Innlent

Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hvalirnir voru hinir rólegustu.
Hvalirnir voru hinir rólegustu. Vísir/Viktor Freyr

Hafnarfjarðarhöfn iðaði af lífi fyrr í dag þegar hvalir spókuðu sig þar um og léku listir sínar.

Slíkar heimsóknir eru ekki á hverjum degi og hafa hvalirnir vakið nokkra athygli meðal íbúa.

Slétt ár er síðan hnúfubakur sem spókaði sig í Hafnarfjarðarhöfn vakti mikla athygli íbúa. Þá var haft eftir Hafrannsóknarstofnun að smásíld hefði gengið í höfnina og hnúfubakurinn hefði gætt sér á henni.

Sjá: Hnúfubakur í Hafnarfjarðarhöfn

Flottur.Vísir/Viktor Freyr
Engin fimleikasýning hjá hvölunum í dag.Vísir/Viktor Freyr
Fuglarnir fylgdust með.Vísir/Viktor Freyr

Tengdar fréttir

Leika listir sínar við Viðey

Hnúfubakar hafa leikið listir sínar örskammt frá landi í Reykjavík undanfarna daga. Þeir virðast njóta athygli vegfarenda í botn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×