Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 15:32 Þorbjörg Sigríður reynir nú allt hvað af tekur að finna einhver klæði sem duga til að bera á vopnin er víst er að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari er allt annað en ánægð með vararíkissaksóknarann Helga Magnús. vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Þorbjörg Sigríður segir, í samtali við fréttastofu, að hún hafi nú fundað með þeim báðum en sitt í hvoru lagi. „Já, það hefur aðeins hreyfst í þeim málum. Ég hef átt fundi með ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara, sitt í hvoru lagi til að ræða stöðu málsins.“ Verður að finnast lausn á þessum vanda Þorbjörg Sigríður sagði eftir fyrsta ríkisstjórnarfund ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu rétt að hún hefði fengið málið í fangið á fyrsta degi í ráðuneytinu. Þá hafði Helgi Magnús snúið aftur til starfa hjá embætti ríkissaksóknara en hann hafði verið í veikindaleyfi um margra vikna skeið. Þorbjörg Sigríður sagði þá bagalegt að þessi tvö gætu ekki starfað saman. „Það lá fyrir ákvörðun forvera míns í þessu máli. Í samhengi hlutanna er ekki langur tími liðinn en þetta mál er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir dómsmálaráðherra nú. Meginmarkmiðið það að kerfið virki og njóti trausts Spurð hvort hún meti það svo að hægt væri að ná niðurstöðu sem báðir aðilar gætu sætt sig við sagðist hún nú hafa hlustað á afstöðu beggja. „En stóra hagsmunamál almennings er að réttarkerfið virki. Við erum að horfa uppá það að ákæruvaldið, sem er veigamikill hlekkur í þeirri keðju sem réttarkerfið er, virki. Njóti trausts og sé starfhæft.“ Meginmarkmiðið væri að kerfið virkaði. Það væru þeir hagsmunirnir sem hún vildi fyrst og síðast verja í þessu máli. Fundirnir hefðu miðað að því að finna lausnir að teknu tilliti til þeirra. En snýst þetta mál ekki öðrum þræði um að ríkissaksóknari hafi vald yfir þeirri stofnun sem hún veitir forstöðu? „Jú, vitaskuld er það stórt atriði í málinu. Ákvörðun forvera míns, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, í málinu liggur fyrir um hverjar heimildir ríkissaksóknara voru til að áminna og annað í þeim efnum.“ Nú eru opinberir starfsmenn stundum færðir til í störfum sínum, er það eitthvað sem kemur til greina? „Ég er búin að hitta þau tvö og heyra þeirra sjónarmið. Markmið mitt er að kerfið fúnkeri og njóti trausts almennings og ég er vitaskuld ekki að fara að leysa úr því hér í viðtali við þig.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Dómsmál Viðreisn Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þorbjörg Sigríður segir, í samtali við fréttastofu, að hún hafi nú fundað með þeim báðum en sitt í hvoru lagi. „Já, það hefur aðeins hreyfst í þeim málum. Ég hef átt fundi með ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara, sitt í hvoru lagi til að ræða stöðu málsins.“ Verður að finnast lausn á þessum vanda Þorbjörg Sigríður sagði eftir fyrsta ríkisstjórnarfund ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu rétt að hún hefði fengið málið í fangið á fyrsta degi í ráðuneytinu. Þá hafði Helgi Magnús snúið aftur til starfa hjá embætti ríkissaksóknara en hann hafði verið í veikindaleyfi um margra vikna skeið. Þorbjörg Sigríður sagði þá bagalegt að þessi tvö gætu ekki starfað saman. „Það lá fyrir ákvörðun forvera míns í þessu máli. Í samhengi hlutanna er ekki langur tími liðinn en þetta mál er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir dómsmálaráðherra nú. Meginmarkmiðið það að kerfið virki og njóti trausts Spurð hvort hún meti það svo að hægt væri að ná niðurstöðu sem báðir aðilar gætu sætt sig við sagðist hún nú hafa hlustað á afstöðu beggja. „En stóra hagsmunamál almennings er að réttarkerfið virki. Við erum að horfa uppá það að ákæruvaldið, sem er veigamikill hlekkur í þeirri keðju sem réttarkerfið er, virki. Njóti trausts og sé starfhæft.“ Meginmarkmiðið væri að kerfið virkaði. Það væru þeir hagsmunirnir sem hún vildi fyrst og síðast verja í þessu máli. Fundirnir hefðu miðað að því að finna lausnir að teknu tilliti til þeirra. En snýst þetta mál ekki öðrum þræði um að ríkissaksóknari hafi vald yfir þeirri stofnun sem hún veitir forstöðu? „Jú, vitaskuld er það stórt atriði í málinu. Ákvörðun forvera míns, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, í málinu liggur fyrir um hverjar heimildir ríkissaksóknara voru til að áminna og annað í þeim efnum.“ Nú eru opinberir starfsmenn stundum færðir til í störfum sínum, er það eitthvað sem kemur til greina? „Ég er búin að hitta þau tvö og heyra þeirra sjónarmið. Markmið mitt er að kerfið fúnkeri og njóti trausts almennings og ég er vitaskuld ekki að fara að leysa úr því hér í viðtali við þig.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Dómsmál Viðreisn Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09
Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22