Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 15:43 Alvöru reynsluboltar vilja aftur í Eurovision fyrir hönd Noregs. Sléttum fjörutíu árum eftir að þau komu, sáu og sigruðu Eurovision söngvakeppnina með La de swinge! stefnir hljómsveitin á endurkomu í keppnina. Sveitin ætlar að taka þátt í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix en athygli vekur að þar er einnig að finna hljómsveitina Wig Wam sem keppti fyrir hönd Noregs í keppninni árið 2005 og sló í gegn hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun norska miðilsins VG. Þar kemur fram að tvíeykið, hin 66 ára gamla Elisabeth Andreassen og hinn 68 ára gamla Hanne Krogh hafi aldrei verið sprækari og verði meðal fimm keppenda í norsku undankeppninni. Upphaflega áttu þeir að vera sjö áður en tveir drógu sig til baka. Bobbysocks mæta í undankeppnina með lagið Joyful. Þær segja í samtali við norska miðilinn að það hafi aldrei verið betri tími en nú til að taka aftur þátt í keppninni, enda rosaleg tímamót í ár. Þær stöllur sigruðu keppnina árið 1985. Slógu í gegn í Vetrargarðinum Síðan þá hafa þær farið mikinn í norska tónlistarheiminum í sitthvoru lagi. Þær sáu ekki fram á að taka einhvern tímann aftur þátt í keppninni, þar til þær áttuðu sig á því að í ár væri afmælisár og slétt fjörutíu ár síðan þær sigruðu keppnina. Listi yfir keppendur var birtur í dag í norskum miðlum. Þar vekur mesta athygli fyrir utan stórtíðindin af Bobbysocks að glamrokkararnir í Wig Wam mæta aftur til leiks í keppnina. Sveitin fagnar tuttugu ára afmæli í ár en hún tók þátt með lagið In my dreams árið 2005. Lagið naut mikilla vinsælda hér á landi og slógu rokkararnir í gegn í Vetrargarðinum í Smáralind sumarið eftir þegar þeir sóttu klakann heim. Noregur Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun norska miðilsins VG. Þar kemur fram að tvíeykið, hin 66 ára gamla Elisabeth Andreassen og hinn 68 ára gamla Hanne Krogh hafi aldrei verið sprækari og verði meðal fimm keppenda í norsku undankeppninni. Upphaflega áttu þeir að vera sjö áður en tveir drógu sig til baka. Bobbysocks mæta í undankeppnina með lagið Joyful. Þær segja í samtali við norska miðilinn að það hafi aldrei verið betri tími en nú til að taka aftur þátt í keppninni, enda rosaleg tímamót í ár. Þær stöllur sigruðu keppnina árið 1985. Slógu í gegn í Vetrargarðinum Síðan þá hafa þær farið mikinn í norska tónlistarheiminum í sitthvoru lagi. Þær sáu ekki fram á að taka einhvern tímann aftur þátt í keppninni, þar til þær áttuðu sig á því að í ár væri afmælisár og slétt fjörutíu ár síðan þær sigruðu keppnina. Listi yfir keppendur var birtur í dag í norskum miðlum. Þar vekur mesta athygli fyrir utan stórtíðindin af Bobbysocks að glamrokkararnir í Wig Wam mæta aftur til leiks í keppnina. Sveitin fagnar tuttugu ára afmæli í ár en hún tók þátt með lagið In my dreams árið 2005. Lagið naut mikilla vinsælda hér á landi og slógu rokkararnir í gegn í Vetrargarðinum í Smáralind sumarið eftir þegar þeir sóttu klakann heim.
Noregur Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein