Frammistaða Gunnlaugs á mótinu skilaði honum upp um þrjú sæti á heimslista áhugakylfinga, upp í 96. sæti.
Þar með hefur enginn Íslendingur, hvorki karl né kona, verið ofar á heimslista áhugakylfinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Gísli Sveinbergsson áttu metið. Guðrún Brá náði best 99. sæti áður en hún gerðist atvinnukylfingur vorið 2018 og Gísli komst í 99. sæti undir lok árs 2014.
Gunnlaugur gjörsamlega flaug upp heimslistann á síðasta ári en í mars var hann í sæti 1.096. Hann safnaði mörgum stigum með því að vinna háskólamót í Bandaríkjunum í haust, og verða í 2. sæti á öðru móti, en Gunnlaugur hóf nám og að spila fyrir LSU háskólann í ágúst síðastliðnum.