Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2025 15:51 Talsvert magn af hvítu dufti fannst í íbúð mannanna. Þessi mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla hafði fylgst með öðrum þeirra um nokkurt skeið áður en hún fann tæp sjö kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni í íbúð sem mennirnir höfðu til umráða. Þetta kemur fram í úrskurðum Landsréttar í málum mannanna, sem kveðnir voru upp þann 13. janúar síðastliðinn. Niðurstaða Landsréttar var að staðfesta úrskurði héraðsdóms um að mennirnir skuli sæta gæsluvarðhaldi til hádegis þann 4. febrúar. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Héraðssaksóknari hafi haft annan manninn undir grun um fíkniefnamisferli um nokkurt skeið. Í því skyni hafi lögregla haft eftirlit með ferðum hans í kjölfar komu hans hingað til lands þann 9. nóvember síðastliðinn. Meðal þess sem lögregla hafi orðið vitni að við eftirlit sitt hafi verið að þann 13. nóvember síðastliðinn hafi maðurinn komið úr lyftu íbúðarhúsnæðisins að þar sem hann hefði haldið til í íbúð frá því að hann kom hingað til lands. Hann hafi verið í för með öðrum karlmanni, hinum sem úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þeir hafi farið sem leið lá að verslun, þar sem þeir hafi keypt matvörur og í aðra verslun, þar sem þeir hafi keypt meðal annars svokallaða nitril plasthanska, sem oft séu notaðir við meðhöndlun ávana-og fíkniefna. Ætluðu að koma fyrir búnaði en fundu fíkniefni Á sama tíma og mennirnir yfirgáfu íbúðina hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina, í þeim tilgangi að koma þar fyrir eftirlitsbúnaði, sem lögregla hefði áður aflað heimildar til hjá héraðsdómi til að koma fyrir í íbúðinni og við hana. „Er lögregla kom inn í íbúðina blasti við talsvert magn af hvítum efnum í duftformi.“ Efnin hafi verið í tveimur hvítum bölum, sem lögregla hafði séð annan manninn kaupa daginn áður, og á víð og dreif um íbúðina. Tæpar þrjár milljónir króna í náttborðsskúffu Mennirnir tveir hafi verið handteknir þegar þeir höfðu lokið verslunarleiðangrinum og gengið inn í íbúðina, þar sem lögreglumenn hafi beðið þeirra. Rannsókn tæknideildar lögreglu hafi leitt í ljós að samtals hafi verið um að ræða 6.593 grömm af ætluðu amfetamíni og 884,4 grömm af ætluðu kókaíni. Við leit í íbúðinni hafi lögregla einnig fundið samtals 2,55 milljónir króna í reiðufé í náttborðsskúffu í svefnherbergi íbúðarinnar. Enn fremur hafi lögregla fundið stílabók í náttborðsskúffunni sem búið hafi verið að skrifa í ýmislegt sem lögregla telji tengjast aðkomu mannanna að málinu. Lögregla hafi einnig hald á farsíma í eigu mannanna og aðra muni sem taldir séu tengjast ætluðum brotum þeirra. Sagðist vera vinamargur hér á landi Í úrskurði yfir manninum sem lögregla hafði fylgst með segir að hann hafi krafist þess að kröfu Héraðssaksóknara um gæsluvarðhald yrði hafnað en til vara að hann yrði úrskurðaður í farbann í stað gæsluvarðhalds. Hann hafi vísað til þess að hann væri í töluverðum tengslum við landið, væri vinamargur hér á landi og hafi dvalið hér löngum stundum. Þá hafi hann vísað til þess að magn og styrkleiki efnanna sem fundust hafi ekki verið svo mikill að telja mætti brot hans stórfellt fíknefnalagabrot. Hinn maðurinn hafi gert sömu kröfur og vísað til þess að engin gögn tengdu hann við fíkniefni en hann hefði komið til Íslands til þess að hitta vin sinn. Enginn rökstuddur grunur væri fyrir hendi, hvað þá sterkur grunur. Framburður hans hefði verið stöðugur og hann ávallt neitað sök. Um væri að ræða fremur lítið magn fíkniefna. Þá væri engin flóttahætta af honum og ef hann færi til Póllands væri auðsótt að sækja hann aftur Hvergi í úrskurði yfir hinum manninum er minnst á upprunaland. Í niðurstöðukafla beggja úrskurða segir að rökstuddur grunur sé um að mennirnir hafi framið brot sem fangelsisrefsing liggi við og að hætta væri á að þeir myndu reyna að komast af landi brott væru þeir ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurðum Landsréttar í málum mannanna, sem kveðnir voru upp þann 13. janúar síðastliðinn. Niðurstaða Landsréttar var að staðfesta úrskurði héraðsdóms um að mennirnir skuli sæta gæsluvarðhaldi til hádegis þann 4. febrúar. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Héraðssaksóknari hafi haft annan manninn undir grun um fíkniefnamisferli um nokkurt skeið. Í því skyni hafi lögregla haft eftirlit með ferðum hans í kjölfar komu hans hingað til lands þann 9. nóvember síðastliðinn. Meðal þess sem lögregla hafi orðið vitni að við eftirlit sitt hafi verið að þann 13. nóvember síðastliðinn hafi maðurinn komið úr lyftu íbúðarhúsnæðisins að þar sem hann hefði haldið til í íbúð frá því að hann kom hingað til lands. Hann hafi verið í för með öðrum karlmanni, hinum sem úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þeir hafi farið sem leið lá að verslun, þar sem þeir hafi keypt matvörur og í aðra verslun, þar sem þeir hafi keypt meðal annars svokallaða nitril plasthanska, sem oft séu notaðir við meðhöndlun ávana-og fíkniefna. Ætluðu að koma fyrir búnaði en fundu fíkniefni Á sama tíma og mennirnir yfirgáfu íbúðina hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina, í þeim tilgangi að koma þar fyrir eftirlitsbúnaði, sem lögregla hefði áður aflað heimildar til hjá héraðsdómi til að koma fyrir í íbúðinni og við hana. „Er lögregla kom inn í íbúðina blasti við talsvert magn af hvítum efnum í duftformi.“ Efnin hafi verið í tveimur hvítum bölum, sem lögregla hafði séð annan manninn kaupa daginn áður, og á víð og dreif um íbúðina. Tæpar þrjár milljónir króna í náttborðsskúffu Mennirnir tveir hafi verið handteknir þegar þeir höfðu lokið verslunarleiðangrinum og gengið inn í íbúðina, þar sem lögreglumenn hafi beðið þeirra. Rannsókn tæknideildar lögreglu hafi leitt í ljós að samtals hafi verið um að ræða 6.593 grömm af ætluðu amfetamíni og 884,4 grömm af ætluðu kókaíni. Við leit í íbúðinni hafi lögregla einnig fundið samtals 2,55 milljónir króna í reiðufé í náttborðsskúffu í svefnherbergi íbúðarinnar. Enn fremur hafi lögregla fundið stílabók í náttborðsskúffunni sem búið hafi verið að skrifa í ýmislegt sem lögregla telji tengjast aðkomu mannanna að málinu. Lögregla hafi einnig hald á farsíma í eigu mannanna og aðra muni sem taldir séu tengjast ætluðum brotum þeirra. Sagðist vera vinamargur hér á landi Í úrskurði yfir manninum sem lögregla hafði fylgst með segir að hann hafi krafist þess að kröfu Héraðssaksóknara um gæsluvarðhald yrði hafnað en til vara að hann yrði úrskurðaður í farbann í stað gæsluvarðhalds. Hann hafi vísað til þess að hann væri í töluverðum tengslum við landið, væri vinamargur hér á landi og hafi dvalið hér löngum stundum. Þá hafi hann vísað til þess að magn og styrkleiki efnanna sem fundust hafi ekki verið svo mikill að telja mætti brot hans stórfellt fíknefnalagabrot. Hinn maðurinn hafi gert sömu kröfur og vísað til þess að engin gögn tengdu hann við fíkniefni en hann hefði komið til Íslands til þess að hitta vin sinn. Enginn rökstuddur grunur væri fyrir hendi, hvað þá sterkur grunur. Framburður hans hefði verið stöðugur og hann ávallt neitað sök. Um væri að ræða fremur lítið magn fíkniefna. Þá væri engin flóttahætta af honum og ef hann færi til Póllands væri auðsótt að sækja hann aftur Hvergi í úrskurði yfir hinum manninum er minnst á upprunaland. Í niðurstöðukafla beggja úrskurða segir að rökstuddur grunur sé um að mennirnir hafi framið brot sem fangelsisrefsing liggi við og að hætta væri á að þeir myndu reyna að komast af landi brott væru þeir ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira