Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2025 09:15 Heiti Bandidos letrað á framgafall mótorhjóls. Samtökin eru virk víða um lönd með fjölda undirdeilda. Dönsk stjórnvöld ætla að sýna fram á að um ein skipulögð glæpasamtök sé að ræða. Vísir/Getty Réttarhöld hófust í Kaupmannahöfn í morgun þar sem saksóknarar fara fram á að dómari leysi upp mótorhjólagengið Bandidos. Lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi þess í fyrra. Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggist á því að stjórnarskrá Danmerkur heimili að samtök sem upphefji eða æsi til ofbeldis séu leyst upp. Meðlimir mótorhjólagengisins hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisbrota, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir. Gengi eins og Bandidos samanstanda af fjölda staðbundinna undirdeilda eða hópa. Danska ríkisútvarpið segir að saksóknarar þurfi að sýna fram á að Bandidos séu ein skipulögð samtök. Til þess muni þeir leggja fram fjölda skjala sem lögregla hefur lagt hald á við húsleit hjá glæpagenginu, þar á meðal samþykktir, fundargerðir og samstarfssamninga. Þá eru saksóknarar sagðir ætla að vísa til þess aragrúa sakadóma sem meðlimir gengisins hafi hlotið í gegnum tíðina til þess að sýna fram á að samtökin hafi glæpsamlegan tilgang þar sem ofbeldi er hluti af daglegri starfsemi. Lasse Boje, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar, þegar hann tilkynnti að starfsemi Bandidos hefði verið bönnuð tímabundið í maí 2024.Vísir/EPA Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi Bandidos með sömu rökum í maí. Starfsemi samtakanna og háttsemi félaga þeirra væru ógn við líf og öryggi borgaranna og allsherjarreglu. Bannið þýddi að bandítarnir máttu ekki nota félagsheimili sín, halda fundi eða bera merki samtakanna opinberlega. Danska deild Bandidos var stofnuð árið 1993. Ellefu manns féllu og hátt í hundrað særðust í stríði þeirra við annað mótorhjólagengi, Vítisengla, í allri Skandinavíu þremur árum síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttarhöldin nú eru sögð taka 38 daga og gæti niðurstaða legið fyrir í ágúst. Á meðal vitna sem eiga að koma fyrir dóminn eru félagar í Bandidos. Danmörk Erlend sakamál Bifhjól Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggist á því að stjórnarskrá Danmerkur heimili að samtök sem upphefji eða æsi til ofbeldis séu leyst upp. Meðlimir mótorhjólagengisins hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisbrota, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir. Gengi eins og Bandidos samanstanda af fjölda staðbundinna undirdeilda eða hópa. Danska ríkisútvarpið segir að saksóknarar þurfi að sýna fram á að Bandidos séu ein skipulögð samtök. Til þess muni þeir leggja fram fjölda skjala sem lögregla hefur lagt hald á við húsleit hjá glæpagenginu, þar á meðal samþykktir, fundargerðir og samstarfssamninga. Þá eru saksóknarar sagðir ætla að vísa til þess aragrúa sakadóma sem meðlimir gengisins hafi hlotið í gegnum tíðina til þess að sýna fram á að samtökin hafi glæpsamlegan tilgang þar sem ofbeldi er hluti af daglegri starfsemi. Lasse Boje, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar, þegar hann tilkynnti að starfsemi Bandidos hefði verið bönnuð tímabundið í maí 2024.Vísir/EPA Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi Bandidos með sömu rökum í maí. Starfsemi samtakanna og háttsemi félaga þeirra væru ógn við líf og öryggi borgaranna og allsherjarreglu. Bannið þýddi að bandítarnir máttu ekki nota félagsheimili sín, halda fundi eða bera merki samtakanna opinberlega. Danska deild Bandidos var stofnuð árið 1993. Ellefu manns féllu og hátt í hundrað særðust í stríði þeirra við annað mótorhjólagengi, Vítisengla, í allri Skandinavíu þremur árum síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttarhöldin nú eru sögð taka 38 daga og gæti niðurstaða legið fyrir í ágúst. Á meðal vitna sem eiga að koma fyrir dóminn eru félagar í Bandidos.
Danmörk Erlend sakamál Bifhjól Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira