Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2025 13:41 Justin Baldoni virðist telja að persónan hafi verið byggð á honum. Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Eins og fram hefur komið eiga þau Justin Baldoni og Blake Lively í harðvítugum deilum vegna meints hátternis Baldoni á setti kvikmyndarinnar It ends with us. Variety greinir frá því að nú hafi Kevin Feige forseta Marvel, Bob Iger forstjóra Disney og Tim Miller leikstjóra myndarinnar borist bréf frá lögmönnum Baldoni. Ryan Reynolds eiginmaður Blake Lively fer eins og flestir vita með aðalhlutverkið í Deadpool. Variety segir lögmann Baldoni telja að persónan „Nicepool“ hafi verið byggð á Baldoni. Með henni hafi Baldoni verið hafður að háði og spotti en um er að ræða vitlausari en um leið almennilegri útgáfu af hinum alræmda hrotta Deadpool. Hlýtur hrottaleg örlög Í myndinni, þar sem persónur brjóta gjarnan fjórða vegginn, gerir Nicepool meðal annars athugasemdir við verklag á setti myndarinnar. Hann spyr hvar nándarfulltrúi sé á settinu, það er sá sem á að fylgjast með því að fólki í mögulegum kynferðislegum aðstæðum líði vel. Þá hrósar Nicepool kvenkyns Deadpool, Ladypool sem leikin er af Blake Lively fyrir að hafa komið sér aftur í gott form eftir barnsburð. Að lokum hlýtur persónan einkar ofbeldisfullan dauðdaga og leggur ofurhetjan Deadpool sig í raun fram um að tryggja að svo verði. Lögmenn Baldoni virðast þess fullvissir um að um skot gegn honum sé að ræða. Lively hefur áður tilkynnt að hún undirbúi nú lögsókn gegn Baldoni fyrir meint kynferðislegt áreiti á tökustað. Hún sakar hann auk þess um að hafa lagt í óprúttna áróðursherferð gegn henni í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar og grafa undan trúverðugleika hennar ef ske kynni að hún myndi gera ásakanir sínar opinberar. Fram kemur í frétt Variety að Marvel og Disney vilji ekki tjá sig um bréf lögmanns Baldoni. Ekki heldur lögmenn hjónanna. Í bréfinu fer lögmaðurinn fram á að öllum gögnum um samskipti vegna persónunnar og söguþráð myndarinnar verði varðveitt. Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Eins og fram hefur komið eiga þau Justin Baldoni og Blake Lively í harðvítugum deilum vegna meints hátternis Baldoni á setti kvikmyndarinnar It ends with us. Variety greinir frá því að nú hafi Kevin Feige forseta Marvel, Bob Iger forstjóra Disney og Tim Miller leikstjóra myndarinnar borist bréf frá lögmönnum Baldoni. Ryan Reynolds eiginmaður Blake Lively fer eins og flestir vita með aðalhlutverkið í Deadpool. Variety segir lögmann Baldoni telja að persónan „Nicepool“ hafi verið byggð á Baldoni. Með henni hafi Baldoni verið hafður að háði og spotti en um er að ræða vitlausari en um leið almennilegri útgáfu af hinum alræmda hrotta Deadpool. Hlýtur hrottaleg örlög Í myndinni, þar sem persónur brjóta gjarnan fjórða vegginn, gerir Nicepool meðal annars athugasemdir við verklag á setti myndarinnar. Hann spyr hvar nándarfulltrúi sé á settinu, það er sá sem á að fylgjast með því að fólki í mögulegum kynferðislegum aðstæðum líði vel. Þá hrósar Nicepool kvenkyns Deadpool, Ladypool sem leikin er af Blake Lively fyrir að hafa komið sér aftur í gott form eftir barnsburð. Að lokum hlýtur persónan einkar ofbeldisfullan dauðdaga og leggur ofurhetjan Deadpool sig í raun fram um að tryggja að svo verði. Lögmenn Baldoni virðast þess fullvissir um að um skot gegn honum sé að ræða. Lively hefur áður tilkynnt að hún undirbúi nú lögsókn gegn Baldoni fyrir meint kynferðislegt áreiti á tökustað. Hún sakar hann auk þess um að hafa lagt í óprúttna áróðursherferð gegn henni í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar og grafa undan trúverðugleika hennar ef ske kynni að hún myndi gera ásakanir sínar opinberar. Fram kemur í frétt Variety að Marvel og Disney vilji ekki tjá sig um bréf lögmanns Baldoni. Ekki heldur lögmenn hjónanna. Í bréfinu fer lögmaðurinn fram á að öllum gögnum um samskipti vegna persónunnar og söguþráð myndarinnar verði varðveitt.
Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira