Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 10:24 Guðlaugur Þór Þórðarson var orkuráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann er ekki sáttur við pillu eftirmanns síns um að hversu skammt vinna við einföldun leyfisveitingaferlis fyrir virkjanir hafi verið komin við stjórnarskiptin í desember. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. Jóhann Páll boðaði að hann ætlaði að leggja fram nýja rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta á hverju þingi á kjörtímabilinu í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Furðaði hann sig á því hversu skammt Guðlaugur Þór Þórðarson, forveri sinn í embætti, hefði verið á veg kominn með að einfalda leyfisveitingaferli sem hann sagði þunglamalegt og flókið. Sjálfur hefði hann nú hraðað þeirri vinnu mikið. Fyrirætlanir Jóhanns Páls um að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi væru afturför að mati Guðlaugs Þórs sem svaraði fyrir sig í sama þætti í morgun. Tvær rammaáætlanir væru tilbúnar í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og sú þriðja yrði tilbúin í vor. „Ef hann ætlar bara að leggja fram ramma á hverju þingi þá er hann að tefja ferlið. Það er alveg ljóst. Þinginu er ekkert að vanbúnaði að fá rammann til sín og taka afstöðu til þess,“ sagði Guðlaugur Þór sem lýsti áhyggjum af því að nýi ráðherrann ætlaði ekki að leggja fram tilbúin frumvörp sem ráðuneytið hefði lagt mikla vinnu í. Greiddu ekki atkvæði með því að rjúfa kyrrstöðu Sakaði Guðlaugur Þór ríkisstjórnarflokkana um hræðilega sögu í orkumálum. Þeir hefðu til að mynda ekki greitt atkvæði með rammaáætlun sem var samþykkt á Alþingi árið 2022. „Ef allir hefðu greitt atkvæði eins og stjórnarflokkarnir þá værum við ekki að byggja Hvammsvirkjun og við værum ekki að byggja Búrfellslund og það væri ekki búið að rjúfa þessa kyrrstöðu sem var gert á síðasta kjörtímabili í orkumálum,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfur sagðist Guðlaugur Þór hafa einfaldað regluverk þannig að virkjunaraðilar geti nú stækkað virkjanir sínar án þess að þurfa að fara í gegnum rammaáætlunarferlið. Jóhann Páll væri nú einnig í þeirri öfundsverðu stöðu að vera kominn með sameinaðar Orku- og Umhverfisstofnanir sem væru grunnur að því að einfalda stjórnsýsluna. „Aðalatriðið er framtíðin og nútíðin. Það dugar ekki að segja: ég ætla að setja kraft í orkumálinn og setja ekki fram ramma sem er tilbúinn,“ sagði hann. Spurður að því hvort að ekki væri eðlilegt að nýr ráðherra vildi setja mark sitt á mál frekar en að taka beint upp þau sem aðrir hefðu unnið sagði Guðlaugur Þór að hann hefði sjálfur nýtt sér rammaáætlun sem var tilbúin í ráðuneytinu þegar hann tók við því. „Átti ég að fresta málum um marga mánuði eða jafnvel ár af því að ég vildi eitthvað fikta í þessu. Ég setti þetta inn í þingið vegna þess að þetta snýst ekki um persónur,“ sagði Guðlaugur Þór. Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Jóhann Páll boðaði að hann ætlaði að leggja fram nýja rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta á hverju þingi á kjörtímabilinu í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Furðaði hann sig á því hversu skammt Guðlaugur Þór Þórðarson, forveri sinn í embætti, hefði verið á veg kominn með að einfalda leyfisveitingaferli sem hann sagði þunglamalegt og flókið. Sjálfur hefði hann nú hraðað þeirri vinnu mikið. Fyrirætlanir Jóhanns Páls um að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi væru afturför að mati Guðlaugs Þórs sem svaraði fyrir sig í sama þætti í morgun. Tvær rammaáætlanir væru tilbúnar í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og sú þriðja yrði tilbúin í vor. „Ef hann ætlar bara að leggja fram ramma á hverju þingi þá er hann að tefja ferlið. Það er alveg ljóst. Þinginu er ekkert að vanbúnaði að fá rammann til sín og taka afstöðu til þess,“ sagði Guðlaugur Þór sem lýsti áhyggjum af því að nýi ráðherrann ætlaði ekki að leggja fram tilbúin frumvörp sem ráðuneytið hefði lagt mikla vinnu í. Greiddu ekki atkvæði með því að rjúfa kyrrstöðu Sakaði Guðlaugur Þór ríkisstjórnarflokkana um hræðilega sögu í orkumálum. Þeir hefðu til að mynda ekki greitt atkvæði með rammaáætlun sem var samþykkt á Alþingi árið 2022. „Ef allir hefðu greitt atkvæði eins og stjórnarflokkarnir þá værum við ekki að byggja Hvammsvirkjun og við værum ekki að byggja Búrfellslund og það væri ekki búið að rjúfa þessa kyrrstöðu sem var gert á síðasta kjörtímabili í orkumálum,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfur sagðist Guðlaugur Þór hafa einfaldað regluverk þannig að virkjunaraðilar geti nú stækkað virkjanir sínar án þess að þurfa að fara í gegnum rammaáætlunarferlið. Jóhann Páll væri nú einnig í þeirri öfundsverðu stöðu að vera kominn með sameinaðar Orku- og Umhverfisstofnanir sem væru grunnur að því að einfalda stjórnsýsluna. „Aðalatriðið er framtíðin og nútíðin. Það dugar ekki að segja: ég ætla að setja kraft í orkumálinn og setja ekki fram ramma sem er tilbúinn,“ sagði hann. Spurður að því hvort að ekki væri eðlilegt að nýr ráðherra vildi setja mark sitt á mál frekar en að taka beint upp þau sem aðrir hefðu unnið sagði Guðlaugur Þór að hann hefði sjálfur nýtt sér rammaáætlun sem var tilbúin í ráðuneytinu þegar hann tók við því. „Átti ég að fresta málum um marga mánuði eða jafnvel ár af því að ég vildi eitthvað fikta í þessu. Ég setti þetta inn í þingið vegna þess að þetta snýst ekki um persónur,“ sagði Guðlaugur Þór.
Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira