Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 08:30 Birkir Már Sævarsson sendi Brann-fólki skemmtilega kveðju á Instagram, eftir að Freyr Alexandersson var kynntur sem nýr þjálfari liðsins. @birkir84/brann.no Norskir fjölmiðlar fjölmenntu á blaðamannafund í Bergen í gærkvöld þegar Freyr Alexandersson var kynntur sem nýr aðalþjálfari fótboltaliðs Brann. Hann skrifaði undir samning sem gildir til næstu þriggja ára. Freyr hefur þar með formlega bæst við hóp fjölmargra Íslendinga sem hafa verið á mála hjá Brann í gegnum tíðina. Hann er annar íslenski þjálfarinn, á eftir Teiti Þórðarsyni, til að stýra liðinu sem hafnaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Auk þess hafa margir íslenskir leikmenn spilað með Brann, til að mynda Birkir Már Sævarsson sem sendi skemmtilega kveðju á Instagram og birti gamla mynd af sér með Frey þar sem þeir voru berir að ofan. „Óska Brann og Bergen til hamingju með þennan yndislega gaur,“ skrifaði Birkir sem er enn vinsæll á meðal stuðningsmanna Brann eftir tíma sinn þar. Blaðamaður BA sýndi Frey myndina: „Nei, þetta er geðveikt! Við hengum mikið saman í háskólanum. En burtu með myndina!“ sagði Freyr léttur. Birkir er á meðal þeirra sem Freyr hefur rætt við um Brann sem Freyr segir vera lið sem alla þjálfara á Norðurlöndum langi til að stýra: „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Brann er menningin sem hefur verið sköpuð hérna í Bergen. Stuðningsmennirnir… Það sem þið hafið hérna er eitthvað sem flest önnur félög í Skandinavíu dreymir um. Það hefur hópur Íslendinga verið hérna og ég hef talað við marga. Allir tala brjálæðislega vel um Brann og Bergen. Þeir nefna reyndar rigninguna en ég get alveg lifað með henni,“ sagði Freyr við BA. Vill halda Huseklepp sem vildi starfið Freyr tekur með sér aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann sem starfað hefur með Frey frá því í Lyngby í Danmörku og því einnig hjá Kortrijk í Belgíu. Freyr vonast svo eftir því að halda Erik Huseklepp í þjálfarateyminu en Huseklepp var í teymi Eirik Horneland, forvera Freys, og hafði sjálfur áhuga á að taka við sem aðalþjálfari. Freyr kveðst þegar vera búinn að senda inn óskalista um leikmenn til að styrkja lið Brann sem eins og fyrr segir var nálægt því að landa norska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Það hefur liðinu þó ekki tekist síðan árið 2007, þá með Ólaf Örn Bjarnason, Ármann Smára Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson innanborðs. Frey er nú treyst fyrir því að ljúka biðinni. „Ég finn fyrir stolti og ánægju. Ég hlakka mikið til,“ segir Freyr sem hefur nú tvo og hálfan mánuð þar til að keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst. Norski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Freyr hefur þar með formlega bæst við hóp fjölmargra Íslendinga sem hafa verið á mála hjá Brann í gegnum tíðina. Hann er annar íslenski þjálfarinn, á eftir Teiti Þórðarsyni, til að stýra liðinu sem hafnaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Auk þess hafa margir íslenskir leikmenn spilað með Brann, til að mynda Birkir Már Sævarsson sem sendi skemmtilega kveðju á Instagram og birti gamla mynd af sér með Frey þar sem þeir voru berir að ofan. „Óska Brann og Bergen til hamingju með þennan yndislega gaur,“ skrifaði Birkir sem er enn vinsæll á meðal stuðningsmanna Brann eftir tíma sinn þar. Blaðamaður BA sýndi Frey myndina: „Nei, þetta er geðveikt! Við hengum mikið saman í háskólanum. En burtu með myndina!“ sagði Freyr léttur. Birkir er á meðal þeirra sem Freyr hefur rætt við um Brann sem Freyr segir vera lið sem alla þjálfara á Norðurlöndum langi til að stýra: „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Brann er menningin sem hefur verið sköpuð hérna í Bergen. Stuðningsmennirnir… Það sem þið hafið hérna er eitthvað sem flest önnur félög í Skandinavíu dreymir um. Það hefur hópur Íslendinga verið hérna og ég hef talað við marga. Allir tala brjálæðislega vel um Brann og Bergen. Þeir nefna reyndar rigninguna en ég get alveg lifað með henni,“ sagði Freyr við BA. Vill halda Huseklepp sem vildi starfið Freyr tekur með sér aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann sem starfað hefur með Frey frá því í Lyngby í Danmörku og því einnig hjá Kortrijk í Belgíu. Freyr vonast svo eftir því að halda Erik Huseklepp í þjálfarateyminu en Huseklepp var í teymi Eirik Horneland, forvera Freys, og hafði sjálfur áhuga á að taka við sem aðalþjálfari. Freyr kveðst þegar vera búinn að senda inn óskalista um leikmenn til að styrkja lið Brann sem eins og fyrr segir var nálægt því að landa norska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Það hefur liðinu þó ekki tekist síðan árið 2007, þá með Ólaf Örn Bjarnason, Ármann Smára Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson innanborðs. Frey er nú treyst fyrir því að ljúka biðinni. „Ég finn fyrir stolti og ánægju. Ég hlakka mikið til,“ segir Freyr sem hefur nú tvo og hálfan mánuð þar til að keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst.
Norski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira