Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Aron Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 13:01 Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson varð af mikilvægum mínútum í leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í handbolta í gær. Nafn hans og treyjunúmer flagnaði af treyju hans og engin varatreyja var til reiðu. Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. „Katastrófa,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. „Sveinn Jóhannsson kemur þarna inn á en spilar ekki síðasta korterið af því að hann var ekki með treyju. Við erum á HM. Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Þeir eru varla bara með eitt sett af treyjum? Hann hlýtur að vera með auka treyju. Hvað ef það hefði komið blóð í treyjuna? Númerið flagnar af og nafnið hans. Og hvað? Er bara ein treyja sem Sveinn Jóhannsson er með á þessu móti? Af hverju fór enginn inn í klefa og sótti nýja treyju? Var hún uppi á hóteli? Hvaða grín er þetta?“ Sveinn var kallaður inn í landsliðshópinn á elleftu stundu í stað Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist í æfingarleik gegn Svíum í aðdraganda mótsins. „Staðan hlýtur bara að hafa verið þannig að það var bara ein treyja klár,“ bætti Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Besta sætisins og fyrrverand landsliðsmaður, við. „Og þá spyr maður sig, þetta er þrjátíu og fimm manna hópur sem að Snorri velur til að vera klár fyrir HM. Þeir hljóta að vera með einhverjar ráðstafanir ef það þarf að taka einhvern mann inn í hópinn varðandi treyjur. Þetta voru dýrmætar mínútur, þetta skiptir máli.“ Ann. Nýjasti leikmaður Íslands? Hér má sjá hvernig treyja Sveins leit út um miðbik síðari hálfleiks í leik gærkvöldsinsSkjáskot Einar tók undir það að þarna hafi farið dýrmætar mínútur í súginn hjá Sveini „Ýmir spilar 55 mínútur í þessum leik. Elliði fær rautt og Sveinn má ekki spila út af þessari treyju. Hann var inn á í fimm mínútur eða eitthvað. Maður hefði viljað sjá Ými blása aðeins inn á milli og á sama tíma að Sveinn fengi einhverjar mínútur inn á parketinu úr því að Elliði datt út. Þetta hefðu verið dýrmætar mínútur fyrir Svein. Nei, nei þá er ekki til treyja. Það eru ekki bara stuðningsmenn Íslands sem fá ekki lands, leikmenn geta ekki gengið að þeim vísum heldur. Það eru allir treyjulausir á Íslandi.“ Og á Einar þar við stöðuna sem upp kom fyrir HM þar sem að illa hefur gengið fyrir stuðningsfólk Íslands að fá nýju lands frá Adidas. Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi í síðustu viku engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Hlusta má á uppgjör Besta sætisins á leik Íslands og Grænhöfðaeyja hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
„Katastrófa,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. „Sveinn Jóhannsson kemur þarna inn á en spilar ekki síðasta korterið af því að hann var ekki með treyju. Við erum á HM. Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Þeir eru varla bara með eitt sett af treyjum? Hann hlýtur að vera með auka treyju. Hvað ef það hefði komið blóð í treyjuna? Númerið flagnar af og nafnið hans. Og hvað? Er bara ein treyja sem Sveinn Jóhannsson er með á þessu móti? Af hverju fór enginn inn í klefa og sótti nýja treyju? Var hún uppi á hóteli? Hvaða grín er þetta?“ Sveinn var kallaður inn í landsliðshópinn á elleftu stundu í stað Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist í æfingarleik gegn Svíum í aðdraganda mótsins. „Staðan hlýtur bara að hafa verið þannig að það var bara ein treyja klár,“ bætti Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Besta sætisins og fyrrverand landsliðsmaður, við. „Og þá spyr maður sig, þetta er þrjátíu og fimm manna hópur sem að Snorri velur til að vera klár fyrir HM. Þeir hljóta að vera með einhverjar ráðstafanir ef það þarf að taka einhvern mann inn í hópinn varðandi treyjur. Þetta voru dýrmætar mínútur, þetta skiptir máli.“ Ann. Nýjasti leikmaður Íslands? Hér má sjá hvernig treyja Sveins leit út um miðbik síðari hálfleiks í leik gærkvöldsinsSkjáskot Einar tók undir það að þarna hafi farið dýrmætar mínútur í súginn hjá Sveini „Ýmir spilar 55 mínútur í þessum leik. Elliði fær rautt og Sveinn má ekki spila út af þessari treyju. Hann var inn á í fimm mínútur eða eitthvað. Maður hefði viljað sjá Ými blása aðeins inn á milli og á sama tíma að Sveinn fengi einhverjar mínútur inn á parketinu úr því að Elliði datt út. Þetta hefðu verið dýrmætar mínútur fyrir Svein. Nei, nei þá er ekki til treyja. Það eru ekki bara stuðningsmenn Íslands sem fá ekki lands, leikmenn geta ekki gengið að þeim vísum heldur. Það eru allir treyjulausir á Íslandi.“ Og á Einar þar við stöðuna sem upp kom fyrir HM þar sem að illa hefur gengið fyrir stuðningsfólk Íslands að fá nýju lands frá Adidas. Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi í síðustu viku engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Hlusta má á uppgjör Besta sætisins á leik Íslands og Grænhöfðaeyja hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira