Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2025 10:47 Joaquín Navarro Cañada með nokkrum uppreisnarmönnum FLA. FLA Spænskum manni sem rænt var í Alsír var frelsaður af uppreisnarmönnum í Malí, skömmu áður en selja átti hann til vígamanna Íslamska ríkisins. Hann var svo fluttur aftur til Alsír í gær og færður yfirvöldum þar. Joaquín Navarro Cañada, er rúmlega sextugur fornleifafræðingur en honum var rænt í Alsír, nærri landamærum Malí þann 14. janúar. Þá var hann þar í fríi og var honum rænt af glæpamönnum sem ætluðu sér að selja hann til vígamanna Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu. El Mundo segir að Canada hafi verið flogið til höfuðborgar Alsír og þar hafi hann verið færður í hendur Spánverja. Spænski miðillinn El País segir Túarega hafa bjargað fornleifafræðingnum í samvinnu við CNI, Leyniþjónustu Spánar. Um leið og Cañada var rænt munu starfsmenn CNI hafa haft samband við uppreisnarhóp Túarega í Malí sem kallast Azawad Liberation Front (FLA). Sá hópur hefur um árabil barist fyrir eigin ríki í norðurhluta Malí og á það ríki að kallast Azawad. Einn talsmanna FLA sagði frá því að glæpamennirnir sem rændu Cañada hafi flutt hann til Azawad á leið þeirra til móts við ISIS-liða. Hann hafi verið frelsaður af FLA-liðum á mánudagskvöldið. L’ex-otage de nationalité espagnole ici sous bonne escorte des forces du #FLA a été à l’instant transféré aux autorités algériennes dans les conditions adéquates et en bonne santé pic.twitter.com/e7GxQiCxAe— Attaye Ag Mohamed (@attaye_ag) January 21, 2025 Í frétt France24 kemur fram að leiðtogar Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu hafi nýverið gefið út ákall eftir vestrænum gíslum. Blaðamaður miðilsins sem starfar á svæðinu segir ISIS bjóða umtalsverða fjármuni fyrir hvern gísl sem þeir fá afhentan. Hann segir mannræningjana hafa verið sjö talsins frá Malí og Alsír og allir kringum tvítugt. Þeir munu hafa skilið Cañada eftir á tilteknum stað sem FLA-liðar bentu þeim á, í skiptum fyrir það að vera ekki eltir uppi af uppreisnarmönnunum. Ræningjunum var einnig gert að afhenda Cañada aftur vegabréf hans, síma og aðrar eigur. Moment de transfert de l’otage Espagnol aux autorités algériennes il y a quelques instants pic.twitter.com/9cqmSHTSlW— Wassim Nasr (@SimNasr) January 21, 2025 Austurrísk kona sem rænt var í Níger, nærri landamærum Alsír, þann 12. janúar var ekki jafn heppin og Cañada. Mannræningjar hennar eru sagðir hafa náð að flytja hana til yfirráðasvæðis ISIS á Sahel-svæðinu. Mikil óreiða á Sahel-svæðinu Túaregar eru þjóðflokkur sem heldur til í eyðimörkinni milli Alsír og Malí og hafa þeir lengi barist fyrir eigin ríki. Mikil óreiða ríkir á Sahel-svæðinu um þessar mundir en þar hefur vígahópum vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Tveir hópar eru umsvifamestir á svæðinu. Það eru hinn áðurnefndi Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkið í Sahel eða IS-S. Alsír Malí Spánn Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Joaquín Navarro Cañada, er rúmlega sextugur fornleifafræðingur en honum var rænt í Alsír, nærri landamærum Malí þann 14. janúar. Þá var hann þar í fríi og var honum rænt af glæpamönnum sem ætluðu sér að selja hann til vígamanna Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu. El Mundo segir að Canada hafi verið flogið til höfuðborgar Alsír og þar hafi hann verið færður í hendur Spánverja. Spænski miðillinn El País segir Túarega hafa bjargað fornleifafræðingnum í samvinnu við CNI, Leyniþjónustu Spánar. Um leið og Cañada var rænt munu starfsmenn CNI hafa haft samband við uppreisnarhóp Túarega í Malí sem kallast Azawad Liberation Front (FLA). Sá hópur hefur um árabil barist fyrir eigin ríki í norðurhluta Malí og á það ríki að kallast Azawad. Einn talsmanna FLA sagði frá því að glæpamennirnir sem rændu Cañada hafi flutt hann til Azawad á leið þeirra til móts við ISIS-liða. Hann hafi verið frelsaður af FLA-liðum á mánudagskvöldið. L’ex-otage de nationalité espagnole ici sous bonne escorte des forces du #FLA a été à l’instant transféré aux autorités algériennes dans les conditions adéquates et en bonne santé pic.twitter.com/e7GxQiCxAe— Attaye Ag Mohamed (@attaye_ag) January 21, 2025 Í frétt France24 kemur fram að leiðtogar Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu hafi nýverið gefið út ákall eftir vestrænum gíslum. Blaðamaður miðilsins sem starfar á svæðinu segir ISIS bjóða umtalsverða fjármuni fyrir hvern gísl sem þeir fá afhentan. Hann segir mannræningjana hafa verið sjö talsins frá Malí og Alsír og allir kringum tvítugt. Þeir munu hafa skilið Cañada eftir á tilteknum stað sem FLA-liðar bentu þeim á, í skiptum fyrir það að vera ekki eltir uppi af uppreisnarmönnunum. Ræningjunum var einnig gert að afhenda Cañada aftur vegabréf hans, síma og aðrar eigur. Moment de transfert de l’otage Espagnol aux autorités algériennes il y a quelques instants pic.twitter.com/9cqmSHTSlW— Wassim Nasr (@SimNasr) January 21, 2025 Austurrísk kona sem rænt var í Níger, nærri landamærum Alsír, þann 12. janúar var ekki jafn heppin og Cañada. Mannræningjar hennar eru sagðir hafa náð að flytja hana til yfirráðasvæðis ISIS á Sahel-svæðinu. Mikil óreiða á Sahel-svæðinu Túaregar eru þjóðflokkur sem heldur til í eyðimörkinni milli Alsír og Malí og hafa þeir lengi barist fyrir eigin ríki. Mikil óreiða ríkir á Sahel-svæðinu um þessar mundir en þar hefur vígahópum vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Tveir hópar eru umsvifamestir á svæðinu. Það eru hinn áðurnefndi Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkið í Sahel eða IS-S.
Alsír Malí Spánn Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira