Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Andri Már Eggertsson skrifar 17. janúar 2025 20:58 Haukar unnu Tindastól 100-99 vísir/Anton Botnlið Hauka vann Tindastól 100-99 í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Rúnarssonar. Haukar voru með forystuna gegnumgangandi í leiknum og stóðu síðan af sér áhlaup Tindastóls í fjórða leikhluta. Leikurinn fór vel af stað og það var ekki að sjá að Haukar væru í neðsta sæti deildarinnar miðað við kröftuga byrjun. Everage Lee Richardson, leikmaður Hauka, byrjaði vel og gerði átta stig á átta mínútum. Eftir fyrsta fjórðung voru Haukar fimm stigum yfir 29-24. Gestirnir frá Sauðárkróki minntu á sig í öðrum leihkluta og gerðu níu stig í röð á stuttum tíma. Það sló þó Hauka ekki út af laginu sem náðu forystunni á nýjan leik. Varnarleikur Tindastóls var ömurlegur í fyrri hálfleik. Það var ansi auðvelt fyrir Hauka að láta boltann ganga og búa til opin skot og varnarmenn Tindastóls lögðu sig ekki fram við að þrengja á skotvinkil leikmanna Hauka. Haukar voru yfir í hálfleik 56-52 Þriðji leikhluti byrjaði alveg eins og gangur leiksins í fyrri hálfleik. Það var ekki að sjá að leikmenn Tindastóls höfðu teiknað upp eitthvað plan til að snúa taflinu við. Eftir því sem leið á þriðja leikhluta kom loksins þessi orka og kraftur sem hefur einkennt lið Tindastóls. Gestirnir gerðu sex stig í röð sem kveikti í stúkunni og stuðningsmenn Tindastóls yfirgnæfðu stúkuna sem varð til þess að Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé í stöðunni 70-70. Stólarnir settu í annan gír í fjórða leikhluta. Vörnin var miklu hreyfanlegri og menn börðust fyrir öllum lausum boltum sem skilaði sér í sókninni og gestirnir gerðu fyrstu átta stigin í síðasta fjórðungi. Í stöðunni 90-94 benti allt til þess að Tindastóll myndi bera sigur úr býtum en þá komu átta stig í röð frá Haukum sem á endanum unnu með minnsta mun 100-99. Atvik leiksins Í stöðunni 90-94 héldu allir að Stólarnir væru að fara að klára leikinn en þá kom átta stiga áhlaup frá Haukum sem varð til þess að botnliðið vann Tindastól. Stjörnur og skúrkar Everage Lee Richardson, leikmaður Hauka, var öflugur í fyrri hálfleik og gerði 16 stig en það dró af honum í seinni hálfleik og hann endaði með 21 stig. De'sean Parsons, leikmaður Hauka var stigahæstur í kvöld með 24 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Sadio Doucoure, leikmaður Tindastóls, átti óvæntan hauskúpu leik. Sadio var aðeins með 9 stig og tók 5 fráköst á 25 mínútum. Dómararnir [7] Dómarar kvöldsins voru Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Sigurbaldur Frímannsson. Leikurinn var vel dæmdur og þeir höfðu lítil áhrif á gang leiksins. Stemning og umgjörð Eftir þrjá útileiki í röð spiluðu Haukar sinn fyrsta heimaleik á árinu. Miðað við það þá hefði maður áætlað að fleiri myndu mæta í Ólafssal en það var þó fín mæting. Stuðningsmenn Tindastóls eru alltaf duglegir að mæta og létu vel í sér heyra sérstaklega eftir því sem leið á leikinn og munurinn var lítill. Það brutust út mikil fagnaðarlæti hjá heimamönnum þegar úrslit leiksins lágu fyrir. „Hroki að ætlast til þess að eiga að vinna eitthvað“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Anton Brink Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var afar svekktur eftir tap kvöldsins. „Þeir voru að hitta frábærlega og skora mikið á okkur frá boltanum. Þeir spiluðu virkilega vel og eiga þennan sigur skilið,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Að mati Benedikts lögðu Haukar töluvert meira á sig í leiknum heldur en hans lið sem skilaði sér í sigri. „Það er oft talað um að liðum langi þetta meira. Við erum að spila á móti liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér fannst þeir uppskera eins og þeir sáðu. Það voru allir á sínum leik og þeir voru betri aðilinn. Svona er þessi deild og það eru allir leikir 50/50 og svo er það liðið sem spilar betur sem vinnur leikinn. „Það er hroki að ætlast til þess að eiga að vinna eitthvað og mér fannst þeir leggja meira á sig í þessum leik.“ Benedikt var svekktur að hans lið hafi ekki klárað leikinn eftir að hafa komist fjórum stigum yfir í fjórða leikhluta 90-94. „Við fengum tvo opna þrista til þess að fara með þetta í sjö stig sem við náðum ekki að klára og þeir skora í kjölfarið. Við fórum að brjóta asnalega þegar þeir voru komnir í bónus og ef við hefðum unnið þetta þá hefði það verið ósanngjarnt,“ sagði Benedikt að lokum. Bónus-deild karla Haukar Tindastóll
Botnlið Hauka vann Tindastól 100-99 í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Rúnarssonar. Haukar voru með forystuna gegnumgangandi í leiknum og stóðu síðan af sér áhlaup Tindastóls í fjórða leikhluta. Leikurinn fór vel af stað og það var ekki að sjá að Haukar væru í neðsta sæti deildarinnar miðað við kröftuga byrjun. Everage Lee Richardson, leikmaður Hauka, byrjaði vel og gerði átta stig á átta mínútum. Eftir fyrsta fjórðung voru Haukar fimm stigum yfir 29-24. Gestirnir frá Sauðárkróki minntu á sig í öðrum leihkluta og gerðu níu stig í röð á stuttum tíma. Það sló þó Hauka ekki út af laginu sem náðu forystunni á nýjan leik. Varnarleikur Tindastóls var ömurlegur í fyrri hálfleik. Það var ansi auðvelt fyrir Hauka að láta boltann ganga og búa til opin skot og varnarmenn Tindastóls lögðu sig ekki fram við að þrengja á skotvinkil leikmanna Hauka. Haukar voru yfir í hálfleik 56-52 Þriðji leikhluti byrjaði alveg eins og gangur leiksins í fyrri hálfleik. Það var ekki að sjá að leikmenn Tindastóls höfðu teiknað upp eitthvað plan til að snúa taflinu við. Eftir því sem leið á þriðja leikhluta kom loksins þessi orka og kraftur sem hefur einkennt lið Tindastóls. Gestirnir gerðu sex stig í röð sem kveikti í stúkunni og stuðningsmenn Tindastóls yfirgnæfðu stúkuna sem varð til þess að Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé í stöðunni 70-70. Stólarnir settu í annan gír í fjórða leikhluta. Vörnin var miklu hreyfanlegri og menn börðust fyrir öllum lausum boltum sem skilaði sér í sókninni og gestirnir gerðu fyrstu átta stigin í síðasta fjórðungi. Í stöðunni 90-94 benti allt til þess að Tindastóll myndi bera sigur úr býtum en þá komu átta stig í röð frá Haukum sem á endanum unnu með minnsta mun 100-99. Atvik leiksins Í stöðunni 90-94 héldu allir að Stólarnir væru að fara að klára leikinn en þá kom átta stiga áhlaup frá Haukum sem varð til þess að botnliðið vann Tindastól. Stjörnur og skúrkar Everage Lee Richardson, leikmaður Hauka, var öflugur í fyrri hálfleik og gerði 16 stig en það dró af honum í seinni hálfleik og hann endaði með 21 stig. De'sean Parsons, leikmaður Hauka var stigahæstur í kvöld með 24 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Sadio Doucoure, leikmaður Tindastóls, átti óvæntan hauskúpu leik. Sadio var aðeins með 9 stig og tók 5 fráköst á 25 mínútum. Dómararnir [7] Dómarar kvöldsins voru Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Sigurbaldur Frímannsson. Leikurinn var vel dæmdur og þeir höfðu lítil áhrif á gang leiksins. Stemning og umgjörð Eftir þrjá útileiki í röð spiluðu Haukar sinn fyrsta heimaleik á árinu. Miðað við það þá hefði maður áætlað að fleiri myndu mæta í Ólafssal en það var þó fín mæting. Stuðningsmenn Tindastóls eru alltaf duglegir að mæta og létu vel í sér heyra sérstaklega eftir því sem leið á leikinn og munurinn var lítill. Það brutust út mikil fagnaðarlæti hjá heimamönnum þegar úrslit leiksins lágu fyrir. „Hroki að ætlast til þess að eiga að vinna eitthvað“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Anton Brink Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var afar svekktur eftir tap kvöldsins. „Þeir voru að hitta frábærlega og skora mikið á okkur frá boltanum. Þeir spiluðu virkilega vel og eiga þennan sigur skilið,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Að mati Benedikts lögðu Haukar töluvert meira á sig í leiknum heldur en hans lið sem skilaði sér í sigri. „Það er oft talað um að liðum langi þetta meira. Við erum að spila á móti liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér fannst þeir uppskera eins og þeir sáðu. Það voru allir á sínum leik og þeir voru betri aðilinn. Svona er þessi deild og það eru allir leikir 50/50 og svo er það liðið sem spilar betur sem vinnur leikinn. „Það er hroki að ætlast til þess að eiga að vinna eitthvað og mér fannst þeir leggja meira á sig í þessum leik.“ Benedikt var svekktur að hans lið hafi ekki klárað leikinn eftir að hafa komist fjórum stigum yfir í fjórða leikhluta 90-94. „Við fengum tvo opna þrista til þess að fara með þetta í sjö stig sem við náðum ekki að klára og þeir skora í kjölfarið. Við fórum að brjóta asnalega þegar þeir voru komnir í bónus og ef við hefðum unnið þetta þá hefði það verið ósanngjarnt,“ sagði Benedikt að lokum.