Lífið

Sveita­piltur úr Tungunum stýrir gull­námu á slóðum Ei­ríks rauða

Kristján Már Unnarsson skrifar
Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri Amaroq Minerals, í viðtali við Stöð 2 við gullnámuna á Grænlandi.
Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri Amaroq Minerals, í viðtali við Stöð 2 við gullnámuna á Grænlandi. Baldur Kristjánsson

Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar.

Í þættinum Ísland í dag kynnumst við gullævintýri á Grænlandi með sveitapilti frá Torfastöðum í Biskupstungum, Eldi Ólafssyni. Stöð 2 slóst í för með Eldi og samstarfsmönnum til að heimasækja Nalunaq-námuna á Suður-Grænlandi. Lagt var upp frá Reykjavíkurflugvelli og flogið til Narsarsuaq. Þaðan þurfti að taka þyrlu á námasvæðið.

Svo skemmtilega vill til að gullnáman er í hinni fornu Eystribyggð sem Eiríkur rauði stofnaði fyrir þúsund árum. Tóftir forns norræns sveitabýlis eru meira að segja skammt frá vinnubúðum gullvinnslunnar.

Hér má sjá þáttinn:


Tengdar fréttir

Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama

Eldur Ólafsson, sem stýrir gullleit á Grænlandi, segir fyrirtækið vilja fá Grænlendinga í sem flest störf. Þeir séu harðduglegir og útsjónarsamir, með gott hjarta og yndislegt sé að starfa með þeim.

Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi

Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.