Lífið

Kastkonur eru kröfu­hörðustu kúnnarnir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kastkonur láta ekki vaða yfir sig.
Kastkonur láta ekki vaða yfir sig.

„Hugmyndin kviknaði þegar við vorum í hádegismat og heyrðum ekki hvert í öðru fyrir gólum í stórum kvennahóp sem var í „wet lunch“, segir Saga Garðarsdóttir sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Draumahöllin en atriði þar sem hún leikur forsprakka kvennahóps sem er úti að borða úr þáttunum hefur vakið mikla athygli.

„Ónefndur veitingamaður sagði okkur svo í kjölfarið að þetta væru án efa kröfuhörðustu kúnnarnir,” heldur Saga áfram en hún segist dást af orkunni og sjálfsörygginu sem drýpur af konum í hóp sem halda á hvítvínsglösum.

„Við tókum líka eftir því að oft í stað þess að hlæja ef þeim fannst eitthvað fyndið sögðu þær bara „kast” og „bilast” til skipti og þannig fórum við að kalla þær kastkonurnar.”

Hér að neðan má sjá umrætt atriði.

Klippa: Draumahöllin - Kastkonur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.