Leik lokið: Höttur - Grinda­vík 63-64 | Kane með sigurkörfuna í miklum spennu­leik

Gunnar Gunnarsson skrifar
Deandre Kane tryggði Grindvíkingum sigurinn í kvöld.
Deandre Kane tryggði Grindvíkingum sigurinn í kvöld. Vísir/Anton Brink

Grindvíkingar sóttu tvö stig austur á Egilsstaði eftir eins stigs sigur á heimamönnum í Hetti, 64-63. Það var ekkert gefið eftir í þessum miklum baráttuleik og varnirnar í aðalhlutverki.

Deandre Kane skoraði síðustu körfu leiksins og tryggði Grindavík sigurinn en ekkert var skorað síðustu tvær mínútur leiksins. Hattarmenn fengu færi undir lokin en tókst ekki að tryggja sér sigurinn.

Þetta var fjórða tap Hattarliðsins á heimavelli og liðið er áfram í fallsætinu.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira