Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 17:38 Þorvaldur segir að ef það skyldi gjósa væri ólíklegt að það hefði áhrif á flugumferð. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur telur að skjálftahrina í Bárðarbungu „deyi út í augnablikinu.“ Það sé ekki víst hvort að það hafi nokkurn tímann gosið þar síðan jökla leysti. „Ísland er byggt af eldgosum, alveg frá grunni,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi nýjustu vendingar í tengslum við Bárðarbungu en óvissustig er nú í gildi á svæðinu vegna öflugrar skjálftahrinu. „Það sem menn urðu varir við í morgun þetta, held ég, hafi staðið í þrjá eða fjóra tíma. Skjálftahrinan var á svona níu til fimm kílómetra dýpi og mjög sennilega tengist einhverjum kvikuhreyfingum á því dýpi,“ segir Þorvaldur. „En núna, síðast þegar ég athugaði, var hún alveg búin þessi skjálftahrina. Kannski búið í bili.“ Óvíst hvort áður hafi gosið í Bárðarbungu Þorvaldur segir ekki ljóst hvort að gosið hefði nokkurn tímann í Bárðarbungu síðan jökla leysti. „Við höfum enga vissu um það hvort að Bárðarbunga hafi gosið yfirhöfuð. Á meðan svo er þá getum við ekki verið að tala um að þetta sé öflugasta eldstöð landsins og fullyrt um það að gos komi úr Bárðarbungu,“ segir Þorvaldur. Þá hafa gjóskulög á svæðinu verið efnagreind og ályktað, þar sem að gjóskan líktist gjóskunni sem kom úr gosi í Veiðivötnum árið 1477, að sú gjóska sé úr Bárðarbungu. Þorvaldur segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er alveg hugsanlegt að hún hafi gosið en við erum ekki með nein gögn sem segja okkur það alveg skýrt og skorið að hún hafi gosið.“ Eldvirkasta svæði landsins „Mér finnst langlíklegast að þetta deyi út í augnablikinu,“ segir Þorvaldur, inntur eftir hvað hann sjálfur teldi að myndi gerast. „Við vitum að þetta er eitt eldvirkasta svæði landsins og þarna eru sennilega mestu líkur á eldgosi á landinu.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
„Ísland er byggt af eldgosum, alveg frá grunni,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi nýjustu vendingar í tengslum við Bárðarbungu en óvissustig er nú í gildi á svæðinu vegna öflugrar skjálftahrinu. „Það sem menn urðu varir við í morgun þetta, held ég, hafi staðið í þrjá eða fjóra tíma. Skjálftahrinan var á svona níu til fimm kílómetra dýpi og mjög sennilega tengist einhverjum kvikuhreyfingum á því dýpi,“ segir Þorvaldur. „En núna, síðast þegar ég athugaði, var hún alveg búin þessi skjálftahrina. Kannski búið í bili.“ Óvíst hvort áður hafi gosið í Bárðarbungu Þorvaldur segir ekki ljóst hvort að gosið hefði nokkurn tímann í Bárðarbungu síðan jökla leysti. „Við höfum enga vissu um það hvort að Bárðarbunga hafi gosið yfirhöfuð. Á meðan svo er þá getum við ekki verið að tala um að þetta sé öflugasta eldstöð landsins og fullyrt um það að gos komi úr Bárðarbungu,“ segir Þorvaldur. Þá hafa gjóskulög á svæðinu verið efnagreind og ályktað, þar sem að gjóskan líktist gjóskunni sem kom úr gosi í Veiðivötnum árið 1477, að sú gjóska sé úr Bárðarbungu. Þorvaldur segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er alveg hugsanlegt að hún hafi gosið en við erum ekki með nein gögn sem segja okkur það alveg skýrt og skorið að hún hafi gosið.“ Eldvirkasta svæði landsins „Mér finnst langlíklegast að þetta deyi út í augnablikinu,“ segir Þorvaldur, inntur eftir hvað hann sjálfur teldi að myndi gerast. „Við vitum að þetta er eitt eldvirkasta svæði landsins og þarna eru sennilega mestu líkur á eldgosi á landinu.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira