KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 17:32 Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins. Hver veit nema að arftaki hans sé á meðal þeirra stráka, fæddir 2008 og 2009, sem boðaðir hafa verið á æfingar í varnarleik síðar í þessum mánuði? vísir/Anton Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað unga varnarmenn á sérstakar æfingar í lok þessa mánaðar, í von um að eignast enn betri varnarmenn þegar fram líða stundir. Á árum áður voru Íslendingar vanir því að eiga varnarmenn í einni sterkustu landsdeild Evrópu, ensku úrvalsdeildinni, en í dag spilar enginn íslenskur varnarmaður í einhverri af sterkustu deildum álfunnar. Reyndar var það einnig svo þegar Ísland náði sínum besta árangri í sögunni og fór í 8-liða úrslit á EM og inn á HM, að varnarlínan var ekki skipuð varnarmönnum sem spiluðu í sterkustu deildunum. Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, sagði líka á blaðamannafundi á föstudaginn að hann væri ósammála umræðunni um að íslenska landsliðið væri ekki nógu sterkt í vörn. Varnarmenn Íslands hefðu sannarlega sína styrkleika. Engur að síður hefur KSÍ nú brugðist við og boðað unga leikmenn á séræfingar í vörn, og það undir handleiðslu manna með gríðarlega reynslu af því að verjast, í efstu deildum Englands. „Tilraunaverkefni“ sem vonandi skilar sér Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari mun hafa umsjón með æfingunum ásamt landsliðsþjálfurum yngri landsliða, en fyrrum landsliðs- og atvinnumennirnir Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson munu einnig þjálfa á æfingunum. „Það hefur verið kallað eftir því að okkur vanti fleiri varnarmenn. Að það þurfi að laga varnarleikinn okkar. Við erum að fara af stað í lok janúar með smá tilraunaverkefni með yngri leikmenn,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina. „Við ætlum að vera með æfingar þar sem við köllum saman eingöngu varnarmenn yngri landsliða. Inni á þeim æfingum verða kempur eins og Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson, og mögulega fleiri, sem aðstoða landsliðsþjálfara okkar í að kenna undirstöðuatriði í varnarleik, staðsetningar og fleira. Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Við erum alltaf að reyna að finna einhverjar leiðir til að laga hlutina, og í samvinnu við félögin þá vonandi skilar þetta sér,“ sagði Jörundur Áki. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í leikstöðuæfingum KSÍ dagana 28. – 29. janúar 2025: Leikmenn fæddir 2008 Ásbjörn Líndal Arnarsson – Þór Ak. Birkir Hrafn Samúelsson – ÍA Egill Ingi Benediktsson – Leiknir R. Gísli Snær Waywadt Gíslason – Stjarnan Gunnar Baltasar Guðmundsson – HK Ísak Logi Eysteinsson – Keflavík Ketill Orri Ketilsson – FH Kristinn Tjörvi Björnsson – Víkingur R. Stefán Logi Sigurjónsson – Fylkir Styrmir Jóhann Ellertsson – ÍA Sverrir Páll Ingason – Þór Ak. Sölvi Svær Ásgeirsson – Grindavík Leikmenn fæddir 2009 Björn Darri Oddgeirsson – Þróttur R. Brynjar Óðinn Atlason – ÍA Egill Valur Karlsson – Breiðablik Halldór Sveinn Elíasson – Njarðvík Jakob Sævar Johansson – Afturelding Kristófer Kató Friðriksson – Þór Markús Andri Daníelsson Martin – Hamar Nökkvi Arnarsson – HK Oliver Napiórkowski – Fylkir Rúnar Logi Ragnarsson – Breiðablik Sigmundur Logi Þórðarson – KA Skarphéðinn Gauti Ingimarsson – KR Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Á árum áður voru Íslendingar vanir því að eiga varnarmenn í einni sterkustu landsdeild Evrópu, ensku úrvalsdeildinni, en í dag spilar enginn íslenskur varnarmaður í einhverri af sterkustu deildum álfunnar. Reyndar var það einnig svo þegar Ísland náði sínum besta árangri í sögunni og fór í 8-liða úrslit á EM og inn á HM, að varnarlínan var ekki skipuð varnarmönnum sem spiluðu í sterkustu deildunum. Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, sagði líka á blaðamannafundi á föstudaginn að hann væri ósammála umræðunni um að íslenska landsliðið væri ekki nógu sterkt í vörn. Varnarmenn Íslands hefðu sannarlega sína styrkleika. Engur að síður hefur KSÍ nú brugðist við og boðað unga leikmenn á séræfingar í vörn, og það undir handleiðslu manna með gríðarlega reynslu af því að verjast, í efstu deildum Englands. „Tilraunaverkefni“ sem vonandi skilar sér Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari mun hafa umsjón með æfingunum ásamt landsliðsþjálfurum yngri landsliða, en fyrrum landsliðs- og atvinnumennirnir Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson munu einnig þjálfa á æfingunum. „Það hefur verið kallað eftir því að okkur vanti fleiri varnarmenn. Að það þurfi að laga varnarleikinn okkar. Við erum að fara af stað í lok janúar með smá tilraunaverkefni með yngri leikmenn,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina. „Við ætlum að vera með æfingar þar sem við köllum saman eingöngu varnarmenn yngri landsliða. Inni á þeim æfingum verða kempur eins og Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson, og mögulega fleiri, sem aðstoða landsliðsþjálfara okkar í að kenna undirstöðuatriði í varnarleik, staðsetningar og fleira. Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Við erum alltaf að reyna að finna einhverjar leiðir til að laga hlutina, og í samvinnu við félögin þá vonandi skilar þetta sér,“ sagði Jörundur Áki. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í leikstöðuæfingum KSÍ dagana 28. – 29. janúar 2025: Leikmenn fæddir 2008 Ásbjörn Líndal Arnarsson – Þór Ak. Birkir Hrafn Samúelsson – ÍA Egill Ingi Benediktsson – Leiknir R. Gísli Snær Waywadt Gíslason – Stjarnan Gunnar Baltasar Guðmundsson – HK Ísak Logi Eysteinsson – Keflavík Ketill Orri Ketilsson – FH Kristinn Tjörvi Björnsson – Víkingur R. Stefán Logi Sigurjónsson – Fylkir Styrmir Jóhann Ellertsson – ÍA Sverrir Páll Ingason – Þór Ak. Sölvi Svær Ásgeirsson – Grindavík Leikmenn fæddir 2009 Björn Darri Oddgeirsson – Þróttur R. Brynjar Óðinn Atlason – ÍA Egill Valur Karlsson – Breiðablik Halldór Sveinn Elíasson – Njarðvík Jakob Sævar Johansson – Afturelding Kristófer Kató Friðriksson – Þór Markús Andri Daníelsson Martin – Hamar Nökkvi Arnarsson – HK Oliver Napiórkowski – Fylkir Rúnar Logi Ragnarsson – Breiðablik Sigmundur Logi Þórðarson – KA Skarphéðinn Gauti Ingimarsson – KR
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira