Enski boltinn

„Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arne Slot hefur gert frábæra hluti á fyrsta keppnistímabili sínu sem knattspyrnustjóri Liverpool.
Arne Slot hefur gert frábæra hluti á fyrsta keppnistímabili sínu sem knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/Simon Stacpoole

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að nú sé ekki rétti tímimm til að halda því fram að liðið hans sé það besta í heimi. Því hélt stjóri síðustu mótherja Liverpool fram eftir leik Bentford og Liverpool um helgina.

Thomas Frank, stjóri Brentford, lofaði Liverpool liðið eftir 2-0 sigur Liverpool en varamaðurinn Darwin Núnez skoraði bæði mörkin í uppbótartíma leiksins.

Liverpool er ekki aðeins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar heldur hefur liðið einnig unnið sex fyrstu leiki sína í meistaradeildinni og fær Lille í heimsókn í Meistaradeildinni í kvöld.

„Skoðun Franks skiptir mig máli af því að hann hefur staðið sig svo vel hjá Brentford. Það hefur hann gert án þess að eyða miklum peningi í leikmenn,“ sagði Arne Slot.

„Liðið hans spilar alltaf vel og gerir lífið erfitt fyrir toppliðin. Hans skoðun skiptir því máli. Ég held samt að það sé of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi,“ sagði Slot.

„Það er erfitt að dæma liðin vegna nýja fyrirkomulagsins í Meistaradeildinni enda eru liðin að mæta sitthverju liðinu. Það er samt alltaf gaman að fá hrós,“ sagði Slot.

Liverpool tryggir sér endanlega sæti meðal átta efstu með því að ná í stig á móti Lille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×