Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2025 11:18 SÁS hvetja til þess að fólk sem leggst gegn rekstri Háskóla Íslands á spilakössum bjóði sig fram til rektors. Vísir/Vilhelm Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁS, vegna rektorskjörs sem fram fer í Háskóla Íslands í apríl, en framboðsfrestur er til loka janúar. Þar segir að áskorun samtakanna sé tvíþætt: „1) Samtökin hvetja til framboðs einstaklinga sem afdráttarlaust eru þeirrar skoðunar að Háskóli Íslands eigi að hætta að reiða sig á fjármuni aflað er á kostnað spilafíkla með rekstri spilakassa. 2) Kennarar, aðrir starfsmenn og nemendur á kjörskrá eru hvattir til að kynna sér hug frambjóðenda til þeirrar staðreyndar að Háskóli Íslands rekur spilavíti sem óvéfengjanlega hafa lagt líf einstaklinga og fjölskyldna í rúst.“ Munu ganga á frambjóðendur Forsvarsmenn samtakanna segja að gengið verði eftir svörum frá frambjóðendum um afstöðu þeirra til málsins. Samtökin segja þá fjölda starfsmanna og nemenda við Háskóla Íslands hafa hvatt til þess að látið verði af „þessari ósiðlegu starfsemi“. Nefnd á vegum háskólans hafi nýlega komist að afgerandi niðurstöðu um að breytingu verði að gera á starfseminni strax, en þeirri niðurstöðu „virðist hafa verið stungið undir stól“. „Illa fengið fé“ renni til háskólans „Þá má einnig minna á að yfirgripsmikil skoðanakönnun á vegum Gallup fyrir nokkrum misserum gaf til kynna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar væri andvígur rekstri spilakassa og spilavíta og vill að þeim verði lokað,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða könnun frá árinu 2020 sem gerð var eftir að spilakassar voru opnaðir á nýjan leik, eftir að hafa verið lokaðir vegna Covid-faraldursins. Þá segir í niðurlagi tilkynningarinnar að ætla mætti að æðsta menntastofnun þjóðarinnar sæi sóma sinn í því að láta af rekstri spilakassa „sem færir henni illa fengið fé auk þess að hafa milligöngu um að greiddar séu háar upphæðir til erlendra spilavítisfyrirtækja sem leigja Happdrætti Háskóla Íslands vélarnar“. Háskólar Fjárhættuspil Skóla- og menntamál Fíkn Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁS, vegna rektorskjörs sem fram fer í Háskóla Íslands í apríl, en framboðsfrestur er til loka janúar. Þar segir að áskorun samtakanna sé tvíþætt: „1) Samtökin hvetja til framboðs einstaklinga sem afdráttarlaust eru þeirrar skoðunar að Háskóli Íslands eigi að hætta að reiða sig á fjármuni aflað er á kostnað spilafíkla með rekstri spilakassa. 2) Kennarar, aðrir starfsmenn og nemendur á kjörskrá eru hvattir til að kynna sér hug frambjóðenda til þeirrar staðreyndar að Háskóli Íslands rekur spilavíti sem óvéfengjanlega hafa lagt líf einstaklinga og fjölskyldna í rúst.“ Munu ganga á frambjóðendur Forsvarsmenn samtakanna segja að gengið verði eftir svörum frá frambjóðendum um afstöðu þeirra til málsins. Samtökin segja þá fjölda starfsmanna og nemenda við Háskóla Íslands hafa hvatt til þess að látið verði af „þessari ósiðlegu starfsemi“. Nefnd á vegum háskólans hafi nýlega komist að afgerandi niðurstöðu um að breytingu verði að gera á starfseminni strax, en þeirri niðurstöðu „virðist hafa verið stungið undir stól“. „Illa fengið fé“ renni til háskólans „Þá má einnig minna á að yfirgripsmikil skoðanakönnun á vegum Gallup fyrir nokkrum misserum gaf til kynna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar væri andvígur rekstri spilakassa og spilavíta og vill að þeim verði lokað,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða könnun frá árinu 2020 sem gerð var eftir að spilakassar voru opnaðir á nýjan leik, eftir að hafa verið lokaðir vegna Covid-faraldursins. Þá segir í niðurlagi tilkynningarinnar að ætla mætti að æðsta menntastofnun þjóðarinnar sæi sóma sinn í því að láta af rekstri spilakassa „sem færir henni illa fengið fé auk þess að hafa milligöngu um að greiddar séu háar upphæðir til erlendra spilavítisfyrirtækja sem leigja Happdrætti Háskóla Íslands vélarnar“.
Háskólar Fjárhættuspil Skóla- og menntamál Fíkn Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira
Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02
Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56