Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 21. janúar 2025 07:30 Mikill snjór féll á Austfjörðum síðustu daga en nú horfir til betri vegar. Landsbjörg Veður er orðið með skaplegasta móti á Austfjörðum og nóttin var tíðindalítil að sögn Magna Hreins Jónssonar ofanflóðasérfræðings hjá Veðurstofunni sem fylgdist með í nótt. Hann segir að rýmingum sem eru í gildi í Neskaupsstað og á Seyðisfirði verði væntanlega aflétt með morgninum. „Það hefur stytt upp og er svona að kalla úrkomulaust fyrir austan núna og skaplegasta veður. Við höfum ekki frétt af neinum nýjum flóðum í nótt, enda svosem ekki við því að búast í myrkrinu,“ segir Magni og bætir við að spáin fyrir daginn sé góð. „Hún er fín. Það er spáð úrkomulausu veðri og til þess að gera hægum vindi.“ Magni segir að miðað við þetta megi búast við því að rýmingum í bæjunum tveimur verði nú aflétt innan tíðar. „Það má alveg búast við því já og ég reikna með því að það verði gert. Ástandið verður metið í birtingu og þá getum við horft til fjalla.“ Og hið víðtæka rafmagnsleysi sem var á Austurlandi í gær er nú næstum fyrir bí. Á heimasíðu RARIK segir að allir viðskiptavinir á svæðinu sem eru með fasta búsetu ættu að vera komnir með rafmagn. Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu vegna ísingar í veðrinu sem gekk yfir og gætu endanlegar viðgerðir tekið einhverja daga enda aðstæður afar krefjandi. Þá er færðin á svæðinu einnig orðin skárri og Fjarðarheiðin var opnuð nú í morgunsárið eða rétt eftir klukkan sjö. Þar er þó snjóþekja á veginum og einbreitt með köflum og eru vegfarandur því beðnir um að aka varlega. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Hann segir að rýmingum sem eru í gildi í Neskaupsstað og á Seyðisfirði verði væntanlega aflétt með morgninum. „Það hefur stytt upp og er svona að kalla úrkomulaust fyrir austan núna og skaplegasta veður. Við höfum ekki frétt af neinum nýjum flóðum í nótt, enda svosem ekki við því að búast í myrkrinu,“ segir Magni og bætir við að spáin fyrir daginn sé góð. „Hún er fín. Það er spáð úrkomulausu veðri og til þess að gera hægum vindi.“ Magni segir að miðað við þetta megi búast við því að rýmingum í bæjunum tveimur verði nú aflétt innan tíðar. „Það má alveg búast við því já og ég reikna með því að það verði gert. Ástandið verður metið í birtingu og þá getum við horft til fjalla.“ Og hið víðtæka rafmagnsleysi sem var á Austurlandi í gær er nú næstum fyrir bí. Á heimasíðu RARIK segir að allir viðskiptavinir á svæðinu sem eru með fasta búsetu ættu að vera komnir með rafmagn. Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu vegna ísingar í veðrinu sem gekk yfir og gætu endanlegar viðgerðir tekið einhverja daga enda aðstæður afar krefjandi. Þá er færðin á svæðinu einnig orðin skárri og Fjarðarheiðin var opnuð nú í morgunsárið eða rétt eftir klukkan sjö. Þar er þó snjóþekja á veginum og einbreitt með köflum og eru vegfarandur því beðnir um að aka varlega.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira