Einhver heimili enn keyrð á varaafli Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2025 16:57 Nokkur fjöldi rafmagnsstaura brotnaði í óveðrinu. RARIK Nokkrir viðskiptavinir RARIK á Austurlandi fá sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við rafmagnslínur sem skemmdust í óveðrinu sem hófst á sunnudag. Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að tugir staura hafi brotnað og nokkrar skemmdir hafi orðið á línum víðsvegar á Austfjörðum í miklu óveðri sem hófst sunnudaginn 19. janúar. Verra en búist var við Framkvæmdaflokkar fyrirtækisins hafi verið í viðbragsstöðu og aukamannskapur hafi verið kallaður út vegna veðurspár frá sunnudeginum en vegna mikillar ofankomu með tilheyrandi ófærð og slæmu skyggni hafi þeim ekki orðið hægt um vik þegar mikil ísing fór að fella línur og staura. Veðurspá hefði gert ráð fyrir að ísing yrði mun ofar en raunin varð. RARIK hafi verið í nánu samstarfi við almannavarnir og Vegagerðina um að koma starfsfólki örugglega milli svæða eftir því sem þörf krafði og björgunarsveitir og verktakar hafi einnig aðstoðað. Sex bilanir hafi orðið á Austurlandi í þessu áhlaupi og allar hafi þær orðið á stöðum sem treysta á afhendingu rafmagns um loftlínur. Mega búast við truflunum Nokkrir viðskiptavinir fái sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við þær línur sem fóru. Þetta eigi við í dreifbýli í sunnanverðum Fáskrúðsfirði, Berufirði, Stöðvarfirði og Lóni. Nokkrir afhendingarstaðir þar sem ekki er föst búseta séu án rafmagns og það sé samkvæmt samkomulagi við þá viðskiptavini. Viðskiptavinir sem fá rafmagn með varaafli geti búist við smávægilegum truflunum þegar viðgerðum líkur og þeir verða tengdir dreifikerfinu aftur. „RARIK vill þakka öllum íbúum og fyrirtækjum á svæðinu fyrir þolinmæði og skilning og senda sérstakar þakkir til verktaka og björgunarsveita sem aðstoðuðu okkur í þessu verkefni.“ Orkumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að tugir staura hafi brotnað og nokkrar skemmdir hafi orðið á línum víðsvegar á Austfjörðum í miklu óveðri sem hófst sunnudaginn 19. janúar. Verra en búist var við Framkvæmdaflokkar fyrirtækisins hafi verið í viðbragsstöðu og aukamannskapur hafi verið kallaður út vegna veðurspár frá sunnudeginum en vegna mikillar ofankomu með tilheyrandi ófærð og slæmu skyggni hafi þeim ekki orðið hægt um vik þegar mikil ísing fór að fella línur og staura. Veðurspá hefði gert ráð fyrir að ísing yrði mun ofar en raunin varð. RARIK hafi verið í nánu samstarfi við almannavarnir og Vegagerðina um að koma starfsfólki örugglega milli svæða eftir því sem þörf krafði og björgunarsveitir og verktakar hafi einnig aðstoðað. Sex bilanir hafi orðið á Austurlandi í þessu áhlaupi og allar hafi þær orðið á stöðum sem treysta á afhendingu rafmagns um loftlínur. Mega búast við truflunum Nokkrir viðskiptavinir fái sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við þær línur sem fóru. Þetta eigi við í dreifbýli í sunnanverðum Fáskrúðsfirði, Berufirði, Stöðvarfirði og Lóni. Nokkrir afhendingarstaðir þar sem ekki er föst búseta séu án rafmagns og það sé samkvæmt samkomulagi við þá viðskiptavini. Viðskiptavinir sem fá rafmagn með varaafli geti búist við smávægilegum truflunum þegar viðgerðum líkur og þeir verða tengdir dreifikerfinu aftur. „RARIK vill þakka öllum íbúum og fyrirtækjum á svæðinu fyrir þolinmæði og skilning og senda sérstakar þakkir til verktaka og björgunarsveita sem aðstoðuðu okkur í þessu verkefni.“
Orkumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira