Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2025 20:05 Það skemmtilegasta, sem Día gerir á Móbergi er að syngja fyrir heimilisfólk, sem kann vel að meta söng hennar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir sextíu heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi eru heppnir því þar er starfsmaður frá Filippseyjum, sem syngur fyrir þá við umönnunarstörfin sín og stundum heldur starfsmaðurinn tónleika fyrir allt fólkið og þá er sungið og dansað af mikilli innlifun. Móberg er tveggja hæða hringlaga hjúkrunarheimili þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn heimilisins erum um 90. Nokkrir starfsmenn frá Filippseyjum vinna á Móbergi og þar á meðal hún Día eins og hún er alltaf kölluð en hún hefur búið á Íslandi í 13 ár. Día er að læra að vera sjúkraliði en alltaf á vöktunum sínum þá syngur hún mikið fyrir heimilisfólkið um leið og hún er að sinna því. Þetta kann fólkið virkilega vel að meta en stundum hefur hún brugðið á það ráð að bjóða öllum á Móbergi á einkatónleika. „Ég er að vinna hér í umönnun og þegar það er ekkert sérstakt í gangi þá er ég að syngja fyrir heimilisfólkið af því að ég elska að syngja líka. Mér finnst mjög gaman að sjá andlitin þeirra þegar ég er að syngja og þess vegna langar mig bara að syngja meira því mér finnst mjög gaman að sjá jákvæðu viðbrögðin, sem ég fæ,” segir Día. Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn eru um 90 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkið og aðstandendur þess eru í skýjunum með Díu og annað starfsfólk á Móbergi. „Þetta brýtur um daginn og gerir bara gleði og ánægju, mér finnst þetta dásamlegt,” segir Viktoría Guðmundsdóttir aðstandandi en Páll Jón Bjarnason, eiginmaður hennar sem býr á Móbergi Lögin sem Día syngur eru allskonar, sum róleg en önnur þar sem er meira fjör er og þá fer fólkið út á gólf og dansar af mikilli innlifun. „Það er alveg geðveikt að hafa svona starfsmann. Söngurinn er svo rosalega mikilvægur, fólk man öll lögin eins og þú kannski heyrðir þá voru sumir mjög duglegir að syngja með,” segir Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi. Día, starfsmaður á Móbergi og Ásta deildarstjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hjúkrunarheimili Filippseyjar Tónlist Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Móberg er tveggja hæða hringlaga hjúkrunarheimili þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn heimilisins erum um 90. Nokkrir starfsmenn frá Filippseyjum vinna á Móbergi og þar á meðal hún Día eins og hún er alltaf kölluð en hún hefur búið á Íslandi í 13 ár. Día er að læra að vera sjúkraliði en alltaf á vöktunum sínum þá syngur hún mikið fyrir heimilisfólkið um leið og hún er að sinna því. Þetta kann fólkið virkilega vel að meta en stundum hefur hún brugðið á það ráð að bjóða öllum á Móbergi á einkatónleika. „Ég er að vinna hér í umönnun og þegar það er ekkert sérstakt í gangi þá er ég að syngja fyrir heimilisfólkið af því að ég elska að syngja líka. Mér finnst mjög gaman að sjá andlitin þeirra þegar ég er að syngja og þess vegna langar mig bara að syngja meira því mér finnst mjög gaman að sjá jákvæðu viðbrögðin, sem ég fæ,” segir Día. Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn eru um 90 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkið og aðstandendur þess eru í skýjunum með Díu og annað starfsfólk á Móbergi. „Þetta brýtur um daginn og gerir bara gleði og ánægju, mér finnst þetta dásamlegt,” segir Viktoría Guðmundsdóttir aðstandandi en Páll Jón Bjarnason, eiginmaður hennar sem býr á Móbergi Lögin sem Día syngur eru allskonar, sum róleg en önnur þar sem er meira fjör er og þá fer fólkið út á gólf og dansar af mikilli innlifun. „Það er alveg geðveikt að hafa svona starfsmann. Söngurinn er svo rosalega mikilvægur, fólk man öll lögin eins og þú kannski heyrðir þá voru sumir mjög duglegir að syngja með,” segir Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi. Día, starfsmaður á Móbergi og Ásta deildarstjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hjúkrunarheimili Filippseyjar Tónlist Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira