Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2025 11:59 Palestínskur maður virðir fyrir sér skemmdirnar eftir árásir landtökumanna á tvö þorp á Vesturbakkanum í gærkvöldi. AP/Majdi Mohammed Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup á Jenin á Vesturbakkanum, sem talið er að muni standa yfir í að minnsta kosti nokkra daga. Áhlaupið hófst á nokkrum drónaárásum sem herinn segir að hafi beinst að innviðum hryðjuverkasamtaka. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum á Vesturbakkanum að tveir Palestínumenn hafi fallið í árásunum sem gerðar voru á flóttamannabúðir í Jenin. Áhlaup hersins virðist beinast að þeim búðum og hafa Ísraelar gert áhlaup á þær áður. Fjölmiðlar í Ísrael hafa eftir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að hernaðaraðgerð þessi beri titilinn „Járnveggur“ og að áhlaupinu sé ætlað að „útrýma“ hryðjuverkastarfsemi í Jenin. Hann segir árásirnar beinast gegn handbendum klerkastjórnarinnar í Íran og að aðgerðin muni halda áfram eins lengi og til þurfi. הפלסטינים מדווחים על כוחות צה"ל רבים שפועלים במחנה הפליטים ג'נין@sapirlipkin pic.twitter.com/Al8MbbJHZf— החדשות - N12 (@N12News) January 21, 2025 Réðust á tvö þorp Áhlaupið kemur í kjölfar þess að hópur landtökumanna réðst á Palestínumenn á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Bílar og hús voru brennd en Kan hefur eftir heimamönnum að um þrjú hundruð manns hafi tekið þátt í árasunum. Times of Israel segir að landtökumenn hafi gert árásir á tvö þorp á Vesturbakkanum og að tveir Ísraelar hafi verið skotnir og særðir alvarlega af lögregluþjónum. Mennirnir, sem voru grímuklæddir, eru sagðir hafa ráðist á lögregluþjón og sprautað piparúða á hann. Eftir að stríðið hófst á Gasaströndinni fjölgaði árásum landtökumanna á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn hefur einnig gert mörg áhlaup á svæðinu. Sjá einnig: Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Árásin í gær var gerð á svipuðum tíma og Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann væri að fella úr gildi refsiaðgerðir gegn ísraelskum landtökumönnum sem beita Palestínumenn ofbeldi. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum á Vesturbakkanum að tveir Palestínumenn hafi fallið í árásunum sem gerðar voru á flóttamannabúðir í Jenin. Áhlaup hersins virðist beinast að þeim búðum og hafa Ísraelar gert áhlaup á þær áður. Fjölmiðlar í Ísrael hafa eftir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að hernaðaraðgerð þessi beri titilinn „Járnveggur“ og að áhlaupinu sé ætlað að „útrýma“ hryðjuverkastarfsemi í Jenin. Hann segir árásirnar beinast gegn handbendum klerkastjórnarinnar í Íran og að aðgerðin muni halda áfram eins lengi og til þurfi. הפלסטינים מדווחים על כוחות צה"ל רבים שפועלים במחנה הפליטים ג'נין@sapirlipkin pic.twitter.com/Al8MbbJHZf— החדשות - N12 (@N12News) January 21, 2025 Réðust á tvö þorp Áhlaupið kemur í kjölfar þess að hópur landtökumanna réðst á Palestínumenn á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Bílar og hús voru brennd en Kan hefur eftir heimamönnum að um þrjú hundruð manns hafi tekið þátt í árasunum. Times of Israel segir að landtökumenn hafi gert árásir á tvö þorp á Vesturbakkanum og að tveir Ísraelar hafi verið skotnir og særðir alvarlega af lögregluþjónum. Mennirnir, sem voru grímuklæddir, eru sagðir hafa ráðist á lögregluþjón og sprautað piparúða á hann. Eftir að stríðið hófst á Gasaströndinni fjölgaði árásum landtökumanna á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn hefur einnig gert mörg áhlaup á svæðinu. Sjá einnig: Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Árásin í gær var gerð á svipuðum tíma og Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann væri að fella úr gildi refsiaðgerðir gegn ísraelskum landtökumönnum sem beita Palestínumenn ofbeldi.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira