Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 20:01 Rýmingar eru í gildi á Seyðisfirði og fleiri stöðum á Austfjörðum. Þá hefur Fjarðarheiði verið lokað. Lögreglan á Austurlandi Ljósmóðir á eftirlaunum sem búsett er á Seyðisfirði og var kölluð út í dag þegar barn fæddist í bænum segir íbúa búa við óbilandi óöryggi í tengslum við heilbrigðisþjónustu og samgöngur. Seyðfirðingar hafi þurft að þola ýmsar skerðingar í heilbrigðisþjónustu í gegn um tíðina. „Það er engin ljósmóðir starfandi á staðnum og engin fæðingaraðstaða. Eina fæðingaraðstaðan á Austurlandi er í Neskaupstað,“ segir Lukka S. Gissurardóttir ljósmóðir sem lauk störfum í fyrra eftir 47 ára starfsferil. Austurfrétt greindi frá því í dag að barn hefði fæðst á Seyðisfirði í morgun. Lokun á Fjarðarheiði veldur því að bæjarbúar geta ekki sótt aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem heilsugæslan býður upp á. Sjá einnig: Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og sonur Lukku, segir frá því í beinskeyttri Facebook færslu að móðir hans hefði svarað kallinu þegar barnshafandi kona var komin að fæðingu í morgun og nærtækasta úrræðið hafi verið að hringja í hana. Hann segir óboðlegt að samgöngur og innviðir í fjórðungnum skapi óöryggi trekk í trekk í veitingu heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki alltaf hægt að hringja í ljósmóður sem er hætt störfum vegna aldurs og ekki tekið á móti barni í áratugi,“ segir Eyjólfur og þakkar móður sinni fyrir að svara kallinu. Faglega og samfélagslega skyldan kallar Lukka tekur í sama streng í samtali við fréttastofu. „Það sem vaknaði með mér í morgun eru þessar óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem maður býr við og er ekki hlustað á og hefur aldrei verið,“ segir Lukka. Hún nefnir óvissu í tengslum við samgöngur, skerðingu á heilbrigðisþjónustu og vanmat á öryggisaðstæðum. Sem fyrr segir var hún kölluð út til að aðstoða við fæðingu á Seyðisfirði, sem samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar var það fyrsta til að fæðast á staðnum í þrjátíu ár. „Skyldan kallar, bæði faglega skyldan og líka samfélagslega skyldan. Það er bara þannig,“ segir Lukka. Hún segir þjónustu hafa minnkað óheyrilega á mörgum sviðum á Seyðisfirði. „Þannig að við þurfum milljón sinnum meira á því að halda að það sé hægt að komast yfir Fjarðarheiði.“ Hún segir það mikla heppni að heiðin hafi verið fær fyrir fjórum árum þegar rýma þurfti bæinn allan vegna aurskriða. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því við hvað fólk býr á svona stað eins og hér undir svona kringumstæðum,“ segir Lukka. Hún segir það algjört forgangsmál að bæta öryggisaðstæður í tengslum við Fjarðarheiði. „Það þarf að leggja áherslu á að byrja á þessum fjarðarheiðargöngum, þótt fyrr hefði verið. Það er mitt aðalmottó í dag.“ Heilbrigðismál Samgöngur Múlaþing Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
„Það er engin ljósmóðir starfandi á staðnum og engin fæðingaraðstaða. Eina fæðingaraðstaðan á Austurlandi er í Neskaupstað,“ segir Lukka S. Gissurardóttir ljósmóðir sem lauk störfum í fyrra eftir 47 ára starfsferil. Austurfrétt greindi frá því í dag að barn hefði fæðst á Seyðisfirði í morgun. Lokun á Fjarðarheiði veldur því að bæjarbúar geta ekki sótt aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem heilsugæslan býður upp á. Sjá einnig: Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og sonur Lukku, segir frá því í beinskeyttri Facebook færslu að móðir hans hefði svarað kallinu þegar barnshafandi kona var komin að fæðingu í morgun og nærtækasta úrræðið hafi verið að hringja í hana. Hann segir óboðlegt að samgöngur og innviðir í fjórðungnum skapi óöryggi trekk í trekk í veitingu heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki alltaf hægt að hringja í ljósmóður sem er hætt störfum vegna aldurs og ekki tekið á móti barni í áratugi,“ segir Eyjólfur og þakkar móður sinni fyrir að svara kallinu. Faglega og samfélagslega skyldan kallar Lukka tekur í sama streng í samtali við fréttastofu. „Það sem vaknaði með mér í morgun eru þessar óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem maður býr við og er ekki hlustað á og hefur aldrei verið,“ segir Lukka. Hún nefnir óvissu í tengslum við samgöngur, skerðingu á heilbrigðisþjónustu og vanmat á öryggisaðstæðum. Sem fyrr segir var hún kölluð út til að aðstoða við fæðingu á Seyðisfirði, sem samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar var það fyrsta til að fæðast á staðnum í þrjátíu ár. „Skyldan kallar, bæði faglega skyldan og líka samfélagslega skyldan. Það er bara þannig,“ segir Lukka. Hún segir þjónustu hafa minnkað óheyrilega á mörgum sviðum á Seyðisfirði. „Þannig að við þurfum milljón sinnum meira á því að halda að það sé hægt að komast yfir Fjarðarheiði.“ Hún segir það mikla heppni að heiðin hafi verið fær fyrir fjórum árum þegar rýma þurfti bæinn allan vegna aurskriða. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því við hvað fólk býr á svona stað eins og hér undir svona kringumstæðum,“ segir Lukka. Hún segir það algjört forgangsmál að bæta öryggisaðstæður í tengslum við Fjarðarheiði. „Það þarf að leggja áherslu á að byrja á þessum fjarðarheiðargöngum, þótt fyrr hefði verið. Það er mitt aðalmottó í dag.“
Heilbrigðismál Samgöngur Múlaþing Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira