Haaland fær tíu milljarða hjálp Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 11:17 Omar Marmoush er orðinn leikmaður Manchester City. Getty/Ulrik Pedersen Englandsmeistarar Manchester City kynntu í morgun Egyptann Omar Marmoush til leiks en hann kom til félagsins frá Frankfurt fyrir 70 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna. Marmoush, sem er 25 ára gamall, heru skorað fimmtán mörk í sautján deildarleikjum í Þýskalandi á þessari leiktíð og er næstmarkahæstur þar, á eftir Harry Kane. Með komu Marmoush má segja að skarð Julian Alvarez, sem seldur var til Atlético Madrid síðasta sumar, sé loksins fyllt og ljóst að honum er ætlað að létta á pressunni á að Erling Haaland skori mörk í hverjum leik fyrir City. City hefur einnig tryggt sér Vitor Reis, 19 ára brasilískan varnarmann frá Palmeiras, og Abdukodir Khusanov, 20 ára Úsbekista frá Lens, og samtals varið jafnvirði rúmlega 21 milljarðs króna í þessa þrjá nýju leikmenn. 🚨 Manchester City in the January transfer window:🇪🇬 Omar Marmoush: €75M🇺🇿 Abdukodir Khusanov: €40M🇧🇷 Vitor Reis: €35M🇳🇴 Erling Haaland: 9-and-a-half year contract ✍️ pic.twitter.com/Whf4JjtwLD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 23, 2025 Búist er við því að Marmoush megi spila gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en hann má hins vegar ekki spila leikinn mikilvæga við Club Brugge næsta miðvikudag, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Þann leik verður City að vinna til að Marmoush geti spilað í keppninni á þessari leiktíð. „Manchester City hefur verið eitt stærsta félag heims síðustu tíu ár svo það var aldrei vafi í mínum huga,“ sagði Marmoush eftir komuna til City. Þessi 25 ára gamli leikmaður skrifaði undir samning sem gildir til júní 2029. „Það er ánægjulegt og heiður fyrir mig og mína fjölskyldu að vera orðinn fulltrúi Manchester City. Þetta gleður þau og það gleður mig að sjá drauma mína rætast. Síðustu tvær leiktíðir hafa verið frábærar en þetta er bara byrjunin hjá mér,“ sagði Marmoush. Enski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Marmoush, sem er 25 ára gamall, heru skorað fimmtán mörk í sautján deildarleikjum í Þýskalandi á þessari leiktíð og er næstmarkahæstur þar, á eftir Harry Kane. Með komu Marmoush má segja að skarð Julian Alvarez, sem seldur var til Atlético Madrid síðasta sumar, sé loksins fyllt og ljóst að honum er ætlað að létta á pressunni á að Erling Haaland skori mörk í hverjum leik fyrir City. City hefur einnig tryggt sér Vitor Reis, 19 ára brasilískan varnarmann frá Palmeiras, og Abdukodir Khusanov, 20 ára Úsbekista frá Lens, og samtals varið jafnvirði rúmlega 21 milljarðs króna í þessa þrjá nýju leikmenn. 🚨 Manchester City in the January transfer window:🇪🇬 Omar Marmoush: €75M🇺🇿 Abdukodir Khusanov: €40M🇧🇷 Vitor Reis: €35M🇳🇴 Erling Haaland: 9-and-a-half year contract ✍️ pic.twitter.com/Whf4JjtwLD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 23, 2025 Búist er við því að Marmoush megi spila gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en hann má hins vegar ekki spila leikinn mikilvæga við Club Brugge næsta miðvikudag, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Þann leik verður City að vinna til að Marmoush geti spilað í keppninni á þessari leiktíð. „Manchester City hefur verið eitt stærsta félag heims síðustu tíu ár svo það var aldrei vafi í mínum huga,“ sagði Marmoush eftir komuna til City. Þessi 25 ára gamli leikmaður skrifaði undir samning sem gildir til júní 2029. „Það er ánægjulegt og heiður fyrir mig og mína fjölskyldu að vera orðinn fulltrúi Manchester City. Þetta gleður þau og það gleður mig að sjá drauma mína rætast. Síðustu tvær leiktíðir hafa verið frábærar en þetta er bara byrjunin hjá mér,“ sagði Marmoush.
Enski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira