Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 12:36 Alþjóðadeild embættis ríkislögreglustjóra lagði bandarískum lögregluyfirvöldum lið við leit að börnunum. Vísir/Egill Bandarísk börn sem talin voru í hættu fundust á Suðurnesjum í síðustu viku en þeirra hafði verið saknað síðan í október. Íslensk lögregluyfirvöld leiddu aðgerðir hér á landi en málið var unnið í nánu samstarfi við bandarísk yfirvöld. Ekki er talið að fjölskyldan hafi nokkur önnur tengsl við Ísland. Líkt og Vísir greindi frá í morgun er fjallað um málið á vefsíðu U.S. Marshal Service í gær, en það er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið. Fjölskyldumeðlimir höfðu tilkynnt um hvarf barnanna, sem eru átta og níu ára, frá Canton í Ohio þann 25. október í fyrra. Vísbendingar voru um að móðir barnanna hafi hætt að taka geðlyf sem hún var á, og hafi yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Slóð þeirra var síðan rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þá lá leiðin til Íslands en börnin voru í umsjá móðurinnar þegar þau fundust á Suðurnesjum þann 10. janúar að sögn Silviu Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjóns og deildarstjóra alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. „Alþjóðadeild veitti US Marshal aðstoð í málinu í að finna börnin sem talin voru í hættu. Íslenska lögreglan hafði umsjón með aðgerðum innanlands þar sem hún hefur lögsögu en bandaríks yfirvöld lögðu til upplýsingar og unnu í samstarfi við íslenska aðila í gegnum Interpol sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur lögregluyfirvalda,“ segir Silvia. Ekki leið langur tími frá því beiðni um aðstoð barst að utan og þar til börnin komu í leitirnar. „Yfirleitt taka svona mál ekki langan tíma, tveir sólarhringar tekur yfirleitt að vinna svona mál. Stundum bara örfáa klukkutíma, þannig þetta gekk fljótt fyrir sig þegar við vorum búin að staðsetja einstaklingana,“ segir Silvia. Ekki frekari eftirmál á Íslandi Engir fulltrúar bandarískra yfirvalda hafi komið til Íslands í tengslum við aðgerðina, en börnin voru í umsjá íslenskra barnaverndaryfirvalda þangað til þau voru sótt af fjölskyldumeðlimum að utan. „Þrátt fyrir að enginn formlegur tvíhliða samningur sé til staðar hefur verið mjög löng hefð fyrir góðu samstarfi íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda og sú aðstoð náttúrlega byggir á trausti og alþjóðlegri ábyrgð og skuldbindingum sem ríkja til að vinna saman gegn svona málum,“ segir Silvia. Aðspurð segir Silvia að ekki sé vitað til þess að fjölskyldan eða börnin hafi tengsl við Ísland. Fram kemur í tilkynningu US Marshal service að móðirin hafi verið lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún muni dvelja þar til hún hefur heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Aðspurð segir Silvia að málið hafi ekki frekari eftirmál hér á landi. „Þessu máli er lokið af okkar hálfu og íslenskra yfirvalda,“ segir Silvia. Lögreglumál Barnavernd Bandaríkin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun er fjallað um málið á vefsíðu U.S. Marshal Service í gær, en það er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið. Fjölskyldumeðlimir höfðu tilkynnt um hvarf barnanna, sem eru átta og níu ára, frá Canton í Ohio þann 25. október í fyrra. Vísbendingar voru um að móðir barnanna hafi hætt að taka geðlyf sem hún var á, og hafi yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Slóð þeirra var síðan rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þá lá leiðin til Íslands en börnin voru í umsjá móðurinnar þegar þau fundust á Suðurnesjum þann 10. janúar að sögn Silviu Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjóns og deildarstjóra alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. „Alþjóðadeild veitti US Marshal aðstoð í málinu í að finna börnin sem talin voru í hættu. Íslenska lögreglan hafði umsjón með aðgerðum innanlands þar sem hún hefur lögsögu en bandaríks yfirvöld lögðu til upplýsingar og unnu í samstarfi við íslenska aðila í gegnum Interpol sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur lögregluyfirvalda,“ segir Silvia. Ekki leið langur tími frá því beiðni um aðstoð barst að utan og þar til börnin komu í leitirnar. „Yfirleitt taka svona mál ekki langan tíma, tveir sólarhringar tekur yfirleitt að vinna svona mál. Stundum bara örfáa klukkutíma, þannig þetta gekk fljótt fyrir sig þegar við vorum búin að staðsetja einstaklingana,“ segir Silvia. Ekki frekari eftirmál á Íslandi Engir fulltrúar bandarískra yfirvalda hafi komið til Íslands í tengslum við aðgerðina, en börnin voru í umsjá íslenskra barnaverndaryfirvalda þangað til þau voru sótt af fjölskyldumeðlimum að utan. „Þrátt fyrir að enginn formlegur tvíhliða samningur sé til staðar hefur verið mjög löng hefð fyrir góðu samstarfi íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda og sú aðstoð náttúrlega byggir á trausti og alþjóðlegri ábyrgð og skuldbindingum sem ríkja til að vinna saman gegn svona málum,“ segir Silvia. Aðspurð segir Silvia að ekki sé vitað til þess að fjölskyldan eða börnin hafi tengsl við Ísland. Fram kemur í tilkynningu US Marshal service að móðirin hafi verið lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún muni dvelja þar til hún hefur heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Aðspurð segir Silvia að málið hafi ekki frekari eftirmál hér á landi. „Þessu máli er lokið af okkar hálfu og íslenskra yfirvalda,“ segir Silvia.
Lögreglumál Barnavernd Bandaríkin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira