Leik lokið: KR - Njarð­vík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarð­vík og fara í undanúr­slit

Hjörvar Ólafsson skrifar
Þorvalur Orri Árnason átti góðan leik í kvöld. Skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
Þorvalur Orri Árnason átti góðan leik í kvöld. Skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. vísir/Anton

KR rótburstaði Njarðvík þegar liðin áttust við í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld.

KR-ingar hófu leikinn af ógnarkrafti en liðið lék af leiftrandi hraða og öryggi. Vlatko Granic var með fullkomna skotnýtingu í fyrsta leikhluta og skoraði 17 stig í þeim leikhluta en staðan var 37-18 heimamönnum í vil eftir fyrsta fjórðunginn.

Áfram hélt Granic að salla niður stigum í öðrum leikhluta og KR hélt forystu sinni í kringum 20 stigin. Króatinn geðþekki hélt áfram að hitta öllum skotunum sem hann reyndi og var kominn með 29 stig þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Staðan var 59-36 fyrir KR í hálfleik.

Njarðvíkingar náðu aldrei almennilega að velgja KR-ingum undir uggum með áhlaupi í seinni hálfleik og leikmenn KR héldu áfram að leika við hvurn sinn fingur í þriðja og fjórða leikhluta. 

Granic fékk verðskuldaða hvíld í seinni hálfleik og Þorvaldur Orri Árnason og Guðmundur Þórir Þorbjarnarson tóku við keflinu hjá KR-liðinu og héldu áfram að auka á eymd gestanna úr Njarðvík. 

Lokatölur í leiknum urðu 116-67 fyrir KR sem er þar af leiðandi komið í undanúrslit keppninnar sem fram fara í Smáranum í Kópavogi í mars næstkomandi. 

Þangað eru Stjarnan, Valur og Keflavík einnig komin en Stjarnan vann Álftanes í gær, Valur hafði betur gegn Sindra í kvöld líkt og Keflavík gegn Haukum. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira