Það var umboðsmaður Nolan sem greindi frá andlátinu í morgun, en söngkonan hafði glímt við krabbamein um árabil.
Nolan sló í gegn með sveitinni The Nolans sem stofnuð var í Blackpool árið 1974. Sveitin hét upphaflega The Nolan Sisters, en breytti nafni sveitarinnar í The Nolans árið 1980.
Meðal smella sveitarinnar voru I‘m in the Mood for Dancing, Gotta Pull Myself Together, Who's Gonna Rock You, Attention to Me og Chemistry.
Auk þess að starfa sem söngkona starfaði Linda Nolan sem leikkona og sjónvarpskona.
Þegar sveitin var stofnuð voru foreldrar Nolan og sjö af átta börnum þeirra í sveitinni.