Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2025 15:47 Leifur Steinn Árnason og Maté Dalmay tókust á um LeBron James í Lögmáli leiksins. stöð 2 sport Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. Í Lögmáli kvöldsins voru sérfræðingarnir beðnir um að koma með eina stóra fullyrðingu, svokölluð ofviðbrögð. Og óhætt er að segja að fullyrðing Maté hafi vakið mikil viðbrögð. Maté sagði nefnilega að LeBron væri að eyðileggja Los Angeles Lakers og hefði átt að hætta, helst í fyrra. „LeBron, þessi síðustu 2-3 ár eru eins og ef Jordan hefði tekið fjögur ár í Washington Wizards og allt hefði snúist um að hann ætti að taka boltann, taka eitt afturábak stökkskot í viðbót, bæta eitt helvítis metið í viðbót, koma syni sínum í þetta lið. Ég þekki fullt af Lakers-mönnum; þetta er orðið ógeðslega þreytt. Þeir ná ekki einum góðum leikmanni inn í þetta lið,“ sagði Maté. „Þú getur alltaf sagt að hann tók einn titil en eftir þann titil hefði hann átt að hætta; hleypa einhverjum öðrum að og byrja að byggja liðið á einhverjum öðrum. Eina sem er spennandi að ræða við Lakers er: Þetta er 157.000. stoðsending hjá leikmanni yfir 41 árs. Þetta eru bara vörður eftir vörður sem öllum er drullusama um,“ bætti Maté við. Klippa: Lögmál leiksins - Ofviðbrögð um LeBron Þá var röðin komin að Leifi að svara fyrir sinn mann. „Hann er enn einn af tíu bestu leikmönnum í NBA,“ sagði Leifur. „Hvað ertu að tala um? Viltu að hann hætti? Þetta er ekki Jordan í Wizards. Ertu að grínast? Þetta er enn einn besti leikmaður í heimi. Hann vann Ólympíuleikana nánast upp á sitt einsdæmi.“ Þá var komið að Maté að hneykslast. „Vann Ólympíuleikana upp á sitt einsdæmi? Ólympíuleikarnir; bandaríska án LeBrons, enginn leikur hefði verið leikur. Þeir hefðu valtað yfir alla ef þeir hefðu spilað eðlilega,“ sagði Leifur. Innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2. NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Sjá meira
Í Lögmáli kvöldsins voru sérfræðingarnir beðnir um að koma með eina stóra fullyrðingu, svokölluð ofviðbrögð. Og óhætt er að segja að fullyrðing Maté hafi vakið mikil viðbrögð. Maté sagði nefnilega að LeBron væri að eyðileggja Los Angeles Lakers og hefði átt að hætta, helst í fyrra. „LeBron, þessi síðustu 2-3 ár eru eins og ef Jordan hefði tekið fjögur ár í Washington Wizards og allt hefði snúist um að hann ætti að taka boltann, taka eitt afturábak stökkskot í viðbót, bæta eitt helvítis metið í viðbót, koma syni sínum í þetta lið. Ég þekki fullt af Lakers-mönnum; þetta er orðið ógeðslega þreytt. Þeir ná ekki einum góðum leikmanni inn í þetta lið,“ sagði Maté. „Þú getur alltaf sagt að hann tók einn titil en eftir þann titil hefði hann átt að hætta; hleypa einhverjum öðrum að og byrja að byggja liðið á einhverjum öðrum. Eina sem er spennandi að ræða við Lakers er: Þetta er 157.000. stoðsending hjá leikmanni yfir 41 árs. Þetta eru bara vörður eftir vörður sem öllum er drullusama um,“ bætti Maté við. Klippa: Lögmál leiksins - Ofviðbrögð um LeBron Þá var röðin komin að Leifi að svara fyrir sinn mann. „Hann er enn einn af tíu bestu leikmönnum í NBA,“ sagði Leifur. „Hvað ertu að tala um? Viltu að hann hætti? Þetta er ekki Jordan í Wizards. Ertu að grínast? Þetta er enn einn besti leikmaður í heimi. Hann vann Ólympíuleikana nánast upp á sitt einsdæmi.“ Þá var komið að Maté að hneykslast. „Vann Ólympíuleikana upp á sitt einsdæmi? Ólympíuleikarnir; bandaríska án LeBrons, enginn leikur hefði verið leikur. Þeir hefðu valtað yfir alla ef þeir hefðu spilað eðlilega,“ sagði Leifur. Innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti