Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 20:01 Rýmingar eru í gildi á Seyðisfirði og fleiri stöðum á Austfjörðum. Þá hefur Fjarðarheiði verið lokað. Lögreglan á Austurlandi Ljósmóðir á eftirlaunum sem búsett er á Seyðisfirði og var kölluð út í dag þegar barn fæddist í bænum segir íbúa búa við óbilandi óöryggi í tengslum við heilbrigðisþjónustu og samgöngur. Seyðfirðingar hafi þurft að þola ýmsar skerðingar í heilbrigðisþjónustu í gegn um tíðina. „Það er engin ljósmóðir starfandi á staðnum og engin fæðingaraðstaða. Eina fæðingaraðstaðan á Austurlandi er í Neskaupstað,“ segir Lukka S. Gissurardóttir ljósmóðir sem lauk störfum í fyrra eftir 47 ára starfsferil. Austurfrétt greindi frá því í dag að barn hefði fæðst á Seyðisfirði í morgun. Lokun á Fjarðarheiði veldur því að bæjarbúar geta ekki sótt aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem heilsugæslan býður upp á. Sjá einnig: Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og sonur Lukku, segir frá því í beinskeyttri Facebook færslu að móðir hans hefði svarað kallinu þegar barnshafandi kona var komin að fæðingu í morgun og nærtækasta úrræðið hafi verið að hringja í hana. Hann segir óboðlegt að samgöngur og innviðir í fjórðungnum skapi óöryggi trekk í trekk í veitingu heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki alltaf hægt að hringja í ljósmóður sem er hætt störfum vegna aldurs og ekki tekið á móti barni í áratugi,“ segir Eyjólfur og þakkar móður sinni fyrir að svara kallinu. Faglega og samfélagslega skyldan kallar Lukka tekur í sama streng í samtali við fréttastofu. „Það sem vaknaði með mér í morgun eru þessar óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem maður býr við og er ekki hlustað á og hefur aldrei verið,“ segir Lukka. Hún nefnir óvissu í tengslum við samgöngur, skerðingu á heilbrigðisþjónustu og vanmat á öryggisaðstæðum. Sem fyrr segir var hún kölluð út til að aðstoða við fæðingu á Seyðisfirði, sem samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar var það fyrsta til að fæðast á staðnum í þrjátíu ár. „Skyldan kallar, bæði faglega skyldan og líka samfélagslega skyldan. Það er bara þannig,“ segir Lukka. Hún segir þjónustu hafa minnkað óheyrilega á mörgum sviðum á Seyðisfirði. „Þannig að við þurfum milljón sinnum meira á því að halda að það sé hægt að komast yfir Fjarðarheiði.“ Hún segir það mikla heppni að heiðin hafi verið fær fyrir fjórum árum þegar rýma þurfti bæinn allan vegna aurskriða. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því við hvað fólk býr á svona stað eins og hér undir svona kringumstæðum,“ segir Lukka. Hún segir það algjört forgangsmál að bæta öryggisaðstæður í tengslum við Fjarðarheiði. „Það þarf að leggja áherslu á að byrja á þessum fjarðarheiðargöngum, þótt fyrr hefði verið. Það er mitt aðalmottó í dag.“ Heilbrigðismál Samgöngur Múlaþing Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
„Það er engin ljósmóðir starfandi á staðnum og engin fæðingaraðstaða. Eina fæðingaraðstaðan á Austurlandi er í Neskaupstað,“ segir Lukka S. Gissurardóttir ljósmóðir sem lauk störfum í fyrra eftir 47 ára starfsferil. Austurfrétt greindi frá því í dag að barn hefði fæðst á Seyðisfirði í morgun. Lokun á Fjarðarheiði veldur því að bæjarbúar geta ekki sótt aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem heilsugæslan býður upp á. Sjá einnig: Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og sonur Lukku, segir frá því í beinskeyttri Facebook færslu að móðir hans hefði svarað kallinu þegar barnshafandi kona var komin að fæðingu í morgun og nærtækasta úrræðið hafi verið að hringja í hana. Hann segir óboðlegt að samgöngur og innviðir í fjórðungnum skapi óöryggi trekk í trekk í veitingu heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki alltaf hægt að hringja í ljósmóður sem er hætt störfum vegna aldurs og ekki tekið á móti barni í áratugi,“ segir Eyjólfur og þakkar móður sinni fyrir að svara kallinu. Faglega og samfélagslega skyldan kallar Lukka tekur í sama streng í samtali við fréttastofu. „Það sem vaknaði með mér í morgun eru þessar óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem maður býr við og er ekki hlustað á og hefur aldrei verið,“ segir Lukka. Hún nefnir óvissu í tengslum við samgöngur, skerðingu á heilbrigðisþjónustu og vanmat á öryggisaðstæðum. Sem fyrr segir var hún kölluð út til að aðstoða við fæðingu á Seyðisfirði, sem samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar var það fyrsta til að fæðast á staðnum í þrjátíu ár. „Skyldan kallar, bæði faglega skyldan og líka samfélagslega skyldan. Það er bara þannig,“ segir Lukka. Hún segir þjónustu hafa minnkað óheyrilega á mörgum sviðum á Seyðisfirði. „Þannig að við þurfum milljón sinnum meira á því að halda að það sé hægt að komast yfir Fjarðarheiði.“ Hún segir það mikla heppni að heiðin hafi verið fær fyrir fjórum árum þegar rýma þurfti bæinn allan vegna aurskriða. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því við hvað fólk býr á svona stað eins og hér undir svona kringumstæðum,“ segir Lukka. Hún segir það algjört forgangsmál að bæta öryggisaðstæður í tengslum við Fjarðarheiði. „Það þarf að leggja áherslu á að byrja á þessum fjarðarheiðargöngum, þótt fyrr hefði verið. Það er mitt aðalmottó í dag.“
Heilbrigðismál Samgöngur Múlaþing Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira