Menning

Bóka­markaðurinn færir sig um set

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda á markaðnum á Laugardalsvelli.
Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda á markaðnum á Laugardalsvelli. Vísir/GVA

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda sem verið hefur verið undir stúkunni á Laugardalsvelli undanfarin ár verður í Holtagörðum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fíbút.

Markaðurinn verður opnaður á á neðri hæð Holtagarða við hlið Bakarameistarans fimmtudaginn 27. febrúar. Rýmið var nýtt fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Alþingiskosningunum í nóvember. Markaðurinn var um árabil í Perlunni, svo á Laugardalsvelli og færir sig nú bæði norðar og austar, í Holtagarða.

Opið verður alla daga frá tíu að morgni til átta að kvöldi til sunnudagsins 16. mars.

Útgefendur sem vilja koma bókum á markaðinn er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins fyrir 5. febrúar á netfangið bryndis@fibut.is. Þá kemur fram í svari við fyrirspurn fylgjenda Bókamarkaðarins á Facebook að stefnt sé á markað á Akureyri í haust finnist hentugt húsnæði.

Að neðan má sjá frá opnun markaðarins í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.