Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 10:31 Mario Lemina vill komast frá Wolves en Úlfarnir vilja fá pening fyrir hann. Getty/Carl Recine Miðjumaður Úlfanna fær ekki ekki spila aftur með liði sínu í ensku úrvalsdeildinni fyrr en leikmannaglugginn lokar. Þetta segir knattspyrnustjórinn hans Vitor Pereira. Hinn 31 árs gamli Mario Lemina vill komast í burtu frá félaginu og bað um að sleppa við það að spila í 3-0 tapinu á móti Newcastle síðastliðinn miðvikudag. Hann er landsliðsmaður Gabon og þykir öflugur leikmaður. Lemina hefur síðan beðið knattspyrnustjóra sinn afsökunar sem og alla liðsfélaga sína. Wolves vill fá fimm milljónir punda fyrir Lemina sem kom til liðsins frá Southampton fyrir tveimur árum síðan. Sádi-arabíska félagið Al-Shabab vildi hins vegar fá hann frítt en það kom auðvitað ekki til greina hjá forráðamönnum Wolves. Úlfarnir eru í sautjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann mun ekki spila fyrr en leikmannaglugginn lokar. Við sjáum síðan til hvort hann sé þá enn leikmaður í mínu liði,“ sagði Vitor Pereira eftir tap á móti Chelsea í gær. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Ef hann verður enn okkar leikmaður þá mun ég leysa þetta vandamál. Hann er góður leikmaður en ef hann fer frá okkur þá er hann ekki mitt vandamál lengur,“ sagði Pereira. „Ég vil ekki hafa hjá mér leikmann með efasemdir. Ég get ekki spilað leikmanni sem er ekki viss um að hann vilji vera hér. Ég vil að leikmennirnir mínir séu hér af fullum hug,“ sagði Pereira. „Hann er að æfa en hugur hans er ekki hér af því að hann vill komast annað. Ég verð að vera hreinskilinn og segja satt frá. Nú bíðum við eftir því að glugginn loki og svo sjáum við til,“ sagði Pereira. Leikmannglugginn lokar klukkan 23.00 mánudaginn 3. febrúar. Wolves á eftir að mæta Arsenal og Aston Villa þangað til. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Mario Lemina vill komast í burtu frá félaginu og bað um að sleppa við það að spila í 3-0 tapinu á móti Newcastle síðastliðinn miðvikudag. Hann er landsliðsmaður Gabon og þykir öflugur leikmaður. Lemina hefur síðan beðið knattspyrnustjóra sinn afsökunar sem og alla liðsfélaga sína. Wolves vill fá fimm milljónir punda fyrir Lemina sem kom til liðsins frá Southampton fyrir tveimur árum síðan. Sádi-arabíska félagið Al-Shabab vildi hins vegar fá hann frítt en það kom auðvitað ekki til greina hjá forráðamönnum Wolves. Úlfarnir eru í sautjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann mun ekki spila fyrr en leikmannaglugginn lokar. Við sjáum síðan til hvort hann sé þá enn leikmaður í mínu liði,“ sagði Vitor Pereira eftir tap á móti Chelsea í gær. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Ef hann verður enn okkar leikmaður þá mun ég leysa þetta vandamál. Hann er góður leikmaður en ef hann fer frá okkur þá er hann ekki mitt vandamál lengur,“ sagði Pereira. „Ég vil ekki hafa hjá mér leikmann með efasemdir. Ég get ekki spilað leikmanni sem er ekki viss um að hann vilji vera hér. Ég vil að leikmennirnir mínir séu hér af fullum hug,“ sagði Pereira. „Hann er að æfa en hugur hans er ekki hér af því að hann vill komast annað. Ég verð að vera hreinskilinn og segja satt frá. Nú bíðum við eftir því að glugginn loki og svo sjáum við til,“ sagði Pereira. Leikmannglugginn lokar klukkan 23.00 mánudaginn 3. febrúar. Wolves á eftir að mæta Arsenal og Aston Villa þangað til.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira