Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Jón Þór Stefánsson skrifar 22. janúar 2025 16:10 Kristján Markús Sívarsson hefur sagt að rannsókn lögreglu í málinu sé ósanngjörn. Vísir Kona sem kom mikið særð inn á bráðmóttöku Landspítalans þann 10. nóvember og sagði Kristján Markús Sívarsson hafa veitt sér áverkana hefur breytt framburði sínum. Nú segir hún Kristján Markús ekki hafa veitt sér alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar í málinu. Þrátt fyrir þennan nýja framburð konunnar er það niðurstaða dómsins að Kristján skuli sitja áfram í gæsluvarðhaldi, þangað til í byrjun febrúarmánaðar. Dómurinn vísar til ítarlegs og samhljóða framburðar konunnar í fyrri skýrslutökum sem samrýmist rannsóknargögnum málsins. Konunni þykir nú ósanngjarnt að Kristján, sem hefur neitað sök, sitji í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hafi ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Konan kom á Bráðamóttökuna þann 10. nóvember síðastliðinn. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka.Vísir/Vilhelm Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu og vettvangur tryggður. Leit var gerð á heimili hans. Lögreglan lagði hald á föt, lak, sem og hamar og dúkahníf. Þá voru tekin sýni af blóði sem fannst á veggjum í svefnherbergi heimilisins. Óskaði sjálf eftir því að gefa aftur skýrslu Í þessum breytta framburði konunnar, sem kom fram í skýrslu sem var tekin af henni á Þorláksmessu að hennar eigin ósk, sagði hún Kristján ekki hafa valdið öllum áverkunum. Í úrskurði Landsréttar segir að konan hafi á hinn bóginn ekki getað gefið neinar skýringar á áverkunum. Hún sagðist eingöngu muna að hún hefði vaknað heima hjá Kristjáni með áverka, án þess að geta nefnt þá sem voru á staðnum eða hver hefði valdið áverkunum. Hún og Kristján hefðu rifist, og hún átt upptökin að rifrildunum. Þá hefði komið til slagsmála þeirra á mill og hún þá kýlt Kristján en hann sparkað í hana. Konan er sögð engu geta svarað um hvar þessi átök hafi átt sér stað. Hún hafi borið fyrir sig að hún hafi verið í mikilli neyslu. Rétt er að vara lesendur við lýsingum sem fram koma í fréttinni að neðan. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum sem liggja fyrir í málinu kemur fram að áverkar á konunni mun hafa verið mjög miklir. Að sögn lýtalæknis litu sár hennar út fyrir að hún hefði verið slegin með hamri, en hún var með að minnsta kosti eitt brotið rifbein. Í bráðamóttökuskrá sagði að konan hefði verið öll úti í marblettum og skurðum. Í fyrsta úrskurði héraðsdóms má finna eftirfarandi lýsingu sem vísar í umrædda skrá: „Á andliti sé hún marin í kringum báðar augnumgjörðir, á ennisblaði og við vinstra eyra. Hún sé með þriggja sentímetra skurð á milli augabrúna. Djúpa hringlaga skurði á vinstri framhandlegg og vinstra læri. Báðir fótleggir séu með misstóra marbletti um alla leggi. Yfirborðsskurðir séu á báðum leggjum og grynnri rispur einnig. Hægri hendi sé mjög bólgin og fjólublátt mar sé yfir alla hendina“ Einnig var vísað í bráðabirgðaskýrslu réttarlæknis, en í henni segir að konan hafi verið með áverka eftir högg eða slög með hörðum áhöldum. Áverkarnir hafi að mestu leyti verið „ferskir eða allt að nokkurra daga gamlir.“ Mjög líklegt væri að annar einstaklingur hefði veitt henni þessa áverka, mögulega með höggum, hnúum, spörkum eða áhaldi. Sagði ofbeldið hafa staðið yfir í nokkurn tíma Kvöldið sem konan kom á bráðamóttökuna var tekin skýrsla af henni. Þar greindi hún frá miklu ofbeldi af hálfu Kristjáns, og að það hefði staðið yfir í nokkurn tíma. Hún sagði hann hafa lamið hana með járnröri, spýtu og hleðslutæki, stungið með nál og skorið hana í fótleggina með hníf. Þremur dögum seinna var tekin önnur skýrsla af henni, en þar sagðist hún hafa verið hjá Kristjáni í um það bil mánuð, og að ofbeldið hafi staðið yfir í um helminginn af þeim tíma. Hún sagði megnið af áverkunum þó hafa komið dagana áður en hún fór á sjúkrahúsið. Jafnframt sagði hún að hann hefði brennt hana með sígarettu og brotið í henni tennurnar með kveikjara. Hún sagðist hafa farið til tannlæknis vegna þess einhverjum dögum áður en hún fór á sjúkrahúsið. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar í málinu. Þrátt fyrir þennan nýja framburð konunnar er það niðurstaða dómsins að Kristján skuli sitja áfram í gæsluvarðhaldi, þangað til í byrjun febrúarmánaðar. Dómurinn vísar til ítarlegs og samhljóða framburðar konunnar í fyrri skýrslutökum sem samrýmist rannsóknargögnum málsins. Konunni þykir nú ósanngjarnt að Kristján, sem hefur neitað sök, sitji í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hafi ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Konan kom á Bráðamóttökuna þann 10. nóvember síðastliðinn. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka.Vísir/Vilhelm Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu og vettvangur tryggður. Leit var gerð á heimili hans. Lögreglan lagði hald á föt, lak, sem og hamar og dúkahníf. Þá voru tekin sýni af blóði sem fannst á veggjum í svefnherbergi heimilisins. Óskaði sjálf eftir því að gefa aftur skýrslu Í þessum breytta framburði konunnar, sem kom fram í skýrslu sem var tekin af henni á Þorláksmessu að hennar eigin ósk, sagði hún Kristján ekki hafa valdið öllum áverkunum. Í úrskurði Landsréttar segir að konan hafi á hinn bóginn ekki getað gefið neinar skýringar á áverkunum. Hún sagðist eingöngu muna að hún hefði vaknað heima hjá Kristjáni með áverka, án þess að geta nefnt þá sem voru á staðnum eða hver hefði valdið áverkunum. Hún og Kristján hefðu rifist, og hún átt upptökin að rifrildunum. Þá hefði komið til slagsmála þeirra á mill og hún þá kýlt Kristján en hann sparkað í hana. Konan er sögð engu geta svarað um hvar þessi átök hafi átt sér stað. Hún hafi borið fyrir sig að hún hafi verið í mikilli neyslu. Rétt er að vara lesendur við lýsingum sem fram koma í fréttinni að neðan. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum sem liggja fyrir í málinu kemur fram að áverkar á konunni mun hafa verið mjög miklir. Að sögn lýtalæknis litu sár hennar út fyrir að hún hefði verið slegin með hamri, en hún var með að minnsta kosti eitt brotið rifbein. Í bráðamóttökuskrá sagði að konan hefði verið öll úti í marblettum og skurðum. Í fyrsta úrskurði héraðsdóms má finna eftirfarandi lýsingu sem vísar í umrædda skrá: „Á andliti sé hún marin í kringum báðar augnumgjörðir, á ennisblaði og við vinstra eyra. Hún sé með þriggja sentímetra skurð á milli augabrúna. Djúpa hringlaga skurði á vinstri framhandlegg og vinstra læri. Báðir fótleggir séu með misstóra marbletti um alla leggi. Yfirborðsskurðir séu á báðum leggjum og grynnri rispur einnig. Hægri hendi sé mjög bólgin og fjólublátt mar sé yfir alla hendina“ Einnig var vísað í bráðabirgðaskýrslu réttarlæknis, en í henni segir að konan hafi verið með áverka eftir högg eða slög með hörðum áhöldum. Áverkarnir hafi að mestu leyti verið „ferskir eða allt að nokkurra daga gamlir.“ Mjög líklegt væri að annar einstaklingur hefði veitt henni þessa áverka, mögulega með höggum, hnúum, spörkum eða áhaldi. Sagði ofbeldið hafa staðið yfir í nokkurn tíma Kvöldið sem konan kom á bráðamóttökuna var tekin skýrsla af henni. Þar greindi hún frá miklu ofbeldi af hálfu Kristjáns, og að það hefði staðið yfir í nokkurn tíma. Hún sagði hann hafa lamið hana með járnröri, spýtu og hleðslutæki, stungið með nál og skorið hana í fótleggina með hníf. Þremur dögum seinna var tekin önnur skýrsla af henni, en þar sagðist hún hafa verið hjá Kristjáni í um það bil mánuð, og að ofbeldið hafi staðið yfir í um helminginn af þeim tíma. Hún sagði megnið af áverkunum þó hafa komið dagana áður en hún fór á sjúkrahúsið. Jafnframt sagði hún að hann hefði brennt hana með sígarettu og brotið í henni tennurnar með kveikjara. Hún sagðist hafa farið til tannlæknis vegna þess einhverjum dögum áður en hún fór á sjúkrahúsið.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira