Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2025 13:03 Teikning listamanns af því hvernig WASP-127b gæti litið út. Reikistjarna er útbólginn gasrisi sem er aðeins stærri en Júpíter en mun massaminni. Skotvindur í kringum miðbaug plánetunnar blæs á um níu þúsund metra hraða á sekúndu. ESO/L. Calçada Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. Vísindamenn sem rannsökuðu lofthjúp WASP-127b, gasrisa í um fimm hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, tóku eftir því að hluti hans ferðaðist hratt í áttina að jörðinni en annar hluti jafnhratt frá henni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að gríðarlega öflugur skotvindur eða háloftaröst í kringum miðbaug reikistjörnunnar væri líklegasta skýringin. Vindhraðinn sem stjörnufræðingarnir mældu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) reyndist margfaldur hljóðhraði á jörðinni, um 33.000 kílómetrar á klukkustund eða um níu kílómetrar á sekúndu. Til samanburðar er hraðasti skotvindur sem mælst hefur í sólkerfinu okkar á Neptúnusi, um fimm hundruð metrar á sekúndu eða 1.800 kílómetrar á klukkustund. Skotvindar á jörðinni geta náð yfir fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund samkvæmt upplýsingum á vef Haf- og loftlagsstofnunar Bandaríkjanna. Skotvindurinn á WASP-127b blæs tæplega sexfalt hraðar en reikistjarnan snýst um eigin möndul. Þótt það hafi ekki verið staðfest enn með mælingum telja vísindamennirnir að möndulsnúningur reikistjörnunnar sé bundinn þannig að hún snúi alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni. Þá kom í ljós að pólar reikistjörnunnar eru aðeins svalari en lægri breiddargráður og örlítill hitamunur væri á dag- og næturhlið hennar. „Þetta sýnir að reikistjarnan er með flókin veðurkerfi alveg eins og jörðin og hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar,“ segir Fei Yan, prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Kína og einn höfunda greinar um rannsóknina. Gætu rannsakað lofthjúpa bergreikistjarna með næstu kynslóð sjónauka Miklar framfarir hafa orðið í rannsókn manna á fjarreikistjörnum á undanförnum árum. Áður takmörkuðust þær við stærð og massa reikistjarna en ný tækni gerir stjörnufræðingum kleift að gera athuganir á lofthjúpi þeirra. Uppgötvunin á skotvindinum á WASP-127b var gerð þegar vísindamenn rannsökuðu efnasamsetningu lofthjúps hennar. Með litrófsmælingu á ljósi móðurstjörnunnar þegar það skín í gegnum lofthjúpinn séð frá jörðinni komust vísindamennirnir að því að í honum væri vatnsgufa og kolmónoxíð. Vindurinn uppgötvaðist þegar mælingar leiddu í ljós hvers hratt sameindirnar ferðuðust, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Búast má við frekari framförum í fjarreikistjörnurannsóknum með ELT-sjónauka ESO sem er nú í smíðum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá muni menn geta rannsakað efnasamsetningu og veðurfar í lofthjúpi minni bergreikistjarna. Geimurinn Vísindi Veður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Vísindamenn sem rannsökuðu lofthjúp WASP-127b, gasrisa í um fimm hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, tóku eftir því að hluti hans ferðaðist hratt í áttina að jörðinni en annar hluti jafnhratt frá henni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að gríðarlega öflugur skotvindur eða háloftaröst í kringum miðbaug reikistjörnunnar væri líklegasta skýringin. Vindhraðinn sem stjörnufræðingarnir mældu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) reyndist margfaldur hljóðhraði á jörðinni, um 33.000 kílómetrar á klukkustund eða um níu kílómetrar á sekúndu. Til samanburðar er hraðasti skotvindur sem mælst hefur í sólkerfinu okkar á Neptúnusi, um fimm hundruð metrar á sekúndu eða 1.800 kílómetrar á klukkustund. Skotvindar á jörðinni geta náð yfir fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund samkvæmt upplýsingum á vef Haf- og loftlagsstofnunar Bandaríkjanna. Skotvindurinn á WASP-127b blæs tæplega sexfalt hraðar en reikistjarnan snýst um eigin möndul. Þótt það hafi ekki verið staðfest enn með mælingum telja vísindamennirnir að möndulsnúningur reikistjörnunnar sé bundinn þannig að hún snúi alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni. Þá kom í ljós að pólar reikistjörnunnar eru aðeins svalari en lægri breiddargráður og örlítill hitamunur væri á dag- og næturhlið hennar. „Þetta sýnir að reikistjarnan er með flókin veðurkerfi alveg eins og jörðin og hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar,“ segir Fei Yan, prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Kína og einn höfunda greinar um rannsóknina. Gætu rannsakað lofthjúpa bergreikistjarna með næstu kynslóð sjónauka Miklar framfarir hafa orðið í rannsókn manna á fjarreikistjörnum á undanförnum árum. Áður takmörkuðust þær við stærð og massa reikistjarna en ný tækni gerir stjörnufræðingum kleift að gera athuganir á lofthjúpi þeirra. Uppgötvunin á skotvindinum á WASP-127b var gerð þegar vísindamenn rannsökuðu efnasamsetningu lofthjúps hennar. Með litrófsmælingu á ljósi móðurstjörnunnar þegar það skín í gegnum lofthjúpinn séð frá jörðinni komust vísindamennirnir að því að í honum væri vatnsgufa og kolmónoxíð. Vindurinn uppgötvaðist þegar mælingar leiddu í ljós hvers hratt sameindirnar ferðuðust, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Búast má við frekari framförum í fjarreikistjörnurannsóknum með ELT-sjónauka ESO sem er nú í smíðum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá muni menn geta rannsakað efnasamsetningu og veðurfar í lofthjúpi minni bergreikistjarna.
Geimurinn Vísindi Veður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira