Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar 20. janúar 2025 13:33 Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið. Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum (Sþ) síðan árið 1946, og þar með einnig að heimsmarkmiðunum 17 sem samþykkt voru árið 2015. Fjórða heimsmarkmiðið er „menntun fyrir öll“ (e. quality education). Í september 2022 stóðu Sþ fyrir leiðtogafundi um fjórða heimsmarkmiðið og voru niðurstöður fundarins teknar saman í skýrslu sem samanstendur af 59 lykilþáttum sem kalla eftir afgerandi aðgerðum á ýmsum sviðum til að fjárfesta í menntun og kennarastéttinni í heild. Þannig á skýrslan að þjóna aðildarríkjunum sem vegvísir til raunverulegra umbóta til að hægt væri að ná markmiðunum sem felast í fjórða heimsmarkmiðinu. Það kemur nefnilega í ljós að Sameinuðu þjóðirnar deila áhyggjum Kennarasambandsins af stöðu kennarastéttarinnar. Skortur á kennurum er alþjóðlegt vandamál. Sameinuðu þjóðirnar telja þennan vanda mikla ógn, enda séu kennarar mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að menntun í heimi sem stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á borð við loftslagsbreytingar, öra tækniþróun og félagslegan ójöfnuð. Þjóðir heims hafa margar farið þá leið að leysa kennaraskort með því að draga úr kröfum til þeirra sem ráðast til kennslu. Þessari leið mótmæla SÞ, telja hana ekki sjálfbæra. Hún leysi hugsanlega tímabundinn vanda en skapi um leið stærri vanda til framtíðar. Það er áhugavert að sjá að Sþ telja lág laun og vinnuaðstæður aðalástæðu kennaraskorts. Stofnunin hvetur þjóðir til að taka málið alvarlega og huga að fjárfestingunni sem felst í menntun. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvernig þjóð viljum við vera? Viljum við vera þjóð á meðal þjóða og mennta þegna okkar? Teljum við menntun vera jafn sjálfsagða og hreina vatnið. Ef svarið er já þá verðum við að girða okkur í brók og bregðast við þeim vanda sem kennaraskortur hefur í för með sér. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum hvert meginmarkmið Kennarasambands Íslands er í núverandi kjaradeilu, að samkomulag frá 2016 verði virt og laun jöfnuð milli markaða. Í 36. lykilþættinum í skýrslu Sþ segir: Kennarar ættu að njóta sambærilegra launakjara og aðrar stéttir á atvinnumarkaði með sambærilega menntun. Tryggja þarf launajafnrétti milli kynja og um leið að launakjör séu sambærileg milli skólastiga og skólagerða (eigin þýðing). Það er ekki að ástæðulausu að kennarar rísa nú upp með hnefana á lofti. Kennarar eru ekki einir um að hafa áhyggjur af því að fólk yfirgefi stéttina og fari til annarra starfa þar sem launin eru hærri. Væru laun og vinnuaðstæður sambærilegar milli atvinnugeira myndi flóttinn úr starfi kennara minnka. Í þessu framhaldi er fyrsti lykilþátturinn í skýrslunni sérlega athyglisverður en þar segir að margir telji kennslu vera „síðasta úrræðið“ þegar kemur að starfsvali. Við hér heima sjáum þetta endurspeglast í þeirri nöturlegu staðreynd að í öllum aldurshópum undir 60 ára aldri fækkar kennurum og einna mest undir fertugu. Nýliðun í framhaldsskólunum er nánast stopp. Við vitum að laun eru ekki allt, starfið þarf líka að bjóða upp á aðra þætti sem einnig eru mikið ræddir í lykilþáttum Sameinuðu þjóðanna. En eins og margsinnis er bent á í skýrslunni er gríðarlega mikilvægt að launaumhverfið sé samkeppnishæft. Morgunljóst er að sú er ekki staðan hér á landi. Kennarasambandið hefur ítrekað bent á þetta atriði og styðst þar við gögn frá Hagstofu Íslands og Kjaratölfræðinefnd. Þarna verðum við að byrja umbæturnar. Þá er hægt að fara að tala um þær breytingar sem Sþ mæla með. Kennarastéttin hefur sýnt það ítrekað að hún er tilbúin að takast á við breytingar og taka þátt í faglegri umræðu um þau mikilvægu störf sem unnin eru í skólum landsins. Hvers vegna í veröldinni þurfa kennarar að fara í verkföll til þess að ná fram sjálfsögðum kröfum? Viljum við ekki örugglega vera þjóð sem setur menntamál í forgang? Viljum við ekki örugglega tryggja börnum okkar fagmennsku og stöðugleika? Ætlum við ekki örugglega að fjárfesta í framtíðinni? Höfundur er kennari við framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið. Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum (Sþ) síðan árið 1946, og þar með einnig að heimsmarkmiðunum 17 sem samþykkt voru árið 2015. Fjórða heimsmarkmiðið er „menntun fyrir öll“ (e. quality education). Í september 2022 stóðu Sþ fyrir leiðtogafundi um fjórða heimsmarkmiðið og voru niðurstöður fundarins teknar saman í skýrslu sem samanstendur af 59 lykilþáttum sem kalla eftir afgerandi aðgerðum á ýmsum sviðum til að fjárfesta í menntun og kennarastéttinni í heild. Þannig á skýrslan að þjóna aðildarríkjunum sem vegvísir til raunverulegra umbóta til að hægt væri að ná markmiðunum sem felast í fjórða heimsmarkmiðinu. Það kemur nefnilega í ljós að Sameinuðu þjóðirnar deila áhyggjum Kennarasambandsins af stöðu kennarastéttarinnar. Skortur á kennurum er alþjóðlegt vandamál. Sameinuðu þjóðirnar telja þennan vanda mikla ógn, enda séu kennarar mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að menntun í heimi sem stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á borð við loftslagsbreytingar, öra tækniþróun og félagslegan ójöfnuð. Þjóðir heims hafa margar farið þá leið að leysa kennaraskort með því að draga úr kröfum til þeirra sem ráðast til kennslu. Þessari leið mótmæla SÞ, telja hana ekki sjálfbæra. Hún leysi hugsanlega tímabundinn vanda en skapi um leið stærri vanda til framtíðar. Það er áhugavert að sjá að Sþ telja lág laun og vinnuaðstæður aðalástæðu kennaraskorts. Stofnunin hvetur þjóðir til að taka málið alvarlega og huga að fjárfestingunni sem felst í menntun. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvernig þjóð viljum við vera? Viljum við vera þjóð á meðal þjóða og mennta þegna okkar? Teljum við menntun vera jafn sjálfsagða og hreina vatnið. Ef svarið er já þá verðum við að girða okkur í brók og bregðast við þeim vanda sem kennaraskortur hefur í för með sér. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum hvert meginmarkmið Kennarasambands Íslands er í núverandi kjaradeilu, að samkomulag frá 2016 verði virt og laun jöfnuð milli markaða. Í 36. lykilþættinum í skýrslu Sþ segir: Kennarar ættu að njóta sambærilegra launakjara og aðrar stéttir á atvinnumarkaði með sambærilega menntun. Tryggja þarf launajafnrétti milli kynja og um leið að launakjör séu sambærileg milli skólastiga og skólagerða (eigin þýðing). Það er ekki að ástæðulausu að kennarar rísa nú upp með hnefana á lofti. Kennarar eru ekki einir um að hafa áhyggjur af því að fólk yfirgefi stéttina og fari til annarra starfa þar sem launin eru hærri. Væru laun og vinnuaðstæður sambærilegar milli atvinnugeira myndi flóttinn úr starfi kennara minnka. Í þessu framhaldi er fyrsti lykilþátturinn í skýrslunni sérlega athyglisverður en þar segir að margir telji kennslu vera „síðasta úrræðið“ þegar kemur að starfsvali. Við hér heima sjáum þetta endurspeglast í þeirri nöturlegu staðreynd að í öllum aldurshópum undir 60 ára aldri fækkar kennurum og einna mest undir fertugu. Nýliðun í framhaldsskólunum er nánast stopp. Við vitum að laun eru ekki allt, starfið þarf líka að bjóða upp á aðra þætti sem einnig eru mikið ræddir í lykilþáttum Sameinuðu þjóðanna. En eins og margsinnis er bent á í skýrslunni er gríðarlega mikilvægt að launaumhverfið sé samkeppnishæft. Morgunljóst er að sú er ekki staðan hér á landi. Kennarasambandið hefur ítrekað bent á þetta atriði og styðst þar við gögn frá Hagstofu Íslands og Kjaratölfræðinefnd. Þarna verðum við að byrja umbæturnar. Þá er hægt að fara að tala um þær breytingar sem Sþ mæla með. Kennarastéttin hefur sýnt það ítrekað að hún er tilbúin að takast á við breytingar og taka þátt í faglegri umræðu um þau mikilvægu störf sem unnin eru í skólum landsins. Hvers vegna í veröldinni þurfa kennarar að fara í verkföll til þess að ná fram sjálfsögðum kröfum? Viljum við ekki örugglega vera þjóð sem setur menntamál í forgang? Viljum við ekki örugglega tryggja börnum okkar fagmennsku og stöðugleika? Ætlum við ekki örugglega að fjárfesta í framtíðinni? Höfundur er kennari við framhaldsskóla.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun