Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 15:50 Palestínumenn virða fyrir sér eftirmála loftárásar í Deir Al-Balah í morgun. AP/Abdel Kareem Hana Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en þar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Utanríkisráðuneyti Katar lýsti því yfir í morgun að samkomulag hefði aldrei verið nærri en nú. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir áðurnefnd drög en ísraelskur embættismaður segir viðræður enn yfirstandandi. Þá verður ísraelska þingið að samþykkja samkomulagið áður en það tekur gildi, verði það að endingu samþykkt af báðum sendinefndum. Þriggja áfanga friður Samkvæmt drögunum yrði friði komið á í þremur áföngum. Fyrst yrði 33 gíslum sleppt yfir sex vikna tímabil en þar yrði um að ræða konur, börn, særða borgara og eldra fólk. Fimm konur úr ísraelska hernum yrðu meðal þeirra. Ísraelar telja að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en að minnsta kosti þriðjungur þeirra sé látinn. Gert er ráð fyrir því að flestir þessara 33 gísla séu lifandi. Ísraelar myndu sleppa fimmtíu Palestínumönnum úr haldi í staðinn og þar á meðal þrjátíu vígamenn sem hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Á þessu sex vikna tímabili myndu ísraelskir hermenn hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar svo fólk gæti snúið aftur til sinna heima, standi heimili þeirra enn. Ísraelar myndu þó enn stjórna landamærum Gasa og Egyptalands. Þá yrði flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandinnar aukið til muna. Annar fasinn liggur enn ekki fyrir að fullu en viðræður um hann myndu halda áfram á meðan á þeim fyrsta stæði. Heimildarmaður AP frá Ísrael sagði að einhverjir ísraelskir hermenn yrðu áfram á Gasa og myndu ekki fara þaðan fyrr en síðasti gíslinn væri laus úr haldi. Á þessum öðrum fasa myndu Hamas-liðar sleppa öllum eftirlifandi gíslum í skiptum fyrir fleiri fanga í haldi Ísraela og það að ísraelskir hermenn færu alfarið frá Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas hafa sagt að síðustu gíslarnir verði ekki frelsaðir fyrr en árásum Ísraela verði hætt og hermenn farnir frá Gasa. Á þriðja fasa samkomulagsins yrðu síðustu gíslunum og líkum annarra skipt í skiptum fyrir þriggja til fimm ára enduruppbyggingu á Gasa, undir alþjóðlegu eftirliti. Þrýstingur frá Bandaríkjunum Erindrekar Hamas hafa kvartað yfir því að hafa nokkrum sinnum samþykkt sambærileg samkomulög áður. Þeim hafi svo verið hafnað af Ísraelum. Legið hefur fyrir frá því um helgina að mikill áfangi hafi náðst í viðræðunum og var meirihluti ráðherra í Ísrael sagður hlynntur því að semja. Þá hafa fregnir borist af því að sérstakur erindreki Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafi þrýst mjög á Netanjahú um helgina. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og um níutíu prósent 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru á vergangi. Þá standa þeir frammi fyrir mögulegri hungursneyð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Katar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en þar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Utanríkisráðuneyti Katar lýsti því yfir í morgun að samkomulag hefði aldrei verið nærri en nú. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir áðurnefnd drög en ísraelskur embættismaður segir viðræður enn yfirstandandi. Þá verður ísraelska þingið að samþykkja samkomulagið áður en það tekur gildi, verði það að endingu samþykkt af báðum sendinefndum. Þriggja áfanga friður Samkvæmt drögunum yrði friði komið á í þremur áföngum. Fyrst yrði 33 gíslum sleppt yfir sex vikna tímabil en þar yrði um að ræða konur, börn, særða borgara og eldra fólk. Fimm konur úr ísraelska hernum yrðu meðal þeirra. Ísraelar telja að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en að minnsta kosti þriðjungur þeirra sé látinn. Gert er ráð fyrir því að flestir þessara 33 gísla séu lifandi. Ísraelar myndu sleppa fimmtíu Palestínumönnum úr haldi í staðinn og þar á meðal þrjátíu vígamenn sem hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Á þessu sex vikna tímabili myndu ísraelskir hermenn hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar svo fólk gæti snúið aftur til sinna heima, standi heimili þeirra enn. Ísraelar myndu þó enn stjórna landamærum Gasa og Egyptalands. Þá yrði flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandinnar aukið til muna. Annar fasinn liggur enn ekki fyrir að fullu en viðræður um hann myndu halda áfram á meðan á þeim fyrsta stæði. Heimildarmaður AP frá Ísrael sagði að einhverjir ísraelskir hermenn yrðu áfram á Gasa og myndu ekki fara þaðan fyrr en síðasti gíslinn væri laus úr haldi. Á þessum öðrum fasa myndu Hamas-liðar sleppa öllum eftirlifandi gíslum í skiptum fyrir fleiri fanga í haldi Ísraela og það að ísraelskir hermenn færu alfarið frá Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas hafa sagt að síðustu gíslarnir verði ekki frelsaðir fyrr en árásum Ísraela verði hætt og hermenn farnir frá Gasa. Á þriðja fasa samkomulagsins yrðu síðustu gíslunum og líkum annarra skipt í skiptum fyrir þriggja til fimm ára enduruppbyggingu á Gasa, undir alþjóðlegu eftirliti. Þrýstingur frá Bandaríkjunum Erindrekar Hamas hafa kvartað yfir því að hafa nokkrum sinnum samþykkt sambærileg samkomulög áður. Þeim hafi svo verið hafnað af Ísraelum. Legið hefur fyrir frá því um helgina að mikill áfangi hafi náðst í viðræðunum og var meirihluti ráðherra í Ísrael sagður hlynntur því að semja. Þá hafa fregnir borist af því að sérstakur erindreki Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafi þrýst mjög á Netanjahú um helgina. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og um níutíu prósent 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru á vergangi. Þá standa þeir frammi fyrir mögulegri hungursneyð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Katar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira