringdi Djokovic í Skotann og bauð honum stöðu í starfsliði sínu. „Novak hefur undanfarin ár staðfest stöðu sína sem besti tenniskappi allra tíma, allavega sinnar kynslóðar.“ „Á næstu árum gæti hann gert kröfu til þess að vera mesti íþróttamaður allra tíma með því að sigra stórmót og aðra tenniskappa á borð við Carlos Alcaraz og Jannik Sinner þá gæti hann verið besti íþróttamaður allra tíma. Það er spennandi fyrir mig og teymi hans að vera hluti af því,“ sagði Murray eftir sigur Djokovic í 1. umferð. Tennis Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar hinn nýhætti Murray gerðist þjálfari Djokovic. Það byrjaði þó ekki vel í Ástralíu þar sem Djokovic tapaði fyrsta settinu gegn hinum 19 ára gamla Nishesh Basavareddy. Hinn 37 ára gamli Djokovic sneri taflinu við og vann á endanum nokkuð sannfærandi sigur. Hann er á höttunum á eftir sínum 11. sigri á Opna ástralska og það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að hann réð Murray. Með sigri í Ástralíu myndi Djokovic vinna sinn 25. risatitil og þar með færi hann upp fyrir Margaret Court þegar kemur að flestum risamótssigrum í sögunni. Novak Djokovic gets his first win with Andy Murray in the stands as his coach. Iconic. pic.twitter.com/F06dGad83P— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 13, 2025 „Ég er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Verð að segja að það er heldur skrítið að hafa hann mín megin á vellinum. Við kepptum við hvorn annan á hæsta getustigi í tuttugu ár svo það er fínt að hafa hann mín megin við netið,“ sagði Djokovic um nýja þjálfarann sinn. „Hann gaf mér frábær ráð á meðan leiknum stóð. Það er virkilega gott að geta fengið ráð og rætt við hann. Þetta var ánægjuleg reynsla og vonandi erum við ekki hættir.“ Telur Djokovic geta orðið mesta íþróttamann allra tíma Murray, sem er aðeins sjö dögum eldri en Djokovi, lagði spaðann á hilluna eftir Ólympíuleikana í París síðasta sumar. Eftir nokkra mánuði á golfvellinum hringdi Djokovic í Skotann og bauð honum stöðu í starfsliði sínu. „Novak hefur undanfarin ár staðfest stöðu sína sem besti tenniskappi allra tíma, allavega sinnar kynslóðar.“ „Á næstu árum gæti hann gert kröfu til þess að vera mesti íþróttamaður allra tíma með því að sigra stórmót og aðra tenniskappa á borð við Carlos Alcaraz og Jannik Sinner þá gæti hann verið besti íþróttamaður allra tíma. Það er spennandi fyrir mig og teymi hans að vera hluti af því,“ sagði Murray eftir sigur Djokovic í 1. umferð.
Tennis Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira