Breska sendiráðið hélt forsýninguna í samstarfi við Smárabíó en myndin verður frumsýnd í dag, þann 16. janúar. Í myndinni snýr Paddington aftur á heimaslóðir sínar í Perú til að heimsækja frænkuna Lucy. Með honum í för er Brown-fjölskyldan sem hann hefur búið með frá því hann kom til Bretlands sem lítill bjarnarhúnn.
Fyrir myndina hélt sendiherra Breta á Íslandi, Dr Bryony Mathew, stutta ræðu þar sem hún sagði frá því hvað Paddington ætti stóran þátt í menningarsögu Bretlands og sýndi gestum svo sinn eigin Paddington bangsa sem hún fékk sem barn og er því orðinn yfir 40 ára gamall.
Meðal gesta var Júlía Hamman sem talar fyrir Lucy frænku, tengiliðir sendiráðsins úr pólitík, viðskiptalífinu og áhrifavaldar sem tóku börn sín með sér og skemmtu gestir sér konunglega yfir myndinni.














