Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Árni Sæberg skrifar 15. janúar 2025 10:24 Þessi mynd er frá því áður en brúin féll alveg. Skjáskot/Heiða Dís Fjeldsted Brúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði er fallin í talsverðum vatnavöxtum. Brúin var reist árið 2023 í kjölfar þess að eldri brú skemmdist í vatnavöxtum. Heimamenn á svæðinu gagnrýndu smíði brúarinnar á sínum tíma og töldu víst að hún myndi ekki endast. Þetta segir Heiða Dís Fjeldsted, reiðkennari og íbúi í Ferjukoti, í samtali við Vísi. Hún segir að brúin hafi fallið með talsverðum krafti í morgun. Á vef Vegagerðarinnar segir að vatn flæði yfir Hvítárvallaveg og brúin sé ófær á meðan á vatnavöxtunum stendur. Kristín Jónsdóttir, ljósmyndari frá Hálsum í Borgarfirði, dreif sig á vettvang í morgun og náði myndskeiðinu hér að neðan af því þegar brúin féll endanlega: Tæplega tveggja ára bráðabirgðabrú Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar frá 9. júní árið 2023 sagði bráðabirgðabrú yfir Ferjukotssíki yrði að öllum líkindum opnuð í lok þess mánaðar. Forsagan væri sú að styttri brúin á Ferjukotssíki í Borgarfirði hafi skemmst í vatnavöxtunum í Hvítá í mars 2023. Hún hafi verið talin hættuleg og því ákveðið að rífa hana og fylla í skarðið. Lengri brúin, á öðrum ál Ferjukotssíkis, hafi einnig verið illa farin og því ákveðið að rífa hana og byggja bráðabirgðabrú. Lengi erfiðar í viðhaldi Síkisbrýrnar væru á gamla þjóðveginum um Hvítá og Ferjukot sem haldist hafi nánast óbreyttur frá því um 1950 en umferð um veginn hafi minnkað mikið eftir tilkomu Borgarfjarðarbrúarinnar. Þó væri mikilvægt að halda þessari leið opinni þar sem hún væri tenging innan sveitar og að gömlu fallegu bogabrúnni yfir Hvítá. „Síkisbrýrnar hafa lengi verið erfiðar í viðhaldi þar sem vegurinn að brúnum og milli þeirra hefur sigið töluvert. Í raun er nauðsynlegt að byggja nýja brú á þessum stað en ekki er til fjárveiting fyrir því enn.“ Því hafi verið ákveðið að reisa einbreiða bráðabirgðabrú úr stáli, með timburgólfi og á timburstaurum. Heiða Dís segir að heimamenn hafi mótmælt þeirri ákvörðun hressilega á sínum tíma, enda hafi þeir vitað að brúin myndi ekki þola tíða vatnavexti í Hvítánni. Rigna hafi farið af alvöru í gær og þau í Ferjukoti séu að verða umflotin. Vatnavextirnir séu þó alls ekki þeir mestu sem hún hafi séð. Umferð Borgarbyggð Samgönguslys Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þetta segir Heiða Dís Fjeldsted, reiðkennari og íbúi í Ferjukoti, í samtali við Vísi. Hún segir að brúin hafi fallið með talsverðum krafti í morgun. Á vef Vegagerðarinnar segir að vatn flæði yfir Hvítárvallaveg og brúin sé ófær á meðan á vatnavöxtunum stendur. Kristín Jónsdóttir, ljósmyndari frá Hálsum í Borgarfirði, dreif sig á vettvang í morgun og náði myndskeiðinu hér að neðan af því þegar brúin féll endanlega: Tæplega tveggja ára bráðabirgðabrú Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar frá 9. júní árið 2023 sagði bráðabirgðabrú yfir Ferjukotssíki yrði að öllum líkindum opnuð í lok þess mánaðar. Forsagan væri sú að styttri brúin á Ferjukotssíki í Borgarfirði hafi skemmst í vatnavöxtunum í Hvítá í mars 2023. Hún hafi verið talin hættuleg og því ákveðið að rífa hana og fylla í skarðið. Lengri brúin, á öðrum ál Ferjukotssíkis, hafi einnig verið illa farin og því ákveðið að rífa hana og byggja bráðabirgðabrú. Lengi erfiðar í viðhaldi Síkisbrýrnar væru á gamla þjóðveginum um Hvítá og Ferjukot sem haldist hafi nánast óbreyttur frá því um 1950 en umferð um veginn hafi minnkað mikið eftir tilkomu Borgarfjarðarbrúarinnar. Þó væri mikilvægt að halda þessari leið opinni þar sem hún væri tenging innan sveitar og að gömlu fallegu bogabrúnni yfir Hvítá. „Síkisbrýrnar hafa lengi verið erfiðar í viðhaldi þar sem vegurinn að brúnum og milli þeirra hefur sigið töluvert. Í raun er nauðsynlegt að byggja nýja brú á þessum stað en ekki er til fjárveiting fyrir því enn.“ Því hafi verið ákveðið að reisa einbreiða bráðabirgðabrú úr stáli, með timburgólfi og á timburstaurum. Heiða Dís segir að heimamenn hafi mótmælt þeirri ákvörðun hressilega á sínum tíma, enda hafi þeir vitað að brúin myndi ekki þola tíða vatnavexti í Hvítánni. Rigna hafi farið af alvöru í gær og þau í Ferjukoti séu að verða umflotin. Vatnavextirnir séu þó alls ekki þeir mestu sem hún hafi séð.
Umferð Borgarbyggð Samgönguslys Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira