Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 07:32 Robbie Fowler er ein af goðsögnum Liverpool en framtíð Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold hjá enska félaginu er í mikilli óvissu. Getty/Liverpool FC/Stu Forster Liverpool goðsögnin Robbie Fowler hefur sína hugmynd um af hverju sé svona lítið sé að frétta af samningamálum þríeykisins Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Allir þessir þrír lykilmenn eru að renna út á samningi í sumar og hafa nú leyfi til að byrja að ræða við önnur félög. Van Dijk hefur verið jákvæður með nýjan samning fyrir sig, Salah heldur því fram að hann sé á síðasta tímabilinu hjá Liverpool og Alexander-Arnold er stanslaust orðaður við Real Madrid. Fowler er hins vegar með eigin kenningu um þessa samningslausu leikmenn hjá Liverpool. „Ég er reyndar með smá kenningu og ég veit ekki hvort þetta sé svo fjarri sannleikanum,“ sagði Robbie Fowler í myndbandi á miðlum Prime Video Sport. „Ég held að tveir af þeim hafi þegar skrifað undir sinn samning en kannski hefur einn ekki gert það ennþá. Kannski getur félagið ekki komið fram og sagt frá þessum samningum þeirra vegna þess að þá lítur þessi eini svo illa út,“ sagði Fowler. „Það er möguleiki á því að málin hafi þróast þannig. Er eitthvað vit í þessari kenningu minni,“ spurði Fowler og bætti svo við: „Ef tveir koma fram og segja að þeir hafi skrifað undir samning þá setur það svo mikla pressu á þennan þriðja,“ sagði Fowler. Miðað við þetta og hegðunina hjá Salah þá lítur út fyrir að Egyptinn sé þessi eini. Á sama tíma bíða stuðningsmenn Liverpool eftir fréttum af samningamálum leikmannanna þriggja. Það gengur vel inn á vellinum en það væri sárt fyrir marga að sjá á eftir þessum öflugu leikmenn yfirgefa félagið frítt. Robbie Fowler er goðsögn hjá félaginu og einn mesti markaskorari sögunnar. Hann var uppalinn hjá Liverpool og er næstmarkahæsti leikmaðurinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 128 mörk. View this post on Instagram A post shared by Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Allir þessir þrír lykilmenn eru að renna út á samningi í sumar og hafa nú leyfi til að byrja að ræða við önnur félög. Van Dijk hefur verið jákvæður með nýjan samning fyrir sig, Salah heldur því fram að hann sé á síðasta tímabilinu hjá Liverpool og Alexander-Arnold er stanslaust orðaður við Real Madrid. Fowler er hins vegar með eigin kenningu um þessa samningslausu leikmenn hjá Liverpool. „Ég er reyndar með smá kenningu og ég veit ekki hvort þetta sé svo fjarri sannleikanum,“ sagði Robbie Fowler í myndbandi á miðlum Prime Video Sport. „Ég held að tveir af þeim hafi þegar skrifað undir sinn samning en kannski hefur einn ekki gert það ennþá. Kannski getur félagið ekki komið fram og sagt frá þessum samningum þeirra vegna þess að þá lítur þessi eini svo illa út,“ sagði Fowler. „Það er möguleiki á því að málin hafi þróast þannig. Er eitthvað vit í þessari kenningu minni,“ spurði Fowler og bætti svo við: „Ef tveir koma fram og segja að þeir hafi skrifað undir samning þá setur það svo mikla pressu á þennan þriðja,“ sagði Fowler. Miðað við þetta og hegðunina hjá Salah þá lítur út fyrir að Egyptinn sé þessi eini. Á sama tíma bíða stuðningsmenn Liverpool eftir fréttum af samningamálum leikmannanna þriggja. Það gengur vel inn á vellinum en það væri sárt fyrir marga að sjá á eftir þessum öflugu leikmenn yfirgefa félagið frítt. Robbie Fowler er goðsögn hjá félaginu og einn mesti markaskorari sögunnar. Hann var uppalinn hjá Liverpool og er næstmarkahæsti leikmaðurinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 128 mörk. View this post on Instagram A post shared by Amazon Prime Video Sport (@primevideosport)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira