Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2025 19:23 Dagurinn var átakanlegur fyrir marga. AP/Oded Balilty Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig Palestínumenn fagna þegar bílar með neyðarbirgðum aka inn fyrir landamæri Gasa. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í morgun en hófst ekki fyrr en rúmlega níu þar sem Hamas liðar drógu það að afhenda ísraelskum stjórnvöldum lista af nöfnum þeirra gísla sem Hamas hafa haft í haldi. Mikil fórn fyrir Ísrael Fljótlega eftir að vopnahlé hófst streymdu bílar með neyðargögnum inn á Gasasvæðið. Hamas liðar eiga samkvæmt samkomulaginu að sleppa fjölda gísla úr haldi gegn því að Ísraelsmenn sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. „Rammaáætlunin um lausn gíslanna felur í sér miklar fórnir fyrir Ísrael. Hvers kyns samkomulag við hryðjuverkasamtökin er okkur þungbært. Það er dýru verði keypt og áhættusamt að sleppa hryðjuverkamönnum úr fangelskum okkar,“ sagði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael. Palestínumenn sem hafa verið á vergangi undanfarna fimmtán mánuði snéru í morgun til síns heima en flestir komu að mikilli eyðileggingu eftir árásir Ísraelsmanna. Mikil ringulreið þegar konunum var sleppt úr haldi Það var svo um klukkan þrjú í dag sem fyrstu gíslum var sleppt úr haldi Hamas. Þessum þremur konum sem hafa verið í haldi samtakanna frá 7. október 2023. Mikil ringulreið myndaðist þegar hópur fólks safnaðist saman fyrir utan bíl sem flutti konurnar af gasasvæðinu og á sjúkrahús í Ísrael. Fjölskyldur kvennanna fögnuðu fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar ljóst var að konurnar væru komnar í öruggt skjól. Óttast um son sinn Fjórum gíslum til viðbótar verður sleppt eftir viku, haldist friður milli aðila. Móðir eins þeirra segist óttast að ekki verði staðið við gefin loforð. „Ég gleðst innilega með fjölskyldunum sem munu fá ástvini sína heim. En ég hef áhyggjur af því að okkur takist ekki að ná næsta áfanga svo syni okkar verði líka sleppt úr haldi,“ sagði Herut Nimrodi, móðir Tamir Nimrodi. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19 Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01 Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig Palestínumenn fagna þegar bílar með neyðarbirgðum aka inn fyrir landamæri Gasa. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í morgun en hófst ekki fyrr en rúmlega níu þar sem Hamas liðar drógu það að afhenda ísraelskum stjórnvöldum lista af nöfnum þeirra gísla sem Hamas hafa haft í haldi. Mikil fórn fyrir Ísrael Fljótlega eftir að vopnahlé hófst streymdu bílar með neyðargögnum inn á Gasasvæðið. Hamas liðar eiga samkvæmt samkomulaginu að sleppa fjölda gísla úr haldi gegn því að Ísraelsmenn sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. „Rammaáætlunin um lausn gíslanna felur í sér miklar fórnir fyrir Ísrael. Hvers kyns samkomulag við hryðjuverkasamtökin er okkur þungbært. Það er dýru verði keypt og áhættusamt að sleppa hryðjuverkamönnum úr fangelskum okkar,“ sagði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael. Palestínumenn sem hafa verið á vergangi undanfarna fimmtán mánuði snéru í morgun til síns heima en flestir komu að mikilli eyðileggingu eftir árásir Ísraelsmanna. Mikil ringulreið þegar konunum var sleppt úr haldi Það var svo um klukkan þrjú í dag sem fyrstu gíslum var sleppt úr haldi Hamas. Þessum þremur konum sem hafa verið í haldi samtakanna frá 7. október 2023. Mikil ringulreið myndaðist þegar hópur fólks safnaðist saman fyrir utan bíl sem flutti konurnar af gasasvæðinu og á sjúkrahús í Ísrael. Fjölskyldur kvennanna fögnuðu fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar ljóst var að konurnar væru komnar í öruggt skjól. Óttast um son sinn Fjórum gíslum til viðbótar verður sleppt eftir viku, haldist friður milli aðila. Móðir eins þeirra segist óttast að ekki verði staðið við gefin loforð. „Ég gleðst innilega með fjölskyldunum sem munu fá ástvini sína heim. En ég hef áhyggjur af því að okkur takist ekki að ná næsta áfanga svo syni okkar verði líka sleppt úr haldi,“ sagði Herut Nimrodi, móðir Tamir Nimrodi.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19 Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01 Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19
Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01
Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent