Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 14:30 Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad um langt árabil en er nú tekin við belgíska landsliðinu. RBFA Tine Schryvers, fyrrverandi landsliðskona Belgíu, lék undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í tvö ár. Hún hrósar Elísabetu, eða Betu eins og hún er kölluð, í hástert í belgískum fjölmiðlum. Beta er nýtekin við belgíska landsliðinu eftir að Ives Serneels var rekinn. Þetta er hennar fyrsta starf eftir að hún ákvað að segja skilið við sænska félagið Kristianstad, þar sem Beta var potturinn og pannan í miklum uppgangstímum en hún stýrði liðinu í um fimmtán ár. Tine Schryvers þekkir það að spila fyrir belgíska landsliðið og undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.Getty Á þessum tíma, eða árin 2017-18, lék Schryvers undir stjórn Betu: „Ég átti tvö krefjandi ár þarna sem höfðu mikil áhrif á mig, en sambandið við hana [Elísabetu] var alltaf mjög gott. Ég get fullyrt það að hún myndi vaða í gegnum eld fyrir leikmenn sína. Treystið mér, því allir sem spilað hafa fyrir hana myndu segja það sama: Hún er mjög aðdáunarverð kona. Hún er full af ákefð og býst við miklu frá sínum leikmönnum, en með hvetjandi hætti. Og hún forðast aldrei að taka umræðuna,“ sagði Schryvers við Sporza. Stjórnendur belgíska knattspyrnusambandsins vilja sjá landsliðið komast á enn hærra stig undir stjórn Betu, en liðið er í 19. sæti heimslistans og á leið á EM í Sviss í sumar. „Það er stór fullyrðing en ég tel að hún henti fullkomlega fyrir liðið á þessum tímapunkti. Kristianstad var í tómu tjóni þegar hún kom en hún fyllti liðið af orku og lífi og kom því í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Schryvers. Schryvers segir að Beta sé ekki bara mjög góð í að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á leikmenn, heldur sé hún einnig taktískur snillingur. „Hún mun fá leikmenn til að berjast fyrir sína þjóð, því hún er ekki ánægð nema að hún fái 200% framlag. Hún býst við miklu af manni en ef hún fær það þá gefur hún líka mikið til baka. Þannig nær hún því besta fram í leikmönnum,“ sagði Schryvers, en hvað með taktísku hlið þjálfunarinnar? „Hvað þau mál snertir er hún einn besti þjálfari sem ég hef séð á síðustu árum. Hvað þetta varðar er hún einnig algjörlega klikkuð, í allra besta og jákvæðasta skilningi. Hún er með reynslu og þekkingu, og leggur aldrei af stað í æfingu eða leik án þess að vera með alveg skýra áætlun.“ Belgíski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Beta er nýtekin við belgíska landsliðinu eftir að Ives Serneels var rekinn. Þetta er hennar fyrsta starf eftir að hún ákvað að segja skilið við sænska félagið Kristianstad, þar sem Beta var potturinn og pannan í miklum uppgangstímum en hún stýrði liðinu í um fimmtán ár. Tine Schryvers þekkir það að spila fyrir belgíska landsliðið og undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.Getty Á þessum tíma, eða árin 2017-18, lék Schryvers undir stjórn Betu: „Ég átti tvö krefjandi ár þarna sem höfðu mikil áhrif á mig, en sambandið við hana [Elísabetu] var alltaf mjög gott. Ég get fullyrt það að hún myndi vaða í gegnum eld fyrir leikmenn sína. Treystið mér, því allir sem spilað hafa fyrir hana myndu segja það sama: Hún er mjög aðdáunarverð kona. Hún er full af ákefð og býst við miklu frá sínum leikmönnum, en með hvetjandi hætti. Og hún forðast aldrei að taka umræðuna,“ sagði Schryvers við Sporza. Stjórnendur belgíska knattspyrnusambandsins vilja sjá landsliðið komast á enn hærra stig undir stjórn Betu, en liðið er í 19. sæti heimslistans og á leið á EM í Sviss í sumar. „Það er stór fullyrðing en ég tel að hún henti fullkomlega fyrir liðið á þessum tímapunkti. Kristianstad var í tómu tjóni þegar hún kom en hún fyllti liðið af orku og lífi og kom því í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Schryvers. Schryvers segir að Beta sé ekki bara mjög góð í að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á leikmenn, heldur sé hún einnig taktískur snillingur. „Hún mun fá leikmenn til að berjast fyrir sína þjóð, því hún er ekki ánægð nema að hún fái 200% framlag. Hún býst við miklu af manni en ef hún fær það þá gefur hún líka mikið til baka. Þannig nær hún því besta fram í leikmönnum,“ sagði Schryvers, en hvað með taktísku hlið þjálfunarinnar? „Hvað þau mál snertir er hún einn besti þjálfari sem ég hef séð á síðustu árum. Hvað þetta varðar er hún einnig algjörlega klikkuð, í allra besta og jákvæðasta skilningi. Hún er með reynslu og þekkingu, og leggur aldrei af stað í æfingu eða leik án þess að vera með alveg skýra áætlun.“
Belgíski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira