„Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2025 21:23 Þetta var erfitt kvöld fyrir Aron Kristjánsson og lærisveina hans í bareinska landsliðinu. Getty/TF-Images Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Króatía var komið átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og vann leikinn á endanum með fjórtán marka mun, 36-22. „Þetta var mjög erfitt og við vissum það svo sem að þetta yrði erfitt hérna. Góð stemmning og Króatar með mjög gott lið. Mér fannst við líka gera okkur þetta erfitt fyrir,“ sagði Aron Kristjánsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Við vorum að klikka mikið á markvörðinn í fyrri hálfleik og henda boltanum frá okkur. Við hefðum átt að vera minna undir eftir fyrri hálfleikinn því mér fannst varnarleikurinn okkar vera nokkuð góður,“ sagði Aron. „Við vorum að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur, með hraðri miðju og menn voru orðnir þreyttir. Við misstum líka út okkar tvo aðallleikmenn í sókninni,“ sagði Aron. „Við erum búnir að vera í svolitlu brasi með mannskapinn og það heldur bara áfram,“ sagði Aron. Hann var ekki með örvhenta skyttu í kvöld. „Nei ég er ekki með örvhenta skyttu og það vantar mjög marga leikmenn þegar við förum inn i mótið. Það er brekka og menn vilja líka yngja upp liðið. Það er því mikið af ungum strákum og rosalega mikil reynsla fyrir þá að fá svona leiki,“ sagði Aron. „Ég sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun þegar tempóið er orðið mikið. Vonandi að menn læra bara á því,“ sagði Aron. „Þetta er búið að vera ótrúlegur undirbúningur, endalaus ferðalög hingað og þangað. Ég vil ekki vera að tjá mig um það. Ég ætla að bíða með það þar til eftir mót,“ sagði Aron. Hvaða væntingar gerir hann til mótsins? „Væntingarnar hjá okkur var að reyna að sjá hvort við gætum safnað vopnum hérna og bætt okkur leik eftir leik. Að vera klárir á móti Argentínu og reyna að vinna þann leik,“ sagði Aron. „Þetta var mjög slæmur leikur fyrir okkur út af því að við missum tvo mjög góða sóknarmenn út. Annar þeirra var að koma til baka. Við höldum samt ótrauðir áfram og reynum að byggja okkur upp þannig að við séum tilbúnir á móti Argentínu,“ sagði Aron. Klippa: Aron eftir tapið gegn Króatíu HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Króatía var komið átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og vann leikinn á endanum með fjórtán marka mun, 36-22. „Þetta var mjög erfitt og við vissum það svo sem að þetta yrði erfitt hérna. Góð stemmning og Króatar með mjög gott lið. Mér fannst við líka gera okkur þetta erfitt fyrir,“ sagði Aron Kristjánsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Við vorum að klikka mikið á markvörðinn í fyrri hálfleik og henda boltanum frá okkur. Við hefðum átt að vera minna undir eftir fyrri hálfleikinn því mér fannst varnarleikurinn okkar vera nokkuð góður,“ sagði Aron. „Við vorum að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur, með hraðri miðju og menn voru orðnir þreyttir. Við misstum líka út okkar tvo aðallleikmenn í sókninni,“ sagði Aron. „Við erum búnir að vera í svolitlu brasi með mannskapinn og það heldur bara áfram,“ sagði Aron. Hann var ekki með örvhenta skyttu í kvöld. „Nei ég er ekki með örvhenta skyttu og það vantar mjög marga leikmenn þegar við förum inn i mótið. Það er brekka og menn vilja líka yngja upp liðið. Það er því mikið af ungum strákum og rosalega mikil reynsla fyrir þá að fá svona leiki,“ sagði Aron. „Ég sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun þegar tempóið er orðið mikið. Vonandi að menn læra bara á því,“ sagði Aron. „Þetta er búið að vera ótrúlegur undirbúningur, endalaus ferðalög hingað og þangað. Ég vil ekki vera að tjá mig um það. Ég ætla að bíða með það þar til eftir mót,“ sagði Aron. Hvaða væntingar gerir hann til mótsins? „Væntingarnar hjá okkur var að reyna að sjá hvort við gætum safnað vopnum hérna og bætt okkur leik eftir leik. Að vera klárir á móti Argentínu og reyna að vinna þann leik,“ sagði Aron. „Þetta var mjög slæmur leikur fyrir okkur út af því að við missum tvo mjög góða sóknarmenn út. Annar þeirra var að koma til baka. Við höldum samt ótrauðir áfram og reynum að byggja okkur upp þannig að við séum tilbúnir á móti Argentínu,“ sagði Aron. Klippa: Aron eftir tapið gegn Króatíu
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða