Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2025 21:04 Nanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita og Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem eru bæði alsæl með nýja húsið á Laugarvatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sex sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu, sem reka sameiginlegt umhverfis- og tæknisvið uppsveita hafa komið sér vel fyrir í nýju húsnæði á Laugarvatni þar sem er meira en nóg að gera við að gefa út allskonar leyfi fyrir sveitarfélögin. Það var flaggað við nýja húsið á Laugarvatni á föstudaginn en þá var opið hús fyrir gesti og gangandi. Húsið stendur fyrir neðan Héraðsskólann og þykir einstaklega vel heppnað. 10 starfsmenn vinna í húsinu en Bláskógabyggð lét byggja húsið en hin sveitarfélögin borga þá leigu til Bláskógabyggðar. Sveitarfélögin, sem eru í byggðasamlaginu eru auk Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur. „Hér er mikið um að vera og þetta er gríðarlega mikilvæg starfsemi. Hún skiptir miklu máli á þessu þéttbýla svæði þar sem er mikill fjöldi fasteigna og mikill fjöldi sumarhúsa og ýmis þjónusta tengt því sem þarf að sinna,” segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita Árnessýslu hefur flutt starfsemi sína inn í þetta glæsilega hús á Laugarvatni. Selásbyggingar ehf., var aðalverktaki hússins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru heilmiklar framkvæmdir í gangi í öllum þessum sveitarfélögum eða hvað? „Já það er mikið um að vera alls staðar, mikil uppbygging. Það er verið að byggja í öllum þéttbýliskjörnum. Það er verið að byggja sumarhús og hús út um allar sveitir þannig að það er mikið um að vera. Á þessu svæði eru til dæmis um sex þúsund sumarbústaðir,” segir Ásta. Talsvert af gestum mætti á opna húsið til að skoða nýju bygginguna og fræðast um starfsemina þar innandyra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitt í viðbót með nýja húsið á Laugarvatni, sem Ásta vill koma á framfæri. „Það er auðvitað byggt í sama stíl og gamla smíðahúsið á Laugarvatni, sem var gufubaðið þannig að það er verið að halda í gamlar hefðir hérna en það er þó ekkert gufubað,” segir Ásta hlæjandi. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skipulag Byggingariðnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Það var flaggað við nýja húsið á Laugarvatni á föstudaginn en þá var opið hús fyrir gesti og gangandi. Húsið stendur fyrir neðan Héraðsskólann og þykir einstaklega vel heppnað. 10 starfsmenn vinna í húsinu en Bláskógabyggð lét byggja húsið en hin sveitarfélögin borga þá leigu til Bláskógabyggðar. Sveitarfélögin, sem eru í byggðasamlaginu eru auk Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur. „Hér er mikið um að vera og þetta er gríðarlega mikilvæg starfsemi. Hún skiptir miklu máli á þessu þéttbýla svæði þar sem er mikill fjöldi fasteigna og mikill fjöldi sumarhúsa og ýmis þjónusta tengt því sem þarf að sinna,” segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita Árnessýslu hefur flutt starfsemi sína inn í þetta glæsilega hús á Laugarvatni. Selásbyggingar ehf., var aðalverktaki hússins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru heilmiklar framkvæmdir í gangi í öllum þessum sveitarfélögum eða hvað? „Já það er mikið um að vera alls staðar, mikil uppbygging. Það er verið að byggja í öllum þéttbýliskjörnum. Það er verið að byggja sumarhús og hús út um allar sveitir þannig að það er mikið um að vera. Á þessu svæði eru til dæmis um sex þúsund sumarbústaðir,” segir Ásta. Talsvert af gestum mætti á opna húsið til að skoða nýju bygginguna og fræðast um starfsemina þar innandyra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitt í viðbót með nýja húsið á Laugarvatni, sem Ásta vill koma á framfæri. „Það er auðvitað byggt í sama stíl og gamla smíðahúsið á Laugarvatni, sem var gufubaðið þannig að það er verið að halda í gamlar hefðir hérna en það er þó ekkert gufubað,” segir Ásta hlæjandi. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skipulag Byggingariðnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira