Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2025 09:10 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í hljóðveri Bylgjunnar í morgun. Bylgjan Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að ríkið verði að standa við gerða samninga um samgöngusáttmála og borgarlínu þrátt fyrir neikvæð ummæli leiðtoga hans eigins flokks um línuna. Hann tekur sína fyrstu skóflustungu sem ráðherra þegar framkvæmdir við borgarlínu hefjast formlega í dag. Byrjað verður á framkvæmdum við Fossvogsbrú og þannig fyrsta áfanga borgarlínunnar í dag. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tekur fyrstu skóflustunguna, sína fyrstu sem ráðherra. Ummæli Ingu Sæland, leiðtoga Flokks fólksins, um að borgarlínan væri „rugl“ voru borin undir Eyjólf í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og hann spurður hvort að hann væri persónulega fylgjandi framkvæmdunum. Sagði Eyjólfur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuna umdeilda og að hún yrði það áfram. Gert væri ráð fyrir að hægt yrði að gera breytingar á framkvæmdunum í framtíðinni. „Það er búið að semja um höfuborgarsáttmálann. Við verðum að standa við gerða samninga,“ sagði Eyjólfur. Spurður að því hvort hann væri sammála því að setja 311 milljarða í framkvæmdirnar benti Eyjólfur á sá kostnaður væri til fimmtán ára. Áætlaður samfélagslegur ávinningur af framkvæmdunum væri 1.140 milljarðar króna. Ljósárum á eftir Norðmönnum og Færeyingum í jarðgangnagerð Íslendingar hafa ekki staðið sig nógu vel í jarðgangnamálum, að mati nýja ráðherrans, og eru „ljósárum“ á eftir Norðmönnum og Færeyingum í þeim efnum. Sagðist Eyjólfur vilja að stjórnvöld væru alltaf með ein jarðgöng í gangi hverju sinni en engar jarðgangaframkvæmdir hafi átt sér stað frá 2020. Hann sagðist ekki hafa gert upp við sig hvar ætti að byrja á jarðgöngum og að allir yrðu örugglega ekki á eitt sáttir um það. Að hans mati ætti að fjármagna jarðgöng með almennri skattheimtu frekar en vegtollum á landsbyggðinni. „Ég tel að þetta verði allavegana í hinum dreifðu sveitum fjárlög,“ sagði Eyjólfur sem útilokaði ekki blandaða leið veggjalda og opinberrar fjármögnunar. Borgarlína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18 Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Byrjað verður á framkvæmdum við Fossvogsbrú og þannig fyrsta áfanga borgarlínunnar í dag. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tekur fyrstu skóflustunguna, sína fyrstu sem ráðherra. Ummæli Ingu Sæland, leiðtoga Flokks fólksins, um að borgarlínan væri „rugl“ voru borin undir Eyjólf í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og hann spurður hvort að hann væri persónulega fylgjandi framkvæmdunum. Sagði Eyjólfur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuna umdeilda og að hún yrði það áfram. Gert væri ráð fyrir að hægt yrði að gera breytingar á framkvæmdunum í framtíðinni. „Það er búið að semja um höfuborgarsáttmálann. Við verðum að standa við gerða samninga,“ sagði Eyjólfur. Spurður að því hvort hann væri sammála því að setja 311 milljarða í framkvæmdirnar benti Eyjólfur á sá kostnaður væri til fimmtán ára. Áætlaður samfélagslegur ávinningur af framkvæmdunum væri 1.140 milljarðar króna. Ljósárum á eftir Norðmönnum og Færeyingum í jarðgangnagerð Íslendingar hafa ekki staðið sig nógu vel í jarðgangnamálum, að mati nýja ráðherrans, og eru „ljósárum“ á eftir Norðmönnum og Færeyingum í þeim efnum. Sagðist Eyjólfur vilja að stjórnvöld væru alltaf með ein jarðgöng í gangi hverju sinni en engar jarðgangaframkvæmdir hafi átt sér stað frá 2020. Hann sagðist ekki hafa gert upp við sig hvar ætti að byrja á jarðgöngum og að allir yrðu örugglega ekki á eitt sáttir um það. Að hans mati ætti að fjármagna jarðgöng með almennri skattheimtu frekar en vegtollum á landsbyggðinni. „Ég tel að þetta verði allavegana í hinum dreifðu sveitum fjárlög,“ sagði Eyjólfur sem útilokaði ekki blandaða leið veggjalda og opinberrar fjármögnunar.
Borgarlína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18 Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18
Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47