Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 11:44 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Póllandi þar sem hann hefur átt í viðræðum við Donald Tusk, forsætisráðherra. AP/Czarek Sokolowski Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði hana hafa verið umfangsmikla og benti á að nú væri hávetur og að skotmörk Rússa væru þau sömu og áður. Orkuinnviðir. „Meðal skotmarka þeirra voru gas og orkuinnviðir sem viðhalda eðlilegu lífi okkar fólks,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að orkukerfið væri enn standandi, ef svo má segja, en sagði mikilvægt að styrkja loftvarnir Úkraínu. Það hefur verið í forgangi í Kænugarði um langt skeið. Selenskí sagði að Úkraína ætti enn eftir að fá loftvarnarkerfi sem þeim hefði verið lofað. Þá væru yfirstandandi viðræður um leyfi til að framleiða þessi kerfi og flugskeyti í þau í Úkraínu. „Þetta er bæði raunhæft og nauðsynlegt að fá í gegn.“ Another massive Russian attack. It's the middle of winter, and the target for the Russians remains unchanged: our energy infrastructure. Among their objectives were gas and energy facilities that sustain normal life for our people. Over 40 missiles were launched in this attack,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 15, 2025 Herforingjaráð Úkraínu segir að þrjátíu eldflaugar hafi verið skotnar niður og 47 drónar. Úkraínumenn gerðu í fyrrinótt umfangsmiklar árásir í nokkrum héruðum Rússlands. Úkraínumenn nota að mestu jarðgas til að hita heimili sín og til að elda mat. Stærstu gasgeymslur ríkisins eru í vesturhluta landsins en Reuters hefur eftir ríkisstjóra Lviv að árásin hafi valdið skaða á orkuinnviðum þar. Rússar hafa gert tíðar árásir á orkuinnviði Úkraínu um langt skeið. Þær hafa dregið verulega úr orkuframleiðslu í ríkinu og er rafmagnsleysi algengt víðsvegar um landið. Reynt hefur verið að bæta fyrir framleiðsluskortinn með ljósavélum, sólarsellum og öðrum leiðum og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ hafa ekki fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði hana hafa verið umfangsmikla og benti á að nú væri hávetur og að skotmörk Rússa væru þau sömu og áður. Orkuinnviðir. „Meðal skotmarka þeirra voru gas og orkuinnviðir sem viðhalda eðlilegu lífi okkar fólks,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að orkukerfið væri enn standandi, ef svo má segja, en sagði mikilvægt að styrkja loftvarnir Úkraínu. Það hefur verið í forgangi í Kænugarði um langt skeið. Selenskí sagði að Úkraína ætti enn eftir að fá loftvarnarkerfi sem þeim hefði verið lofað. Þá væru yfirstandandi viðræður um leyfi til að framleiða þessi kerfi og flugskeyti í þau í Úkraínu. „Þetta er bæði raunhæft og nauðsynlegt að fá í gegn.“ Another massive Russian attack. It's the middle of winter, and the target for the Russians remains unchanged: our energy infrastructure. Among their objectives were gas and energy facilities that sustain normal life for our people. Over 40 missiles were launched in this attack,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 15, 2025 Herforingjaráð Úkraínu segir að þrjátíu eldflaugar hafi verið skotnar niður og 47 drónar. Úkraínumenn gerðu í fyrrinótt umfangsmiklar árásir í nokkrum héruðum Rússlands. Úkraínumenn nota að mestu jarðgas til að hita heimili sín og til að elda mat. Stærstu gasgeymslur ríkisins eru í vesturhluta landsins en Reuters hefur eftir ríkisstjóra Lviv að árásin hafi valdið skaða á orkuinnviðum þar. Rússar hafa gert tíðar árásir á orkuinnviði Úkraínu um langt skeið. Þær hafa dregið verulega úr orkuframleiðslu í ríkinu og er rafmagnsleysi algengt víðsvegar um landið. Reynt hefur verið að bæta fyrir framleiðsluskortinn með ljósavélum, sólarsellum og öðrum leiðum og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ hafa ekki fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31